Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis

Mynd­band sem tek­ið var á 30 metra dýpi und­ir sjóvkví­um í Dýra­firði sýn­ir það sem lík­ast til er hvítt lag af bakt­erí­um. Ein­ung­is er um að ræða ann­að slíka mynd­band­ið sem tek­ið hef­ur ver­ið, svo vit­að sé, segja sér­fræð­ing­ar hjá Hafró. Bakt­erí­urn­ar eru ekki hættu­leg­ar mönn­um en geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar og sýna lík­lega að of mik­ið sé af lax­eldisk­ví­um í firð­in­um og að eld­ið sé ekki sjálf­bært þar að öllu óbreyttu.

Líklega bakteríulag vegna ofauðgunar Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar, Rakel Guðmundsdóttir og Stefán Áki Ragnarsson, segja að myndbandið sýni líklega bakteríulag undir sjókvíum Arctic Fish. Þau segja að búist megi við slíkum bakteríum í sjókvíaeldinu en einnig að einungis einu sinni áður hafi slík „bakteríumotta“ náðst á myndband.

Myndir af hvítu lagi undir kvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á sjávarbotni í Dýrafirði á Vestfjörðum sýna að öllum líkindum bakteríur sem kallast Beggiotoa. Um er að ræða hvítt lag sem liggur á botninum undir kvíunum á um þrjátíu metra dýpi. Kvíarnar sem um ræðir eru á milli Þingeyrar og Gemlufalls. Uppsöfnun á þessum bakteríum getur haft skaðleg áhrif á sjávarbotninn og lífverur sem þar finnast. Þetta segir norski sérfræðingurinn Tom Pedersen, sem starfar við eftirlit með laxeldisiðnaðinum hjá sveitarfélaginu Vestland í suðvesturhluta Noregs.

Pedersen undirstrikar hins vegar að Beggiotoa-bakterían sé ekki hættuleg mönnum  en að hún geti haft slæm áhrif á sjávardýr og gróður. 

„Svona bakteríulag myndast þegar hafstraumar eru veikir samhliða því sem mikið er um lífrænan úrgang“
Tom Pedersen,
norskur sérfræðingur

Hreinsast ekki nægilega vel

Pedersen segir að myndbandið, sem Veiga Grétarsdóttir tók með neðansjávardróna í Dýrafirði, sýni líklega að of mikið laxeldi sé stundað í Dýrafirði og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Víðir Hermannsson skrifaði
  Er ekki gott að fa bacteriurnar.... þær eru að vinna á þessum lífmassa....... Hefur einhver skoðað ástamdið hjá útrásunum frá öllum fiskvinnslum landins....nu eða bræðslunum...... held bara einfaldlega að það finnið það sama þar.
  0
 • ÓY
  Óttar Yngvason skrifaði
  Þessar hamfarir voru fyrirsjáanlegar og margbúið að vara við þeim án þess að
  viðkomandi leyfisstofnanir UHS og MAST hafi tekið tillit til þeirra.
  Þetta stórslys í Dýrafirði með amk. 3000 tonna dauðfiski (líklega meira magni)
  er fyrst og fremst vegna ofsetinna kvía - langt umfram heimildir - auk sjávarkulda
  og sýkinga. Miðað við núverandi markaðsverð 3000 tonna er tjónið amk.
  3 milljarðar, en ekki 1,5 milljarður eins og norski forstjórinn reynir að telja
  fólki trú um. Nú er sýnt að botnmengunin og náttúrutjónið er langtum meira
  en nokkurn grunaði og ekkert heyrist frá eftirlitsstofnunum.
  Ískyggilegar upplýsingar fyrir íslensku bankana sem hafa verið teymdir til að
  veita norsku eigendunum risaupphæðir í afurðalán. Nú eru tryggingarnar horfnar.
  0
 • Jón Ragnarsson skrifaði
  ,,En eldisfyrirtækjunum ber, samkvæmt starfsleyfi, að vakta sín eldissvæði og skila gögnum til Umhverfisstofnunar. Í starfsleyfunum sem Umhverfisstofnun gefur út er gerð krafa um að ástandið megi ekki vera eitthvað ákveðið slæmt því þá þurfi að grípa til aðgerða, meðal annars að hvíla svæðið."

  ,,Umhverfisstofnun er sú ríkisstofnun sem hefur eftirlit með þessum þætti sjókvíaeldisins: Hvort eldissvæði hafi verið hvíld nægilega vel eða ekki. "

  ,,Forstjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten: „Á Íslandi er strangt eftirlit með eldisstarfsemi og er það fyrst og fremst á höndum Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Botnsýni eru tekin af viðurkenndum þriðja aðila þar sem greint er lífríki og ástand eins og lög kveða á um. Ástand botns er ekki hægt að meta eingöngu með myndatöku. Niðurstöður botnsýna eru ávallt sendar eftirlitsstofnunum enda taka þær ákvörðun um hvíldartíma. Félagið fer í hvívetna eftir íslenskum lögum og eru eftirlits- og vöktunarskýrslur aðgengilegar á vef eftirlitsstofnana.“


  Það er verið að segja okkur hérna að ekkert eftirlit er á þessum málum !

  Ekkert !

  Allt í boði sjálfstæðisflokksins !
  4
 • Jónsson Höskuldur skrifaði
  þETTA MYNDBAND SÍNIR SVO EKKI VERÐUR UM VILST ,AÐ ÍSLENDIGAR EIGA EKKI AÐ TAKA SÉNS Á SVONNA MIKILI MEINGUN SEM ER AÐ SÖGN HAFR LÍTT RANSAKAÐ .

  Við sem lifum á fiskveðum sjálbarum (burt séð frá arðráni gráugra manna sem hér stunda fiskveiðar eftir kvótakefi sem ekki gefur þjóðini rétta mynd af okkar aðal utflutnigs vöru, sem er fiskur og að tekjur skila sér ekki til þjóðarinnar )sem hagt er að breita ef þjóðin vill sem er auðsjanlega vilji almennigs .

  Laxeldi í fjörum okkar er áhaeta sem eigin vitiborin maður á að samþykkja.
  Laxeldi í sjó aeti að bana með öllu . Ef menn vilja raekta hér laxx á að gera það á föstu landi þar sem haegt er að nota úrgang til að graeða landið .

  Og nóg er af heitu vatni í slíkt laxeldi eða hvarskonar eldi sjáfarfangs.
  Laxeldi er svo ekki verður um vilst þjóðarmorð á okkar aðal sjálfbeeru veðum á á sjáfarfangi.

  Haetum því alfarið laxledi í sjafarhvíjum sem meiga botnin svo þar þrífst ekker líf .
  <Þar eru menn að taka stórann séns ef einskari graegi og siðblyndu fyrir afkomu þjóðar.

  Menn sem stunda slíka raktun á lasxi eru bara sannir FASISTAR OG LANDRÁÐA MENN SEM EKKI Á AÐ LÍÐA HJÁ SIMENTAÐRI ÞJÓÐ, EINS OG ÍSLENDIGAR STADA SIG AF
  HAETUM ÞESS VEGNA ÖLLU LAXELDI Í SJÓKVÍUM TIL AÐ VERJA LÍFRIKIÐ Í SÓNUM .
  4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár