Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

670. spurningaþraut: Þá er komið hér mannkynssögupróf!

670. spurningaþraut: Þá er komið hér mannkynssögupróf!

Þemaþraut, úr því tala þrautarinnar endar á núlli. Hér eru því komnar mannkynssöguspurningar, nokkuð almenns eðlis.

Fyrri aukaspurning:

Rétt eftir að myndin hér að ofan var tekin, hvað gerðist þá?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var forseti Rússlands næstur á undan Vladimír Pútin árið 1999?

2.  Simeon Borisov von Saxe-Coburg-Gotha varð keisari í landi einu þegar hann var sex ára en var svo hrakinn frá völdum aðeins tveim árum síðar. Þá var árið 1946. Árið 2001 sneri hann aftur og varð þá forsætisráðherra í landinu þar sem hann hafði áður verið keisari. Hvaða land er þetta?

3.  Hvað hét fyrsta konan sem varð forsætisráðherra Bretaveldis?

4.  Í þróuðu vestrænu lýðræðisríki fengu konur ekki kosningarétt fyrr en árið 1971 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvaða ríki var svo aftarlega á merinni í kvenréttindamálum?

5.  Liliʻuokalani hét drottning í ríki einu en henni var hrundið frá völdum árið 1893 og ríkið varð síðan hluti Bandaríkjanna. Í hvaða landi var Lili'uokalani drottning?

6.  Hver var „stóra Bertha“ sem kom við sögu í fyrri heimsstyrjöldinni?

7.  Luddítar svonefndir voru upphaflega herskáir vefarar á Bretlandi á fyrri hluta 19. aldar en nafnið er nú notað almennt yfir þá sem ... ja, sem hvað?

8.  Þjóðverjinn Matthias Rust tryggði sér neðanmálsgrein í mannkynssögunni árið 1987 þegar hann ... ja, hvað gerði hann?

9.  Hver var höfuðborg hinna svonefndu Abbasída?

10.  Sagnfræðingar tala stundum um Býsans-ríkið sem eitt af stórveldum heimsins öldum saman. Það er nafn sem þeir hafa sjálfir fundið upp til hagræðingar yfir ríki sem var í rauninni ... ?

***

Seinni aukaspurning:

Hér má sjá feðgin sem bæði urðu æðstu valdamenn í landi sínu. Hvað hétu þau? Hafa verður bæði eftirnöfn þeirra rétt. Lárviðarstig fæst hins vegar ef fólk hefur skírnarnafn föðurins hárrétt!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Jeltsín.

2.  Búlgaría.

3.  Thatcher.

4.  Sviss.

5.  Havaí.

6.  Fallbyssa.

7.  Þá sem eru á móti aukinni vélvæðingu og/eða sjálfvirkni í atvinnulífi.

8.  Lenti flugvél sinni við Rauða torgið í Moskvu.

9.  Bagdad,

10.  Austurrómverska ríkið — ríkið sem eftir stóð þegar Rómaveldi í vestri féll.

***

Svör við aukaspurningum:

Fyrri myndin var tekin rétt áður en John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var myrtur.

Á seinni myndinni eru Jawaharlal Nehru og dóttir hans Indira Gandhi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár