Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bjarni segist vilja birta allan hluthafalista Íslandsbanka ef lög leyfa

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra vill að Ís­lands­banki birti all­an hlut­hafal­ista bank­ans ef lög heim­ila það. Þetta sagði Bjarni í þing­ræðu um út­boð rík­is­ins á hluta­bréf­um í Ís­lands­banka í gær. Út­boð rík­is­ins á 22,5 pró­senta hlut í bank­an­um á af­slátt­ar­verði hef­ur ver­ið gagn­rýnt úr ýms­um átt­um, með­al ann­ars af með­lim­um úr stjórn­ar­and­stöð­unni. Ís­lands­banki seg­ist ekki mega af­henda hlut­hafal­ist­ann til op­in­berr­ar birt­ing­ar.

Bjarni segist vilja birta allan hluthafalista Íslandsbanka ef lög leyfa
Bjarni vill birta listann Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að hann vonaðist til þess að hægt yrði að birta nöfn þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu á hlutabréfum Íslandsbanka í síðustu viku. Mynd: Heiða Helgadóttir

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að Íslandsbanki birti hluthafalista bankans í kjölfar útboðs á hlut ríkisins í bankanum. Sjálfur segist Bjarni ekki hafa séð listann yfir kaupendur bréfanna. Þetta sagði Bjarni í ræðu á Alþingi í gær þar sem rætt var um útboðið á hlutum ríkisins í bankanum. Þá seldi íslenska ríkið 22,5 prósent hlut í bankanum fyrir tæplega 43 milljarða króna og fól verðið í sér ríflega tveggja milljarða króna afslátt miðað við skráð gengi bankans í Kauphöll Íslands á þeim tíma.

Salan á hlut ríkisins hefur verið gagnrýnd, meðal annars af meðlimum úr stjórnandstöðunni. Samtals keyptu 430 aðilar bréf í Íslandsbanka í útboðinu en það var gert í gegnum ráðgjafa stjórnvalda á markaði, verðbréfa- og fjármálafyrirtæki sem sérhæfa sig í slíku. 

Bjarni vill og vonar að hægt verði að birta hluthafalistann

Orðrétt sagði Bjarni, eftir að Kristrún Frostadóttir úr Samfylkingunni, hafði spurt ráðherrann hvort listinn yrði birtur. „Varðandi birtinguna þá hef ég hér rakið að Íslandsbanki mun gera aðgengilegan allan hluthafalistann eins og hann var fyrir útboðið og eins og hann lítur út eftir útboðið þannig að þar ætti að vera hægt að sjá þetta. Ég hef sömuleiðis kallað eftir en ekki enn fengið (Forseti hringir) niðurstöðu úthlutunarinnar og vil gera hana aðgengilega og mun gera það, nema mér séu einhverjar hömlur settar með lögum til þess að gera það, sem ég vona og trúi ekki að sé.“

„Varðandi birtinguna þá hef ég hér rakið að Íslandsbanki mun gera aðgengilegan allan hluthafalistann eins og hann var fyrir útboðið og eins og hann lítur út eftir útboðið þannig að þar ætti að vera hægt að sjá þetta“
Bjarni Benediktsson

Spurning Kristrúnar til Bjarna um þetta atriði, birtingu á nöfnum fjárfestanna, hafði hljóðað svona, og vísaði hún meðal annars til þess að salan væri ógagnsæ á þessu stigi málsins þar sem leynd væri yfir nöfnunum: „Ég ætla  að fá að ítreka spurningu mína um hvort þessir aðilar, þessi nöfn, muni líka birtast á þeim lista sem við fáum, þ.e. að við fáum að sjá alla þá aðila sem var boðið að kaupa í þessu ferli. Það er ekki gott í ferli sem á að vera gagnsætt og yfir alla gagnrýni hafin að það berist slúður, gróusögur, upplýsingar um að sumir hafi fengið símtal frá sínum verðbréfamiðlara og aðrir ekki. Hugmyndin á bak við tilboðsverð af þessu tagi þar sem verið er að grípa inn í markaðsverð — í almenna útboðinu á sínum tíma var bankinn ekki kominn á markað — er að það séu góð og gild rök fyrir slíku. Ég get ekki séð, þegar var svona mikil umframeftirspurn hjá stórum aðilum sem vildu fá inn, að það hefði átt að hleypa svona litlum fjárfestum að. Fáum við að sjá þessi nöfn? Munu þau vera á þessum lista og hvenær kemur hann?

Hluthafar mega sjá hluthafalistann

Stundin bað um hluthafalista Íslandsbanka frá Kauphöll Íslands. Blaðið fékk hins vegar þau svör að kauphöllin birti einungis 20 stærstu hluthafa skráðra félaga. Því er ekki hægt að fá listann frá Kauphöll Íslands. 

Samkvæmt lögum um hlutafélög, 30 gr., eiga hluthafar hlutafélags rétt á að skoða hluthafalistann, auk þess sem stjórnvöld hafa aðgang að honum. Í síðustu málsgrein umræddrar greinar segir:  „Hlutaskrá skal ætíð vera geymd á skrifstofu hlutafélags, og eiga allir hluthafar og stjórnvöld aðgang að henni og mega kynna sér efni hennar.“

Miðað við orð Bjarna Benediktssonar á þingi í gær liggur að hans viti ekki fyllilega ljóst fyrir hvort Íslandsbanki eða stjórnvöld mega birta umræddan hluthafalista Íslandsbanka opinberlega eða ekki samkvæmt lögum. Bjarni vonar þetta hins vegar segir hann. 

13 stærstu Íslandsbanki segist aðeins mega birta nöfn þeirra hluthafa sem eiga meira en 1 prósent í bankanum. Skjaskot af hluthafalista bankans á heimasíðu hans.

Bankinn má ekki birta listann

Samkvæmt svörum frá Íslandsbanka má bankinn ekki birta allan hluthafalistann á heimasíðu sinni af tveimur ástæðum. Sú fyrsta er að persónuverndarlög koma í veg fyrir birtingu alls listans. Seinni ástæðan er sú, samkvæmt svari bankans, að bankinn birtir ekki meiri upplýsingar um hluthafa fyrirtækisins en sem eðlilegt getur talist að hann birti gagnvart viðskiptavinum bankans. 

Í svari Íslandsbanka kemur fram að bankinn birti því aðeins yfirlit yfir þá hluthafa, einstaklinga eða félög, sem eiga meira en 1 prósent í fyrirtækinu.  Opinber hluthafalisti Íslandsbanka telur nú 13 nöfn aðila sem eiga meira en 1 prósent í bankanum. 

Samkvæmt svari Íslandsbanka getur bankinn því ekki birt umræddan lista þar sem hann má það ekki samkvæmt lögum.

Eina leiðin til þess að í ljós komi hvaða fjárfestar tóku þátt í útboði bankans í síðustu viku virðist því vera sú að einhver hluthafi eða hluthafar skoði listann og afriti hann með einhverjum hætti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Bjarni, það er enginn að biðja um hluthafalistann. Við viljum bara fá að vita hverjir keyptu af okkur hlutabréfin í Íslandsbanka í síðasta útboði. Við eigendurnir hljótum að hafa rétt á að vita það.
    0
  • Sigga Svanborgar skrifaði
    Þetta er nú meiri leikritið.......þau halda greinilega alltaf að við erum hálfvitar...
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Salan á Íslandsbanka

Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár