Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka

Flest bend­ir til að hlut­hafalisti Ís­lands­banka verði ekki birt­ur eft­ir op­in­ber­um leið­um. Ís­lands­banki seg­ir að birt­ing list­ans brjóti gegn lög­um. Þar af leið­andi mun hið op­in­bera ekki vera milli­lið­ur í því að greint verði frá því hvaða að­il­ar keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í síð­ustu viku. Út­boð­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt, með­al ann­ars af Kristrúnu Frosta­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Banka­sýsla Ís­lands birti skýrslu um út­boð­ið í morg­un þar sem fram kem­ur að 140 óþekkt­ir einka­fjár­fest­ar hafi keypt 30 pró­sent bréf­anna í út­boð­inu.

Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka
Upplýsandi skýrsla Bankasýsla ríkisins, sem Jón Gunnar Jónsson stýrir, birti upplýsandi skýrslu um útboð ríkisins í Íslandsbanka fyrr í dag.Þar kom fram að 140 einkafjárfestar hefðu tekið þátt í útboði Íslandsbanka.

Allir hluthafar Íslandsbanka, sama hversu mikið þeir eiga í bankanum, geta bókað tíma í bankanum til að skoða hluthafalista bankans. Þetta þurfa þeir að gera í gegnum fjárfestatengil bankans samkvæmt svari frá Íslandsbanka:  „Öllum hluthöfum er heimilt að sjá hluthafalista Íslandsbanka samkvæmt lögum um hlutafélög. Hluthöfum er bent á að hafa samband við fjárfestatengil bankans í netfangið ir@islandsbanki.is til að bóka tíma,“ segir í svarinu frá bankanum. 

Kallað hefur verið eftir því á Alþingi að íslenska ríkið birti opinberlega upplýsingar um það hvaða ríflega 200 aðilar það voru sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka af íslenska ríkinu fyrir tæpa 43 milljarða króna í síðustu viku. Hlutabréfin voru seld með rúmlega tveggja milljarða króna afslætti.

Aðferðin sem viðhöfð var við söluna var svokallað tilboðsfyrirkomulag en það virkar þannig að ráðgjafar stjórnvalda á fjármálamarkaði safna saman aðilum sem taldir eru …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár