Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

671. spurningaþraut: Hvað heitir dóttir Gríms skipstjóra?

671. spurningaþraut: Hvað heitir dóttir Gríms skipstjóra?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú þraut sem hér að ofan sést?

Þið fáið svo sérstakt aukastig, kennt við Ásmund Helgason, ef þið leysið þrautina.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða stríði lauk 30. apríl 1975?

2.  Í hvaða landi er héraðið Toskana? 

3.  Skáldsaga ein sem byrjaði að koma út árið 1913 hefst á setningu sem má þýða svona: „Lengi vel fór ég alltaf snemma í háttinn.“ Hver var höfundur þeirrar sögu?

4.  „Dennis the Menace“ er amerískur teiknimyndadrengur sem kunnur er fyrir hrekkjabrögð og sniðugheit. Hann er víst enn við lýði en velmektardagar hans voru þó á árum 1960-1980 þegar ævintýri hans birtust víða um heim, þar á meðal í íslensku dagblaði. Einnig voru gerðir sjónvarpsþættir og kvikmyndir um hann. Hvað var Dennis the Menace kallaður á íslensku?

5.  Í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni snerist einn þráðurinn um dóttur sem Grímur togaraskipstjóri hafði eignast framhjá eiginkonu sinni en eiginkonan „rændi“ svo dótturinni, að segja má. Hvað nefndist dóttirin í sjónvarpsþáttunum?

6.  En hvað heitir persónan sem Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, leikur í þáttunum?

7.  Hvaða fyrirbæri er andarnefja?

8.  Hver var Bandaríkjaforseti á undan Barack Obama?

9.  Hvað heitir allstór eyja tæpa 600 kílómetra norður af Íslandi sem tilheyrir Noregi?

10.  Assassin's Creed. Hvað er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Víetnam-stríðinu.

2.  Ítalíu.

3.  Proust.

4.  Denni dæmalausi.

5.  Sæunn.

6.  Einar.

7.  Hvalategund.

8.  Bush.

9.  Jan Mayen.

10.  Tölvuleikur.

***

Svör við aukaspurningum:

Þrautin nefnist sudoku.

Konan heitir Páley Borgþórsdóttir. Þið fáið rétt þótt þið segi Bergþórsdóttir en ekki Borgþórs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár