Allir hluthafar Íslandsbanka, sama hversu mikið þeir eiga í bankanum, geta bókað tíma í bankanum til að skoða hluthafalista bankans. Þetta þurfa þeir að gera í gegnum fjárfestatengil bankans samkvæmt svari frá Íslandsbanka: „Öllum hluthöfum er heimilt að sjá hluthafalista Íslandsbanka samkvæmt lögum um hlutafélög. Hluthöfum er bent á að hafa samband við fjárfestatengil bankans í netfangið ir@islandsbanki.is til að bóka tíma,“ segir í svarinu frá bankanum.
Kallað hefur verið eftir því á Alþingi að íslenska ríkið birti opinberlega upplýsingar um það hvaða ríflega 200 aðilar það voru sem keypti hlutabréf í Íslandsbanka af íslenska ríkinu fyrir tæpa 43 milljarða króna í síðustu viku. Hlutabréfin voru seld með rúmlega tveggja milljarða króna afslætti.
Aðferðin sem viðhöfð var við söluna var svokallað tilboðsfyrirkomulag en það virkar þannig að ráðgjafar stjórnvalda á fjármálamarkaði safna saman aðilum sem taldir eru …
Athugasemdir