Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hét Kíiv einhvern tíma Kænugarður?

Hét Kíiv einhvern tíma Kænugarður?
Bræðurnir Ký (eða Kyi), Shchek og Khoryv og systir þeirra Lybid. Nýleg stytta í Kýv.

Höfuðborg Úkrainu, Kíiv, er nú mjög í kastljósi fjölmiðla, því miður. Meðal þeirra spurninga sem þá hafa vaknað er hvað á að kalla borgina, og þá aðallega hvort við ættum ekki hér á Íslandi að kalla hana Kænugarð, enda sé það „fornt heiti borgarinnar“ á norrænum málum.

Í þeirri mannkynssögu sem ég lærði í skóla voru það raunar norrænir menn — víkingar frá Svíþjóð — sem stofnuðu borgina á 8. eða 9. öld þegar þeir tóku að fara í verslunarleiðangra upp eftir fljótunum sem féllu í Eystrasalt austanvert og enduðu inni í miðju því svæði sem nú heitir ýmist Belarús, Úkraína eða Rússland.

Borgin hans Kýs?

Þar drógu þeir skip sín yfir í fljót sem féllu í suður átt í Svartahaf og á einum af áfangastöðum þeirra — þar sem þeir drógu kænur sínar upp á bakkann — þar stofnuðu þeir borgina Kænugarð.

Þetta er meira og minna allt tóm vitleysa. Eins og ég fjallaði um í nýlegum greinum um sögu Úkraínu (sjá má hér, hér og hér), þá stofnuðu norrænir menn alls ekki Kíiv. Borgin var stofnuð á sjöttu öld (eða jafnvel fyrr) þegar slavneskir ættbálkar voru að koma sér fyrir á svæðinu.

Og Kíiv virðist frá upphafi hafa verið heiti borgarinnar. Í þjóðsögum segir frá þremur bræðrum og einni systur sem stofnuðu borgina og hét einn bræðranna Ký og við hann var borgin kennd.

Kýiv = staður (eða garður!) Kýs. Endingin -ev gæti jafnvel merkt kastala eða virki

Þetta er að vísu augljóst dæmi um hvernig þjóðsagan býr til persónur út frá staðarnöfnum sem fólk er hætt að skilja, rétt eins og Rómverjar bjuggu til söguna um Rómúlus og Remus til að skýra nafn borgar sinnar þegar allir voru búnir að gleyma hvað orðið Róm þýddi í því tilviki.

Skektuhöfn?

Þegar norrænir menn fara svo að gera sig gildandi á svæðinu á 9. öld og taka þá völdin í Kíiv um skamma hríð, þá virðast þeir einfaldlega nota það bæjarheiti sem fyrir var, Kíiv, nema í einhverjum tilfellum kunna þeir að hafa þýtt -v endinguna sem „garður“.

Sú ending tók sér altént bólfestu í slavneskum málum þar eystra og sjást þess enn merki í borgarnöfnum eins og NovGOROD og VolgoGRAD (áður Stalíngrad).

Hversu mikið „Kíivgarður“ var notað er óljóst. Sennilega lítið sem ekkert á sínum tíma, en í Kristnisögu sem skrifuð var hér uppá Íslandi mörgum öldum síðar segir þó að Þorvaldur víðförli hafi komið ásamt Stefni félaga sínum til Kænugarðs.

Hafi norrænir menn notað heitið Kænugarður á sínum tíma, þá er að minnsta kosti ljóst að það var afbökun á Kývgarði (garði Kíiv-búa) en ekki vísan til orðsins kæna.

Fyrir nú utan annað, þá mundu norrænir menn aldrei hafa vísað til skipa sinna sem kæna — því kæna þýddi aldrei annað en smáskekta.

Borgin dregur sem sagt EKKI nafn sitt af því af þar hafi kænur verið dregnar á land.

Og borgin „hét“ aldrei Kænugarður í raunverulegum skilningi, nema í bókum uppá Íslandi. 

Árbakki?

Og altént er ljóst að heimamenn í Kíiv hafa aldrei notað orðið Kænugarður í neinum skilningi. Og orðið „heimamenn í Kíiv“ geta í raun aldrei merkt „norrænir menn“. Það er til dæmis ekki rétt í neinum skilningi að norrænir menn hafi „numið“ Kíiv. Höfðingjaætt, sem virðist hafa verið norræn að uppruna, tók að vísu völdin í Kíiv um tíma en hún var aldrei annað en örfámenn yfirstétt og var orðin slavnesk nánast á augabragði.

En hvað þýddi þá Ký, ef það var ekki hin norræna kæna og ekki Ký, einn hinna þriggja bræðra?

Það er einfaldlega ekki vitað. Sagnfræðingurinn Kevin Alan Brook, sem er sérfræðingur í sögu hinna merkilegu Khazara, sem var tyrknesk þjóð er stofnaði öflugt ríki við austanvert Svartahaf á sjöttu öld, hann hefur hins vegar varpað fram þeirri kenningu að Kíiv hafi upphaflega verið verslunarstaður Khazara við sveitirnar í kring og Kíiv sé dregið af tyrkneskættaða orðinu Küi sem merki árbakka.

Miðað við aðstæður í Kíiv væri það mjög rökrétt nafn á bænum sem þar reis. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Claudia Ósk Georgsdóttir skrifaði
    Það gladdi mig mikið að lesa þennan pistil, takk Illugi.
    Ég hef leitað að upplýsingum um nafnið Kænugarð og ástæðum fyrir því að það er notað af mörgum í staðs Kyiv á Íslandi, en lítið fundið, nema þetta hefbundna “Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist þegar í fornum bókmenntum.” (9.3.2014 vísindarvefur.is). Kannski er það út af því að íslenskan er ekki tungumálið mitt upphaflega, en mér hefur fundist furðulegt að nota þetta nafn yfir höfuðborg Kyiv. Það, að eitthvað orð hefur verið notað í fornum tímum, réttlætir ekki endilega notkun þess – af hverju ekki nota það sem er í gildi í Ukraine, þarf endilega gefa því íslensk heiti? Kyiv – svo fallegt nafn og ekki einu sinni erfitt að bera það fram.
    5
  • Ívar Larsen skrifaði
    Kænugarður/Kíev
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu