Umhverfisstofnun telur að laxeldisfyrirtækið Arctic Fish hafi ekki gerst brotlegt við starfsleyfi sitt og að stofnunin þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða vegna „bakteríumottu“ undir sjókvíum fyrirtækisins í Dýrafirði sem myndband náðist af.
Stofnunin fundaði með forsvarsmönnum Arctic Fish strax í kjölfarið á því að Stundin birti myndband og myndir af botninum í Dýrafirði sem kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók í nóvember í fyrra. Þetta segir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Guðrún Stella Árnadóttir, sem svarar erindi blaðsins um málið og aðgerðir stofnunarinnar. Kvíastæðið sem um ræðir í Dýrafirði heitir Gemlufall.
Guðrún Stella segir að stofnunin telji ekki tilefni til að hún framkvæmi eigin sýnatöku á eldissvæðinu. „Nei, þetta er ekki óeðlilegt miðað við þau gögn sem við höfum. Það er ekki óeðlilegt að svona ástand sé beint undir kvíum. Ef þú ferð með hugmyndina upp á land þá er ekki …
Athugasemdir