Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Moshensky vill að umfjöllun Stundarinnar sé fjarlægð

Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur í gegn­um lög­menn sína í Bretlandi kraf­ist þess að Stund­in fjar­lægi grein­ar um hann.

Moshensky vill að umfjöllun Stundarinnar sé fjarlægð
Mjólkurkýr Lukashensko Aleksander Moshensky hefur á síðastliðnum áratug eignast stórveldi í mjólkuriðnaði gömlu Sovétríkjanna. Það veldi byggir ekki síst á afurðakaupum af ríkisreknum samyrkubúum og hagstæðum einkavæðingasamningum stórra og umsvifamikilla mjólkurbúa, sem áður voru í eigu ríkisins. Aleksander Lukashenko var mótaðili Moshensky í þessum viðskiptum. Á myndinni hér að ofan lætur Lukashenko vel að kú af Holstein-kyni sem Moshensky er sagður hafa gefið forsetanum árið 2016.

Lögmenn bresku lögmannsstofunnar Peters & Peters krefjast þess í bréfi til ritstjóra Stundarinnar að Stundin fjarlægi allar greinar sem birst hafa um Aleksander Moshensky, kjörræðismann Íslands og þekktan hvít-rússneskan ólígarka. 

Lögmennirnir sem starfa fyrir Moshensky fullyrða í bréfi sínu að umbjóðandi þeirra telji upplýsingar um sig sem fram kom í greinunum ýmist rangar eða villandi. Auk þess hafi ekki verið rætt við hann í tengslum við greinarskrifin.

Af þeim sökum krefjist Moshensky þess að greinarnar fjórar sem fjölluðu um hann í síðasta tölublaði og á vef Stundarinnar, verði fjarlægðar af vefnum.

Til stuðnings fullyrðingum um að umfjöllun um Moshensky hafi verið röng eða misvísandi, nefna lögmennirnir þá staðreynd að vísað hafi verið til þess að Moshensky hafi ítrekað verið kallaður „veski Lukashenko“, sem sé meiðandi og gefi til kynna að Moshensky tengist spillingu eða óeðlilegum viðskiptaháttum. Lögmennirnir fullyrða ennfremur að vísan til þessa viðurnefnis sé úr lausu lofti gripið og styðjist ekki við annað en nafnlausar heimildir.

Rétt er að taka fram að Moshensky hefur ítrekað á síðastliðnum áratug, verið nefndur ýmist beint eða ásamt hópi annarra, sem einn af „veskjum Lukashenko“ í umfjöllun fjölmiðla, bæði ítrekað í fréttum fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og víðar.  Rétt eins og á heimasíðu Svetlönu Tikhonovskayu

Um mitt síðasta ár tiltók David Kramer, fyrrverandi aðstoðar innanríkisráðherra Bandaríkjanna, nafn Moshensky sérstaklega þegar hann vísaði til „veskja Lukashenko-stjórnarinnar“ sem þyrfti að beita viðskiptaþvingunum í umræðum fyrir mannréttindanefnd bandaríska þingsins.

Í bréfi lögmanna Moshensky er ennfremur fullyrt að í umfjöllun Stundarinnar hafi því verið haldið fram að Moshensky styddi óbeint innrás Rússa í Úkraínu. Það er ekki rétt. Hins vegar sagði Andrei Sannikov, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að hann liti svo á að stuðningur íslenskra stjórnvalda við Aleksander Moshensky, hefði tryggt Lukashenko í sessi og þar með möguleika Rússa á að nýta landið undir innrásina. Natalia Kaliada, stjórnarandstæðingur og meðlimur þess hóps sem sótt hefur á ESB um viðskiptaþvinganir undanfarin áratug, sagði einnig:

„Ísland ætti að skera á öll þessi tengsl. Algjörlega og afgerandi. Það að hann sé enn kjörræðismaður Íslands er ekkert annað en stuðningur við innrásina í Úkraínu, það er bara þannig.“

Lögmennirnir ítreka svo fyrri skýringar Moshenky, sem gerð voru skil í umfjöllunar Stundarinnar, að hann hefði ekki sloppið undan viðskiptaþvingunum ESB af annarri ástæðu en þeirri að ESB hefði áttað sig á því að hann ætti ekkert erindi á slíka þvingunarlista, enda hefði hann ekkert sér til slíkra saka unnið. Hann hefði því ekki þurft aðstoð íslenskra stjórnvalda eða annarra til að losna þaðan, þvert á það sem viðmælendur Stundarinnar hafa sagt.

Stundin hefur svarað kröfu Moshensky og lögmanna hans og hafnað því að fjarlægja greinar sínar um kjörræðismanninnn. Jafnframt hefur viðtalsbeiðni Stundarinnar til Moshensky frá því fyrr í þessari viku, verið ítrekuð. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gyda Wells skrifaði
    Gott hjá ykkur!!!! Haldið áframxxxx
    0
  • Gudmundur Einarsson skrifaði
    Væntanlega vill hann skýra sitt mál og mæta í viðtal hjá íslenskum fjölmiðli, hafi hann einhverja hagsmuni að verja og vill halda tengslum sínum við landið. Fróðlegt væri að heyra hvernig hann greiddi götu fisksölunnar, forðaði frá fjárkúgun og spillingu, hvaða lærdóm íslensk útgerð getur dregið af því.
    2
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Við verðum sem þjóð og allur almenningur að finna og skapa leiðir til að blaðamenn geti notið þeirra grundvallar mannréttinda að finnast þeir vera öruggir.
    Þó við séum ekki alltaf sammála eða sátt við öll efnistök, er um að ræða hornstein lýðræðis og vörslu mannréttinda alls almennings með upplýsingum. Ef við eigum að njóta þess verður að tryggja að blaðamenn geti í eðlilegum og mikilvægum störfum sínum fundið að þeir njóti verndar okkar og samfélagsins.
    Blaðamenn eiga rétt á sjálfri öryggistilfinningunni líka.
    Það felst ógnun í svona erindum frá auðmönnum.
    15
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Þið eruð flott og önnur af 2 frjálsum fjölmiðlum á landinnu takk.
    17
  • Hvað hefur þessi ekki bjargað Vinnslustöðinni frá milljónatuga kröfum og greitt götur íslensks sjávarútvegs með einstökum velvilja og árangri? Eru Íslendingar hættir að kunna að meta alvöru Íslandsvini?
    -14
    • BD
      Bryndís Dagbjartsdóttir skrifaði
      Skynja kaldhæðni í þessu 🤣🤣🤣
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ólígarkinn okkar

Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Úkraínskt orkufyrirtæki flutt af nafni ólígarka í skúffufélag í Smáíbúðahverfinu
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Úkraínskt orku­fyr­ir­tæki flutt af nafni ólíg­arka í skúffu­fé­lag í Smá­í­búða­hverf­inu

Ís­lensk­ur banka­mað­ur, Karl Kon­ráðs­son, er sagð­ur hafa keypt helm­ings­hlut í úkraínsku orku­fyr­ir­tæki ný­ver­ið af Al­eks­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manni Ís­lands og ólíg­arka í Bela­rús. Áð­ur hafði Karl eign­ast breskt fé­lag Mos­hen­skys fyr­ir slikk. Þá og nú átti Mos­hen­sky á hættu að sæta við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla sinna við stjórn­völd í Bela­rús.
Tugir milljarða í skattaskjól í gegnum Smáíbúðahverfið
RannsóknÓlígarkinn okkar

Tug­ir millj­arða í skatta­skjól í gegn­um Smá­í­búða­hverf­ið

Kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Bela­rús hef­ur á und­an­förn­um ár­um flutt tugi millj­arða króna til dul­ar­fulls af­l­ands­fé­lags á Seychell­es-eyj­um með að­stoð fé­lags sem stýrt er úr heima­húsi Reykja­vík. Um er að ræða ávinn­ing af fisk­við­skipt­um og sér­kenni­leg­um lán­veit­ing­um til fyr­ir­tækja kjör­ræð­is­manns­ins í Aust­ur-Evr­ópu, sem allt bend­ir til að séu gerð til að koma hagn­aði und­an skött­um.
Gagnrýndi stjórnvöld fyrir hræsni í málefnum Belarús
FréttirÓlígarkinn okkar

Gagn­rýndi stjórn­völd fyr­ir hræsni í mál­efn­um Bela­rús

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir þing­kona Pírata sak­aði ís­lensk stjórn­völd og ut­an­rík­is­ráð­herra um hræsni, í um­ræð­um um bar­áttu lýð­ræð­is­sinna í Bela­rús á Evr­ópu­ráðs­þing­inu í gær. Ís­lensk stjórn­völd gætu ekki lát­ið sér nægja að sitja fyr­ir á mynd­um og segj­ast styðja stjórn­and­stöðu lands­ins, á sama tíma og þeir hefðu ná­inn sam­verka­mann ein­ræð­is­stjórn­ar­inn­ar í embætti kjör­ræð­is­manns.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Úkraína frysti eignir Moshensky-fjölskyldunnar
FréttirÓlígarkinn okkar

Úkraína frysti eign­ir Mos­hen­sky-fjöl­skyld­unn­ar

Úkraínsk yf­ir­völd eru sögð hafa kyrr­sett eig­ur og fryst banka­reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins Santa Kholod í Kænu­garði. Yf­ir­völd þar telja hví­trúss­nesk fyr­ir­tæki fjár­magna inn­rás Rússa með óbein­um hætti, vegna stuðn­ings ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko. Santa Kholod er hluti af fyr­ir­tækja­keðju Al­eks­and­ers Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­manns Ís­lands, fiskinn­flytj­anda og ólíg­arka í Hvíta-Rússlandi. Sagð­ur hafa skráð fyr­ir­tæki á dótt­ur sína til að verj­ast þving­un­um ESB.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár