Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

670. spurningaþraut: Þá er komið hér mannkynssögupróf!

670. spurningaþraut: Þá er komið hér mannkynssögupróf!

Þemaþraut, úr því tala þrautarinnar endar á núlli. Hér eru því komnar mannkynssöguspurningar, nokkuð almenns eðlis.

Fyrri aukaspurning:

Rétt eftir að myndin hér að ofan var tekin, hvað gerðist þá?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var forseti Rússlands næstur á undan Vladimír Pútin árið 1999?

2.  Simeon Borisov von Saxe-Coburg-Gotha varð keisari í landi einu þegar hann var sex ára en var svo hrakinn frá völdum aðeins tveim árum síðar. Þá var árið 1946. Árið 2001 sneri hann aftur og varð þá forsætisráðherra í landinu þar sem hann hafði áður verið keisari. Hvaða land er þetta?

3.  Hvað hét fyrsta konan sem varð forsætisráðherra Bretaveldis?

4.  Í þróuðu vestrænu lýðræðisríki fengu konur ekki kosningarétt fyrr en árið 1971 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvaða ríki var svo aftarlega á merinni í kvenréttindamálum?

5.  Liliʻuokalani hét drottning í ríki einu en henni var hrundið frá völdum árið 1893 og ríkið varð síðan hluti Bandaríkjanna. Í hvaða landi var Lili'uokalani drottning?

6.  Hver var „stóra Bertha“ sem kom við sögu í fyrri heimsstyrjöldinni?

7.  Luddítar svonefndir voru upphaflega herskáir vefarar á Bretlandi á fyrri hluta 19. aldar en nafnið er nú notað almennt yfir þá sem ... ja, sem hvað?

8.  Þjóðverjinn Matthias Rust tryggði sér neðanmálsgrein í mannkynssögunni árið 1987 þegar hann ... ja, hvað gerði hann?

9.  Hver var höfuðborg hinna svonefndu Abbasída?

10.  Sagnfræðingar tala stundum um Býsans-ríkið sem eitt af stórveldum heimsins öldum saman. Það er nafn sem þeir hafa sjálfir fundið upp til hagræðingar yfir ríki sem var í rauninni ... ?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá feðgin sem bæði urðu æðstu valdamenn í landi sínu. Hvað hétu þau? Hafa verður bæði eftirnöfn þeirra rétt. Lárviðarstig fæst hins vegar ef fólk hefur skírnarnafn föðurins hárrétt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jeltsín.

2.  Búlgaría.

3.  Thatcher.

4.  Sviss.

5.  Havaí.

6.  Fallbyssa.

7.  Þá sem eru á móti aukinni vélvæðingu og/eða sjálfvirkni í atvinnulífi.

8.  Lenti flugvél sinni við Rauða torgið í Moskvu.

9.  Bagdad,

10.  Austurrómverska ríkið — ríkið sem eftir stóð þegar Rómaveldi í vestri féll.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndin var tekin rétt áður en John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur.

Á seinni myndinni eru Jawaharlal Nehru og dóttir hans Indira Gandhi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár