Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir sú þraut sem hér að ofan sést?
Þið fáið svo sérstakt aukastig, kennt við Ásmund Helgason, ef þið leysið þrautina.
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða stríði lauk 30. apríl 1975?
2. Í hvaða landi er héraðið Toskana?
3. Skáldsaga ein sem byrjaði að koma út árið 1913 hefst á setningu sem má þýða svona: „Lengi vel fór ég alltaf snemma í háttinn.“ Hver var höfundur þeirrar sögu?
4. „Dennis the Menace“ er amerískur teiknimyndadrengur sem kunnur er fyrir hrekkjabrögð og sniðugheit. Hann er víst enn við lýði en velmektardagar hans voru þó á árum 1960-1980 þegar ævintýri hans birtust víða um heim, þar á meðal í íslensku dagblaði. Einnig voru gerðir sjónvarpsþættir og kvikmyndir um hann. Hvað var Dennis the Menace kallaður á íslensku?
5. Í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni snerist einn þráðurinn um dóttur sem Grímur togaraskipstjóri hafði eignast framhjá eiginkonu sinni en eiginkonan „rændi“ svo dótturinni, að segja má. Hvað nefndist dóttirin í sjónvarpsþáttunum?
6. En hvað heitir persónan sem Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, leikur í þáttunum?
7. Hvaða fyrirbæri er andarnefja?
8. Hver var Bandaríkjaforseti á undan Barack Obama?
9. Hvað heitir allstór eyja tæpa 600 kílómetra norður af Íslandi sem tilheyrir Noregi?
10. Assassin's Creed. Hvað er það?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Víetnam-stríðinu.
2. Ítalíu.
3. Proust.
4. Denni dæmalausi.
5. Sæunn.
6. Einar.
7. Hvalategund.
8. Bush.
9. Jan Mayen.
10. Tölvuleikur.
***
Svör við aukaspurningum:
Þrautin nefnist sudoku.
Konan heitir Páley Borgþórsdóttir. Þið fáið rétt þótt þið segi Bergþórsdóttir en ekki Borgþórs.
Athugasemdir