Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka

List­inn yf­ir kaup­end­ur í Ís­lands­banka var birt­ur rétt í þessu þrátt fyr­ir and­stöðu Banka­sýslu rík­is­ins. Þekkt nöfn eru tengd fé­lög­um á list­an­um, sem komu að bank­an­um fyr­ir hrun. Með­al ann­ars Þor­steinn Már Bald­vins­son, Jón Ás­geir Jó­hann­es­son, Guð­björg Matth­ías­dótt­ir og Bene­dikt Sveins­son, fað­ir fjár­mála­ráð­herra. List­inn er birt­ur hér í heild.

Faðir fjármálaráðherra á meðal þeirra sem fengu að kaupa í Íslandsbanka
Áberandi kaupendur Á meðal þeirra sem voru valdir til að kaupa í Íslandsbanka eru aðilar sem leiddu bankann fyrir efnahagshrunið.

Listinn yfir fjárfesta sem fengu boð um að kaupa í útboði ríkisins á hlutabréfum í Íslandsbanka var birtur rétt í þessu á vef fjármálaráðuneytisins. Stærstu kaupendurnir eru lífeyrissjóðir, en á listanum eru nöfn fjárfesta sem hafa verið umtalaðir í umræðu um efnahagshrunið og tengdust umdeildum viðskiptum í bankanum fyrir hrun.

Birtingin á sér stað sama dag og stjórnarformaður Bankasýslunnar, návinur Bjarna Benediktssonar, Lárus Blöndal, sagði í samtali við Dagmál hjá Morgunblaðinu að hann teldi ekki heimild fyrir því að birta listann og lagði til að birting upplýsinga um kaupendur yrði hluti af skilyrðum í næstu atrennu einkavæðingar. 

Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins segir að ekki hafi verið fallist á andstöðu og röksemdir Bankasýslunnar. „Að mati ráðuneytisins falla upplýsingar um viðskipti á milli ríkissjóðs og fjárfesta ekki undir bankaleynd og með hliðsjón af mikilvægi þess að gagnsæi ríki um ráðstöfun opinberra hagsmuna hefur ráðherra ákveðið að birta yfirlitið.“

Í þessari lotu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka bauðst almenningi ekki að kaupa, heldur voru svokallaðir fagfjárfestar, sem uppfylltu tiltekin skilyrði, handvaldir og hringt í þá eftir lokun markaða og þeim boðið að taka þátt. 

Meðal beinna og óbeinna kaupenda í gegnum félög eru Jón Ásgeir Jóhannesson, stærsti eigandi í Glitni fyrir efnahagshrunið, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja og stjórnarformaður bankans fyrir hrun, útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. og Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem var líkt og Bjarni sjálfur, stórtækur í viðskiptum við og með bankann fyrir efnahagshrunið og náði að forða bæði hlutafé og verðbréfum skömmu fyrir fall bankans 2008.

Þorsteinn Már Baldvinsson, sem var stjórnarformaður bankans í hruninu, kaupir fyrir 296 milljónir króna í gegnum Eignarhaldsfélagið Stein, sem hann á til jafns við fyrrverandi eiginkonu sína, Helgu Steinunni Guðmundsdóttur.

Rétt eins og fyrrverandi stjórnarformaður bankans, er stærsti eigandi hans fyrir hrun að bæta við sig hlut. Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi Baugs, fer fyrir eignarhaldsfélaginu Streng, sem á liðlega helming í Skel fjárfestingafélagi hf, áður Skeljungi, sem fékk að kaupa fyrir 450 milljónir króna.

Faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, er sá 118. stærsti meðal kaupenda í lotunni. Hann kaupir í gegnum félag sitt Hafsilfur ehf. samtals fyrir 55 milljónir króna, 0,1% fáanlegra hluta í útboðinu. Benedikt á 100% hlut í Hafsilfri. 

Þá á Jón Sigurðsson fjárfestir, sem var forstjóri FL Group fyrir hrun, sem síðar hétu Stoðir hf, endurkomu með 175,5 milljón króna kaupum í gegnum Stoðir.

Karl Wernersson, áður kenndur við Milestone, einn helsta eiganda bankans fyrir hrun, tengist kaupum með því að Lyf og heilsa kaupa fyrir 225 milljónir. Karl kom félaginu í hendur sonar síns í umdeildri fjárhagslegari endurskipulagningu árið 2017.

Einnig má nefna tvö félög í eigu Þórðar Más Jóhannessonar, fjárfestis og fyrrverandi forstjóra Straums fjárfestingarbanka og Gnúps, sem keyptu í útboðinu fyrir rúmlega 100 milljónir króna. Þau félög heita Brekka retail ehf. og Fjárfestingarfélagið Brekka ehf. Þórður Már varð landsþekktur fyrir skömmu vegna aðkomu sinnar að máli Vitalíu Lazarevu sem leiddi til þess að hann hætti sem stjórnarformaður smásölufyrirtækisins Festar, eiganda Krónunnar meðal annars. 

Jakob Valgeir með tæpan milljarð

Guðbjörg Matthíasdóttir, sem er aðaleigandi Morgunblaðsins og einn umsvifamesti útgerðareigandi landsins, fær úthlutað einna stærstum hluta einstakra kaupenda, eða 468 milljónum króna í gegnum eignarhaldsfélagið Kristinn ehf. 

Enn stærri er þó hlutur Jakobs Valgeirs ehf, sem fær að kaupa fyrir 936 milljónir króna. Jakob Valgeir er í eigu eiginkonu samnefnds útgerðarmanns og bræðra hans. Jakob Valgeir Flosason fékk 20 milljarða króna lán til að kaupa í Glitni fyrir hrun, í máli sem var rannsakað sem umboðssvik og markaðsmisnotkun. Forstjóri bankans, Lárus Welding, var dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi fyrir viðskiptin.

Meðal annarra einstaklinga í kaupendahópnum eru Bogi Þór Siguroddsson og Linda Björk Ólafsdóttir, eigendur heildverslunarinnar Johan Rönning, sem kaupa í gegnum félagið sitt Bóksal ehf. fyrir 1,17 milljarð króna.

Valdimar Grímsson, fyrrverandi handknattleikslandsliðsmaður, kaupir fyrir 225 milljónir króna. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi hægri hönd Róberts Wessman, eiganda Alvogen, kaupir fyrir 69 milljónir króna.

Stærstu kaupendurnir eru þó lífeyrissjóðirnir Gildi, LSR, Brú og Lífeyrissjóður verslunarmanna. 

11% hækkun á hlutunum

Alls var boðinn út 22,5% hlutur ríkisins, að verðmæti 52,7 milljarðar króna, 22. mars síðastliðinn, eftir lokun markaða. Veittur var afsláttur af kaupunum. Hringt var í fjárfesta og þeim boðið að kaupa. Hlutir í Íslandsbanka voru seldir á 117 krónur, en gengi dagsins hafði verið 122 krónur, eða 4,3% hærra en söluverð Bankasýslunnar. Gengið náði mest 130 krónum í dag og hefur hlutur þeirra sem fengu að kaupa því hækkað um 11%. Þannig hefur hlutur Benedikts Sveinssonar hækkað um 6 milljónir króna í virði frá 22. mars. Einn þeirra einstaklinga sem fékk hvað stærstan hlut, útgerðin Jakob Valgeir ehf, hefur hagnast um 102 milljónir króna með kaupunum.

Sátt um söluferlið

Í tilkynningu fjármálaráðuneytisins í dag er ferill sölunnar rakinn. „Þann 18. mars sl. ákvað ráðherra, að fengnum umsögnum efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar Alþingis, auk umsagnar Seðlabanka Íslands, að hefja framhald sölumeðferðar á hlutum í bankanum í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins. Meirihlutar beggja þingnefnda mæltu með því að hafist yrði handa við framhald sölu. Þá taldi Seðlabankinn í umsögn sinni að jafnræði bjóðenda yrði tryggt og var salan talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð.“

Kaupendalistinn í heild

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (9)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Nei. Bjarni er ekki vondi karlinn af því pabbi hans fjárfestir skynsamlega. Hugsið út í það... haldið þið virkilega faðir hans hafi slegið á þráðinn og sagt "Bjarni minn ég ætla koma þér í rosalegan bobba"?

    Og Þorsteinn Már er ekki vondi karlinn í þessu dæmi heldur... alþingismenn allir eru það aftur á móti.

    Snúið ykkur að kerfinu sem gersamlega ábyrgðarlaust fór í lokaða sölu þar sem spákaupmenn... þetta eru ekki alvöru fagfjárfestar... orðið er bara orðskrýpi til að slá ryk í augun á ykkur. Og út frá þeirri apaskylgreiningu eru þetta réttmætir fjárfestar. En sem kjölfestu eða ábyrgir aðilar þá þarf að skoða hvernig þeir eru bundnir í kaupsamningum.

    Og þeir eru óbundnir ekki satt ? Geta selt á morgun með glimrandi hagnaði.

    Enn einn gjafagerningur frá leiðtogum stjórnmálaflokka til velunnarra sinna og verður aldrei borið saman við erlenda söluskilmála... að minnsta kosti ekki af rannsóknarblaðamönnum sem þurfa að fá duglegt spark í rassinn því umfjöllunin er öll á manninn... fáein skifti um boltann ... en aldrei lagst af fullum þunga á reglugerða og regluverksaðilana... sem bera 100 % ábyrgðina.

    Ef ég væri með sambærilegan lista yfir íslendinga og viðskifti þeirra erlendis við banka og fyrirtækjaskrá Panama sem ég gaf skattrannsóknarstjóra á meðan hún var lokuð ... þá myndi ég einfaldlega ekki treysta ykkur samlöndum mínum fyrir þeim upplýsingum af því þið fokkið allri hreingerningu upp. Það eru öngvar rannsóknir nema málarmynda og engin viðurlög og frelsararnir eru ekki fyrr komnir í feitu sætin en þeir eru þagnaðir... ekki satt Björn ... Þórður ???
    2
    • Omar Sigurjónsson skrifaði
      Svo kaus þjòðin aftur 3 af fjórflokkunum og það er kannski òskilanlegast af öllu.
      0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Var einhver hissa?
    3
  • Sveinn Hansson skrifaði
    Og ekkert vaselín notað.
    6
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Ísland er YNDISLEGT land !!!!!!

    Ég hef aldrei séð á eftir því að flytja þaðan :-)
    5
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Það er bara svona, bankaræningjunum hleypt aftur að borðinu eins og ekkert hafi gerst árið 2008, hvað segir hið háa Alþingi við þessu!
    10
  • Þór Saari skrifaði
    Það er nákvæmlega svona sem gerspillt pólitísk yfirstétt hagar sér. Gaukar eigum almennings, í þessu tilfelli Íslandsbanka, til vina og vandamanna fjármálaráðherra og yfirstéttarinnar í Sjálfstæðisflokknum og beitir fyrir sig "bankaleynd," hugtaki sem er ekki til í lögum. Spilltir og siðlausir formennn Framsóknarflokks og Vinstir-grænna horfa á með velþóknun og kjósendur þeirra sannfæra sjálf sig um að þetta sé bara all gott fyrirkomulag.
    19
    • Hlynur Jörundsson skrifaði
      Þetta snýst allt um hvatana Þór minn.... og meðan sýndarreglur og lög eru athugasemdarlaust sett sem ganga þvert á hvatana og veita ekki neina hvata til að fylgja reglunum ... eða réttar sagt upprunarlega tilgangnum.... verður engin breyting. Píratar og Viðreisn vissu auðvitað alveg hvað til stóð... ekki vera svona trúgjarn að halda það sé eðlismunur á flokkum.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár