Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Moshensky vill að umfjöllun Stundarinnar sé fjarlægð

Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur í gegn­um lög­menn sína í Bretlandi kraf­ist þess að Stund­in fjar­lægi grein­ar um hann.

Moshensky vill að umfjöllun Stundarinnar sé fjarlægð
Mjólkurkýr Lukashensko Aleksander Moshensky hefur á síðastliðnum áratug eignast stórveldi í mjólkuriðnaði gömlu Sovétríkjanna. Það veldi byggir ekki síst á afurðakaupum af ríkisreknum samyrkubúum og hagstæðum einkavæðingasamningum stórra og umsvifamikilla mjólkurbúa, sem áður voru í eigu ríkisins. Aleksander Lukashenko var mótaðili Moshensky í þessum viðskiptum. Á myndinni hér að ofan lætur Lukashenko vel að kú af Holstein-kyni sem Moshensky er sagður hafa gefið forsetanum árið 2016.

Lögmenn bresku lögmannsstofunnar Peters & Peters krefjast þess í bréfi til ritstjóra Stundarinnar að Stundin fjarlægi allar greinar sem birst hafa um Aleksander Moshensky, kjörræðismann Íslands og þekktan hvít-rússneskan ólígarka. 

Lögmennirnir sem starfa fyrir Moshensky fullyrða í bréfi sínu að umbjóðandi þeirra telji upplýsingar um sig sem fram kom í greinunum ýmist rangar eða villandi. Auk þess hafi ekki verið rætt við hann í tengslum við greinarskrifin.

Af þeim sökum krefjist Moshensky þess að greinarnar fjórar sem fjölluðu um hann í síðasta tölublaði og á vef Stundarinnar, verði fjarlægðar af vefnum.

Til stuðnings fullyrðingum um að umfjöllun um Moshensky hafi verið röng eða misvísandi, nefna lögmennirnir þá staðreynd að vísað hafi verið til þess að Moshensky hafi ítrekað verið kallaður „veski Lukashenko“, sem sé meiðandi og gefi til kynna að Moshensky tengist spillingu eða óeðlilegum viðskiptaháttum. Lögmennirnir fullyrða ennfremur að vísan til þessa viðurnefnis sé úr lausu lofti gripið og styðjist ekki við annað en nafnlausar heimildir.

Rétt er að taka fram að Moshensky hefur ítrekað á síðastliðnum áratug, verið nefndur ýmist beint eða ásamt hópi annarra, sem einn af „veskjum Lukashenko“ í umfjöllun fjölmiðla, bæði ítrekað í fréttum fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og víðar.  Rétt eins og á heimasíðu Svetlönu Tikhonovskayu

Um mitt síðasta ár tiltók David Kramer, fyrrverandi aðstoðar innanríkisráðherra Bandaríkjanna, nafn Moshensky sérstaklega þegar hann vísaði til „veskja Lukashenko-stjórnarinnar“ sem þyrfti að beita viðskiptaþvingunum í umræðum fyrir mannréttindanefnd bandaríska þingsins.

Í bréfi lögmanna Moshensky er ennfremur fullyrt að í umfjöllun Stundarinnar hafi því verið haldið fram að Moshensky styddi óbeint innrás Rússa í Úkraínu. Það er ekki rétt. Hins vegar sagði Andrei Sannikov, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að hann liti svo á að stuðningur íslenskra stjórnvalda við Aleksander Moshensky, hefði tryggt Lukashenko í sessi og þar með möguleika Rússa á að nýta landið undir innrásina. Natalia Kaliada, stjórnarandstæðingur og meðlimur þess hóps sem sótt hefur á ESB um viðskiptaþvinganir undanfarin áratug, sagði einnig:

„Ísland ætti að skera á öll þessi tengsl. Algjörlega og afgerandi. Það að hann sé enn kjörræðismaður Íslands er ekkert annað en stuðningur við innrásina í Úkraínu, það er bara þannig.“

Lögmennirnir ítreka svo fyrri skýringar Moshenky, sem gerð voru skil í umfjöllunar Stundarinnar, að hann hefði ekki sloppið undan viðskiptaþvingunum ESB af annarri ástæðu en þeirri að ESB hefði áttað sig á því að hann ætti ekkert erindi á slíka þvingunarlista, enda hefði hann ekkert sér til slíkra saka unnið. Hann hefði því ekki þurft aðstoð íslenskra stjórnvalda eða annarra til að losna þaðan, þvert á það sem viðmælendur Stundarinnar hafa sagt.

Stundin hefur svarað kröfu Moshensky og lögmanna hans og hafnað því að fjarlægja greinar sínar um kjörræðismanninnn. Jafnframt hefur viðtalsbeiðni Stundarinnar til Moshensky frá því fyrr í þessari viku, verið ítrekuð. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gyda Wells skrifaði
    Gott hjá ykkur!!!! Haldið áframxxxx
    0
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Væntanlega vill hann skýra sitt mál og mæta í viðtal hjá íslenskum fjölmiðli, hafi hann einhverja hagsmuni að verja og vill halda tengslum sínum við landið. Fróðlegt væri að heyra hvernig hann greiddi götu fisksölunnar, forðaði frá fjárkúgun og spillingu, hvaða lærdóm íslensk útgerð getur dregið af því.
    2
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Við verðum sem þjóð og allur almenningur að finna og skapa leiðir til að blaðamenn geti notið þeirra grundvallar mannréttinda að finnast þeir vera öruggir.
    Þó við séum ekki alltaf sammála eða sátt við öll efnistök, er um að ræða hornstein lýðræðis og vörslu mannréttinda alls almennings með upplýsingum. Ef við eigum að njóta þess verður að tryggja að blaðamenn geti í eðlilegum og mikilvægum störfum sínum fundið að þeir njóti verndar okkar og samfélagsins.
    Blaðamenn eiga rétt á sjálfri öryggistilfinningunni líka.
    Það felst ógnun í svona erindum frá auðmönnum.
    15
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Þið eruð flott og önnur af 2 frjálsum fjölmiðlum á landinnu takk.
    17
  • Hvað hefur þessi ekki bjargað Vinnslustöðinni frá milljónatuga kröfum og greitt götur íslensks sjávarútvegs með einstökum velvilja og árangri? Eru Íslendingar hættir að kunna að meta alvöru Íslandsvini?
    -14
    • BD
      Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Skynja kaldhæðni í þessu 🤣🤣🤣
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár