Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Joðtöflur uppseldar af ótta við beitingu kjarnavopna

Bæti­efna­töfl­ur með joði seld­ust upp hjá Lyfju í síð­ustu viku. Ástæð­an er ótti fólks við geisl­un af völd­um hugs­an­legr­ar notk­un­ar Rússa á kjarna­vopn­um. Joð­töfl­ur verja skjald­kirt­il­inn fyr­ir geisl­un en sök­um fjar­lægð­ar er hæp­ið að nokk­ur þörf sé á notk­un þeirra hér á landi.

Joðtöflur uppseldar af ótta við beitingu kjarnavopna
Hótanir Pútíns hafa áhrif Lítt dulbúnar hótanir Pútíns Rússlandsforseta um mögulega beitingu kjarnavopna hafa haft þau áhrif að Evrópubúar hafa keypt joðtöflur í miklu mæli. Mynd: Mikhail Klimentyev / SPUTNIK / AFP

Joðtöflur hafa selst upp í apótekum hér á landi síðustu daga, sökum ótta fólks við hugsanlega beitingu Rússa á kjarnavopnum. Hið sama á við um fleiri Evrópulönd. Finnska ríkisútvarpið greindi frá því í síðustu viku að joðtöflur væru uppseldar í fjölda apóteka þar í landi og síðastliðinn mánudag þáðu hátt í 30 þúsund Belgar ókeypis joðtöflur í apótekum í Belgíu.

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, sagði í dag að ef þriðja heimsstyrjöldin brytist út myndi kjarnorkuvopnum verða beitt og um gjöreyðingarstríð yrði að ræða. Bætti hann þar enn á þær hótanir sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur haft uppi, meðal annars með því að greina frá því að þær sveitir rússneska hersins sem fari með kjarnorkuvopn hafi verið settar í viðbragðsstöðu.

Varar við gereyðingarstríðiSergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússland, varaði við því í dag að brytist þriðja heimsstyrjöldin út yrði hún háð með kjarnavopnum.

Joð ver skjaldkirtilinn

Joðtöflur eru notaðar þar sem geislun verður til að verja skjaldkirtil fólks gegn henni. „Tilfellið er að þegar geislavirkni verður, eins og til dæmis í Chernobyl slysinu, losnar út í andrúmsloftið geilsvirkt joð. Þá eru joðtöflur notaðar til að fylla skjaldkirtilinn af joði og þá tekur hann miklu minna inn af hinum geislavirka joði,“ segir Ari Jóhannesson innkirtlafræðingur.

Ari Jóhannesson

Geislavirkt joð berst í einhverjum mæli með andrúmslofti og hægt er að anda því að sér en það fer ekki síður í matvæli og vatn. „Hættan er sú að það hafi slæmar heilsufarslegar afleiðingar og valdi til að mynda krabbameini í skjaldkirtli. Það sýndi sig enda eftir slysið í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan, ekki löngu eftir slysið jókst þar krabbamein í skjaldkirtli. Ég hugsa að fólk sem býr í nágrenni kjarnorkuvera til að mynda eigi allt joðtöflur,“ segir Ari enn fremur. Hann telur hins vegar ólíklegt að mikil þörf sé á því fyrir Íslendinga að birgja sig upp af joðtöflum í þessu skyni, en sömu upplýsingar var að fá hjá Geislavörnum ríkisins þegar Stundin leitaði þangað.

Hræðsla fólks við það sem allir vona að verði ekki

Þórbergur Egilsson, sviðsstjóri smásölu og rekstarstjóri verslana Lyfju, segir að það litla sem til hafi verið hjá fyrirtækinu af joðtöflum hafi klárast í síðustu viku. „Það er ekki mikil sala á joðtöflum alla jafna. Við áttum einhverjar smá birgðir en ég held að það hafi horfið í síðustu viku. Ég held ég geti nánast staðfest að það sé búið.“

Þórbergur segir að bæði hafi það verið evrópskir túristar sem staddir voru hér á landi en einnig Íslendingar sem komu í apótek Lyfju og keyptu upp joðtöflur. Af samræðum við fólk megi tengja kaupin beint við hræðslu fólks vegna yfirlýsinga Pútíns Rússlandsforseta um mögulega beitingu kjarnavopna. „Þetta er hræðsla fólks við það sem allir vona að verði ekki og fólk grípur þá til allra mögulegra ráða. Kannski má líka rekja þetta til þess að Rússar tóku yfir Chernobyl og fólk óttast það, af hverju hann ætli að dusta rykið þar. Það var það sem við heyrðum frá einhverjum okkar viðskiptavina.“

„Við áttum einhverjar smá birgðir en ég held að það hafi horfið í síðustu viku“
Þórbergur Egilsson
sviðsstjóri smásölu og rekstarstjóri verslana Lyfju

Þórbergur segir að vissulega verði skoðað sérstaklega að kaupa inn meira af joðtöflum ef aukin eftirspurn sé eftir þeim. Hins vegar eigi þetta ekki bara við á Íslandi hefur alls staðar. „Það er alls staðar verið að kaupa upp joð og það getur verið að það sé hreinlega að verða uppselt á heimsvísu. Þá getur verð auðvitað farið að rísa einnig.“

Spurður hvort hann mæli með því að hinn almenni Íslendingur fylli lyfjaskápa sína af joðtöflum dregur Þórbergur nú nokkuð úr því. „Ég myndi biðja fólk um að kynna sér virkni joðs betur áður en það hleypur út í apótek. Þar sem við erum núna þá höfum við frekar miklar efasemdir um gagnsemi þess í þessum aðstæðum.“

Uppfært 2. mars.

Samkvæmt upplýsingum frá Lyfju er ekki skortur á joðtöflum í landinu þó þær séu uppseldar hjá fyrirtækinu. Umræddar töflur eru unnar úr þara úr Breiðafirði og nægt framboð ætti að vera af þeim hjá birgja. Þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að fá meira magn af umræddum töflum til sölu í apótekunum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þór Saari skrifaði
    Það væri oft óskandi að blaðamenn kynntu sér málin betur í stað þess að skrifa svona sölupistla fyrir lyfsala. á Mánudag var þetta viðtal við varaformann félags lyfjafræðinga á RÚV um joð og gagnsemi þess. https://www.ruv.is/utvarp/spila/samfelagid/23617/7hl5pr/folk-kaupir-jod-til-geislavarna
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár