Sergei Roldugin er aðeins einn af fjölmörgum Rússum sem beittir eru þvingunum vegna tengsla sinna við Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þar á meðal er Alisher Usmanov, sem talinn er eiga eignir upp á jafnvirði 2.361 milljarð íslenskra króna. Hann stýrir gríðarstóru fyrirtæki, USM Holdings, sem á fyrirtæki í námugreftri og símafélög, svo sem MegaFon, næststærsta símafélag Rússlands. Hann hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg tengsl við Pútín og sagt þvingunaraðgerðir gegn sér ósanngjarnar.
Athygli vakti svo þegar bæði Bretland og Evrópusambandið settu Roman Abramovich á þvingunarlista. Eignir hans eru metnar á jafnvirði 1.663 milljarða króna. Hann er þekktastur fyrir eignarhald sitt á enska fótboltaliðinu Chelsea FC í Lundúnum. Á undanförnum árum hefur hann dælt jafnvirði milljarða króna inn í félagið og gert það að miklu veldi í alþjóðlegum fótbolta. Fótboltaliðið er meðal þeirra eigna sem hafa verið frystar og er óljóst um afdrif þess. Stuttu áður en eignirnar voru frystar tilkynnti …
Athugasemdir