Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Manndýr og myrkir dagar

Hvað er á döf­inni dag­ana 25. fe­brú­ar til 17. mars?

Manndýr og myrkir dagar

Afturgöngur og nýburar í ljóðheimum

Hvar? Salurinn

Hvenær? 26. mars kl. 15

Aðgangseyrir? Ókeypis

Óðfræðifélagið Boðn heldur málþing þar sem velt verður upp þeirri spurningu hvort fríljóð og hefðbundinn kveðskapur tilheyri ólíkum heimum sem ekki ná saman. Heiti málþingins vísar í þau orð sem Steinn Steinarr lét hafa eftir sér haustið 1950 þegar hann lýsti því yfir að hið hefðbundna ljóðform væri loksins dautt.

Jór 4x4 Nordic

Hvar? Mengi

Hvenær? 4. mars kl. 20.30

Aðgangseyrir? 2.500 kr.

JÓR leikur 4 tónverk frá 4 Norðurlöndum. Saxófónkvartettinn JÓR er skandinavískur hópur sem leikur og kynnir nýja norræna tónlist, bæði klassíska og samtíma.

Flytjendur:
Anja Nedremo - sópran saxófónn
Kathrine Oseid - altó saxófónn
Morten Norheim - tenór saxófónn
Anna Magnusson - baritón saxófónn

Myrkir músíkdagar

Hvar? Harpa, Norræna húsið, Hallgrímskirkja

Hvenær? 1.–8. mars og 11.–12. mars

Aðgangseyrir? 18.500 kr. fyrir passa

Tónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar er ein elsta tónlistarhátíð landsins, stofnuð árið 1980 af Tónskáldafélagi Íslands. Áhersla hátíðarinnar er að flytja og kynna nýja íslenska samtímatónlist og flytjendur, í bland við erlend verk og erlenda flytjendur. 

Einnig er hægt að kaupa miða á einstaka viðburði

Frekari upplýsingar á darkmusicdays.is

Benni Hemm Hemm & The Melting Diamond Band II

Hvar? Mengi

Hvenær? 10. mars kl. 20.30

Aðgangseyrir? 2.500 kr.

Brjálæðingarnir í Benna Hemm Hemm & the Melting Diamond Band gáfu út plötu hjá Mengi Records þann 10. febrúar síðastliðinn. Nú, sléttum mánuði síðar, 10. mars, heldur sveitin útgáfutónleika í Mengi.

Platan verður flutt í heild sinni undir mjög fallegum vídeóverkum sem Helgi Örn Pétursson og Egill Eyjólfsson skópu.

DIMMA - Stórtónleikar í Eldborg

Hvar? Harpa

Hvenær? 12. mars kl. 19.30

Aðgangseyrir? 4.900–12.900 kr.

DIMMA hefur um árabil verið ein allra vinsælasta rokksveit landsins.

Þá hefur sveitin einnig hlotið mikið lof fyrir tónleika sína, sem þykja gríðarlegt sjónarspil og krafturinn og orkan frá þeim lætur engan ósnortinn.

Á tónleikunum í Eldborg verða leikin lög af Þögn ásamt úrvali af eldri lögum og allt lagt í að gera tónleikana að ógleymanlegum viðburði sem enginn rokkunnandi má missa af!

Storytelling + Poetry W/ Electronics | Anna Iachino & Arnold Ludvig

Hvar? Mengi

Hvenær? 17. mars kl. 20.30

Aðgangseyrir? 2.500 kr.

Sagna- og ljóðakvöld með raftónlist.

Anna Iachino flytur ljóð og segir sögur undir tónlist leikinni af Arnold Ludvig frá Færeyjum. Arnold mun spila á bassa, gítar, midi-hljómborði og pedala.

Anna fléttar inn eigin hljóðum sem hún framkallar með hreyfingum fóta sinna og beitingu raddarinnar þegar hún flytur ljóðin.

Manndýr  barnasýning

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 13. mars kl. 13 og kl. 15.30

Aðgangseyrir? 3.100 kr.

Manndýr er þátttökusýning um hlutverk mannsins út frá sjónarhorni barna. Í sýningunni er samband barna og fullorðinna skoðað og spurningunni um hlutverk þeirra innan heimsins velt upp. Af hverju er maðurinn til? Af hverju er barn til? Hvað gera þau og til hvers?

Kanarí 

Hvar? Þjóðleikhúsið

Hvenær? 10. og 17. mars

Aðgangseyrir? 4.990 kr.

Glæný og bráðfyndin sketsasýning.

Kanarí er hópur grínista, leikara, sviðs- og handritshöfunda sem hefur gert garðinn frægan með samnefndum sketsaþáttum á RÚV. Sýningin er sketsasýning og því er framvindan ekki heilsteypt heldur eru sagðar stuttar sögur af fjölbreyttu fólki í alls kyns aðstæðum.

Landsþing hinsegin fólks 

Hvar? Iðnó

Hvenær? 4.–5. mars

Aðgangseyrir? Ókeypis!

Kæra hinsegin samfélag og aðrir gestir! Hjartanlega velkomin á landsþing hinsegin fólks, 4.–5. mars næstkomandi. Fjöldi viðburða, fræðsla, pallborða, erinda og skemmtiatriða. Loksins fáum við að hittast aftur, ekki missa af tækifærinu.

Moses Hightower á Húrra

Hvar? Húrra

Hvenær? 10. mars

Aðgangseyrir? 3.500 krónur

Árið er 2022. Takttegundin er 6/8. Tungumálið er íslenska, líkamstjáningin takmörkuð og hljóðstyrkur hóflegur, en staðurinn er Húrra og loftið er fílingsmettað. Þig langar svo ofboðslega að klappa, en lætur frá þér snöggt „vú!“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár