Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hryllingurinn í Bucha sem Rússar segja sviðsettan

Borg­ar­stjór­inn í Bucha seg­ir að Rúss­um verði aldrei fyr­ir­gef­ið. Lík lágu á göt­um borg­ar­inn­ar og í fjölda­gröf nærri kirkju bæj­ar­ins. Rúss­ar hneyksl­ast og segja voða­verk­in svið­sett. Mynd­ir af að­stæð­um í Bucha sem fylgja frétt­inni geta vak­ið óhug.

Hryllingurinn í Bucha sem Rússar segja sviðsettan
Á götum Bucha Starfsmenn borgarinnar í Bucha bera lík íbúa í líkpoka. Í forgrunni sést látinn maður í borgaralegum klæðum. Af aðstæðum að dæma hefur hann verið að sækja kartöflur. Rússnesk stjórnvöld hafna algerlega ábyrgð á fjöldamorðunum í Bucha á hersetutíma þeirra. Mynd: Sergei SUPINSKY / AFP

„Við munum aldrei fyrirgefa Rússum fyrir hryllinginn sem átti sér stað hér,“ segir Anatoly Fedoruk, borgarstjórinn í Bucha, norðvestur af úkraínsku höfuðborginni Kyiv. Lík almennra borgara lágu í tugatali á götum borgarinnar eftir að rússneskar hersveitir hörfuðu frá því sem Rússlandsforseti hefur nefnt „sértækri hernaðaraðgerð“ og fólst í allsherjarinnrás í Úkraínu.

Rússnesk yfirvöld lýsa ásökunum og lýsingum á því sem gerðist í Bucha sem „ögrun“ og „sviðsetningu“ af hálfu Úkraínumanna. „Við höfnum skilyrðislaust öllum ásökunum,“ sagði Dmitry Peskov, talsmaður Kreml, á blaðamannafundi í dag. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst innrásinni sem tilraun til að hreinsa Úkraínu af nasistum.

Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Josep Borrell, sagði í dag að fjöldamorðin í Bucha og nágrenni yrðu héðan í frá á lista yfir voðaverk sem unnin hafa verið í Evrópu.

Enn ræða vestræn yfirvöld að leggja nýjar refsiaðgerðir á Rússa, en óljóst er hverju þær skila. Þannig hefur rússneska rúblan farið langt með að ná …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Á. skrifaði
    Til er upptaka af bæjarstjóra Bucha sigri hrósandi, Þegar rússar fóru frá borginni og það var ekkert í ræðu hans sem gaf til kynna að rússar hefðu myrt hundruði manna með köldu blóði.
    Einn þeirra sem liggur látinn í götunni, er með hvítt band bundið um vinstri upphandlegg. Það merkir að viðkomandi studdi og fagnaði veru rússa í bænum. Önnur mynd sýnir látna manneskju bundna með hendur fyrir aftan bak með hvítum borða. Önnur manneskja liggur nálægt og þar sést rétt glitta í hvítt á hægri upphandlegg. Þessar þrjár manneskjur voru líklega allar stuðningsmenn rússa.
    Opnumyndin sýnir látna manneskju og það er plastpoki með kartöflum við fætur hennar.
    Aðrar myndir frá Bucha sýna fólk með matarbirgðir sem rússar voru nýbúnir að dreifa til íbúa.
    Úkraínumenn hafa dauðalista yfir fréttamenn sem vinna með rússum og aðra sem eru hliðhollir rússum. Á vef sínum lýsa þeir sérstaklega yfir að þeir muni taka af lífi alla svikara.
    Bucha passar algerlega við þá mynd.
    0
  • Þrymur Sveinsson skrifaði
    Það var rússneskur genráll í miklum metum hjá Alexander II sem hét Mikhail Skobelev. Þegar Rússar tóku að þenja sig út í Kákasushéruðunum og austar eftir Rússnesk - Tyrkenska stríðið 1878 hafði Skobolev yfir bardagavönum her að ráða. Þetta vandamál sem tekið er fram hér að ofan er ekki nýtt af nálinni að óbreyttir hermenn rússahers séu færir um jafn óhugnarlegt kaldrifjað ofbeldi og fjöldamorð eins og raun ber vitni: Það kann að vera að ástæðan fyrir þessu sé ekki jafn tilviljanakennd og hún virðist vera í augum okkar nútímafólks sem höfum almennt lítin áhuga á sagnfræði. Það er mögulegt að þetta athæfi rússahers sem aðilar á borð við Kenneth Øhlenschlæger Buhl tilgreinir séu vísvitandi gerð til að gera rússaher jafn ógnvekjandi og raunin er sé jafnvel hluti metorðastigans innan hersins. Þótt Kreml sverji ódæðin af sér sanna myndir úr gerfihöttum það sem gerðist nýverið í Bucha. Eins yfirþyrmandi þögn Þjóðverja á tímabilinu 1944 - 1960 sem hreinlega öskrar undan ofbeldi rússahers sem beitti nákvæmlega sama bragðinu. Ekkert nýtt undir sólini í strúktúr rússahers.
    "Memory Day marks a black moment in the history of the Turkmen; their disastrous defeat at the fortress of Geok-Tepe in 1881. The battle was the last major battle tsarist forces would fight against the Turkmen and the area that is now Turkmenistan would remain under Moscow's control from then until 1991.
    Skobelev came much better prepared for the assault than his predecessor had in 1879 but the deciding event was on January 12, 1881 when Russians tunneled under the fortress wall and planted explosives that blew out a huge section of the defensive structure. Russian troops rushed through the breach, killing some 6,500 people in the city and then chasing down and killing some 8,000 more who fled.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár