Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Loka urðunarstaðnum í þjóðlendunni Bolöldu

Um ára­bil hef­ur ým­is kon­ar úr­gang­ur ver­ið urð­að­ur á urð­un­ar­staðn­um Bol­öldu í heim­ild­ar­leysi. Svæð­ið er skammt frá vatns­vernd­ar­svæði höf­uð­borg­ar­búa. Allt gler End­ur­vinnsl­unn­ar hf. er einnig urð­að þar.

Loka urðunarstaðnum í þjóðlendunni Bolöldu
Grunar að eftirlit hafi brugðist Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, telur líklegt að eftirlit með úrgangi sem losaður hefur verið í Bolöldu hafi ekki verið sem skyldi.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, hefur ákveðið að loka urðunarstaðnum á Bolöldu. Um margra ára skeið hefur ýmis konar úrgangur verið urðaður á svæðinu, sem frá árinu 2019 hefur verið í umsjón forsætisráðuneytisins og skilgreint er sem þjóðlenda. 

Stundin fjallaði ítarlega um málið fyrir stuttu. Endurvinnslan hf. urðar allt að 5 þúsund tonn af gleri, sem neytendur skila til fyrirtækisins í formi drykkjaríláta, árlega á svæðinu. Þá hefur ýmis konar úrgangur, sem ekki er leyfilegt að losa á svæðinu, verið losaður þar.

Elliði staðfestir fyrirhugaða lokun urðunarstaðsins í samtali við Stundina. Lokunin mun taka gildi 1. apríl næstkomandi, eða eftir rúma viku. „Já, við erum að stefna að því að loka Bolöldu frá og með 1. apríl. Þetta gerum við vegna þess að það er í raun og veru enginn samningur í gildi um Bolöldu og það er ekkert efni að fara úr sveitarfélaginu Ölfuss í Bolöldu. Einnig á rekstraraðilinn erfitt með að sinna uppbyggingu á svæðinu. Ef engin breyting verður á þessu þá stefnum við að loka svæðinu þann 1. apríl fyrir efnismóttöku.“

Forsætisráðherra heimsækir BolölduForsætisráðuneytið tók formlega við þjóðlendunni árið 2019.

Mikið magn losað í þjóðlendunni

Á hverjum degi koma 300 vörubílar og losa úrgang við Bolöldu. Oftast er eingöngu einn starfsmaður á svæðinu. Hann sinnir þar eftirliti ásamt því að vinna á jarðýtu sem færir til og sléttar það efni sem losað er. Samkvæmt heimildum Stundarinnar gerist það oft að starfsmaðurinn vísi burt vörubílum með úrgang sem ekki má losa á svæðinu. Engu að síður er ólögmætur úrgangur oft falinn í farmi bíla sem þangað koma og því ómögulegt fyrir einn starfsmann að fylgjast með öllu því sem losað er. „Margir taka sénsinn,“ eins og einn heimildarmaður Stundarinnar orðaði það við blaðamann. „Það eru engar afleiðingar, ef maður er gripinn er manni bara sagt að snúa við svo það er ekkert mál að taka bara sénsinn því það er engin sekt.“ Séu menn gripnir fara þeir einfaldlega upp í Sorpu og borga fyrir úrganginn, sem þeir geta freistað þess að losa frítt í Bolöldu. Elliði segir að eftir lokun urðunarstaðarins muni öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa að leita annað með sinn úrgang sem hefur nú hingað til verið farið með í Bolöldu. Þá verður efni sem ekki má vera á svæðinu fjarlægt. 

„Við erum nú þegar búnir að funda með aðilanum sem er með reksturinn þarna og hann hefur bara í hyggju að skilja vel við svæðið og fjarlægja það efni sem ekki á að vera þarna og verður sent í viðeigandi úrvinnslu. Svo verða bara sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að finna sér annan urðunarstað ef ekki verða breytingar á.“

Segir höfuðborgarsvæðið verði að axla ábyrgð

Þá segir Elliði einnig að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu verði að axla ábyrgð á þeim úrgangi sem hefur verið losaður í Bolöldu.

„Ég get ekki fullyrt um það, en mig grunar það“
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, um hvort eftirlit hafi brugðist á svæðinu

„Við viljum náttúrulega að þau sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem eru að nýta þennan móttökustað, að þau axli ábyrgð á því, efnið er að koma af höfuðborgarsvæðinu. Það er okkur að meinalausu ef þau finna annan stað til þess að urða allt þetta efni, en ef þau ætla sér að senda 250 til 300 bíla á dag þá verða þau að sinna þessu.“

Aðspurður hvort hann telji að eftirlit á svæðinu hafi brugðist segir Elliði að hann gruni það og vill að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu fylgist með svæðinu.

„Ég get ekki fullyrt um það, en mig grunar það og það þurfi að standa betur að eftirlitinu og jafnvel að það sé einhver frá sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu að fylgjast með og sjá um eftirlitið. Til að mynda er vatnsverndarsvæði Kópavogs þarna hliðin á, þess vegna þarf að gera þetta sérstaklega vel.“

Ólögmætur úrgangurÁ svæðinu má sjá úrgang sem ekki má losa á svæðinu eins og plast og málma.

Gjaldfrjáls losun fyrirtækja – sveitarfélögin borga

Það getur verið mjög fjárhagslega hagkvæmt að losa úrgang í þjóðlendunni Bolöldu. Eftir að Sorpa hækkaði verðskrá sína umtalsvert hefur umferðin aukist á staðnum. Þá er engin sýnataka á efni, svo auðvelt er að losa til dæmis olíumengaðan jarðveg eða annað úrgang sem þyrfti að greiða fyrir hjá Sorpu að losa sig við. 

Notist fyrirtæki við urðunarstað Sorpu á Álfsnesi þurfa þeir að greiða fyrir losunina. Getur því umtalsverður sparnaður myndast með því að aka úrgangi upp í Bolöldu. Kostnaður við rekstur Bolöldu er greiddur af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þau greiða fyrirtækinu Fossvélum tugi milljóna króna árlega fyrir að reka urðunarstaðinn. 

Sveitarfélögin greiða fastan kostnað upp á rúmar 10 milljónir króna á ári til Fossvéla ásamt því að borga 50 krónur á hvern rúmmetra sem er losaður á svæðinu. Samningur þess efnis var gerður í febrúar árið 2012 og gilti til eins árs. Þrátt fyrir það er enn greitt eftir honum.

Frá árinu 2015 til 2020 greiddi Reykjavíkurborg 167 milljónir króna, á núvirði, vegna losunar á jarðvegi í Bolöldu. Þá er ótaldar milljónirnar sem hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa einnig greitt vegna losunar á svæðinu.

Snýst um sparnað

Eitt skýrasta dæmið um hvernig fyrirtæki spara sér kostnað með því að urða úrgang við Bolöldu, er af fyrirtækinu Endurvinnslunni hf., sem flestir neytendur kannast við enda fer fyrirtækið með einkarétt á móttöku á flöskum og dósum; svokölluðum skilagjaldsumbúðum.

Það sem fæstir vita er að allar þær glerflöskur sem safnast saman af heimilum fólks og fara þaðan í endurvinnslu, enda í jarðveginum við Bolöldu. Hver ein og einasta glerflaska, eða um 5 þúsund tonn árlega, enda í þjóðlendunni við Bolöldu, samkvæmt samningi Endurvinnslunnar við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

„Okkur finnst þetta metnaðarleysi hjá Endurvinnslunni“
Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfisgæða Reykjavíkurborgar

Endurvinnslan sparar sér 34 milljónir króna á því að fara ekki með glerið í Sorpu, samkvæmt gildandi gjaldskrá. Um 100 þúsund krónur á hverjum degi ársins, samkvæmt því sem Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar hf., sagði í bréfi til Reykjavíkurborgar. 

Endurvinnanlegt glerAllt að fimm þúsund tonn af gleri er losað árlega á svæðinu.

Borgin hefur mótmælt því að glerið sé urðað við Bolöldu en þar sem ákvörðunarvaldið er í Ölfusi hefur borgin lítið um það að segja. Jafnvel þó hún beri kostnaðinn að stórum hluta.

„Bolalda er ekki í landi Reykjavíkur og við höfum ekki með leyfismál þessa móttökustaðar að gera. Við höfum hins vegar sagt Magnúsi hjá Fossvélum að okkur hugnast ekki að flokkuðu gleri frá Endurvinnslunni hf. sé ekið í Bolöldu til urðunar,“ segir í bréfi Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra umhverfisgæða Reykjavíkurborgar, til Helga Lárussonar, framkvæmdastjóra Endurvinnslunnar hf., þar sem hann bendir á að um sé að ræða 100 prósent endurvinnanlegt gler, sem eigi að urða með jarðvegsafgöngum. 

„Okkur finnst þetta metnaðarleysi hjá Endurvinnslunni, að ætla að keyra glerið í Bolöldu til urðunar þegar stefna stjórnvalda er að koma þessu efni til endurvinnslu. Þetta flokkaða endurvinnsluefni er annars eðlis en uppgröftur af framkvæmdasvæðum og mjög líklegt að urðun efnisins fái neikvæða umfjöllun sem muni beinast að sveitarfélögunum. Veit að nágrannar okkar í Kópavoginum eru sömu skoðunar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eiríkur Björnsson skrifaði
    Loksins Drullast til að loka þessu.
    0
  • Loftur Hjálmarsson skrifaði
    ofan við vatnsból borgarinnar eru sett jaðvegur og flöskur með sjúkdómasmiti og málm og efnamengun , virðist rugl frá upphafi enda fokdýrt í eldsneyti , hnatthlýnun, launum og bílasliti að aka þessu þangað frekar en að útbúa urðunarstað í sjó td yst á seltjarnarnesi , við geldinagnes , á skerin í skerjafirði. eða uppfylling f framtíðarflugbrautir og vegi eða landfyllingar undir einhverja starfsemi .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Endurvinnsla á Íslandi

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár