Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

671. spurningaþraut: Hvað heitir dóttir Gríms skipstjóra?

671. spurningaþraut: Hvað heitir dóttir Gríms skipstjóra?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sú þraut sem hér að ofan sést?

Þið fáið svo sérstakt aukastig, kennt við Ásmund Helgason, ef þið leysið þrautina.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða stríði lauk 30. apríl 1975?

2.  Í hvaða landi er héraðið Toskana? 

3.  Skáldsaga ein sem byrjaði að koma út árið 1913 hefst á setningu sem má þýða svona: „Lengi vel fór ég alltaf snemma í háttinn.“ Hver var höfundur þeirrar sögu?

4.  „Dennis the Menace“ er amerískur teiknimyndadrengur sem kunnur er fyrir hrekkjabrögð og sniðugheit. Hann er víst enn við lýði en velmektardagar hans voru þó á árum 1960-1980 þegar ævintýri hans birtust víða um heim, þar á meðal í íslensku dagblaði. Einnig voru gerðir sjónvarpsþættir og kvikmyndir um hann. Hvað var Dennis the Menace kallaður á íslensku?

5.  Í sjónvarpsþáttunum Verbúðinni snerist einn þráðurinn um dóttur sem Grímur togaraskipstjóri hafði eignast framhjá eiginkonu sinni en eiginkonan „rændi“ svo dótturinni, að segja má. Hvað nefndist dóttirin í sjónvarpsþáttunum?

6.  En hvað heitir persónan sem Guðjón Davíð Karlsson, eða Gói, leikur í þáttunum?

7.  Hvaða fyrirbæri er andarnefja?

8.  Hver var Bandaríkjaforseti á undan Barack Obama?

9.  Hvað heitir allstór eyja tæpa 600 kílómetra norður af Íslandi sem tilheyrir Noregi?

10.  Assassin's Creed. Hvað er það?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Víetnam-stríðinu.

2.  Ítalíu.

3.  Proust.

4.  Denni dæmalausi.

5.  Sæunn.

6.  Einar.

7.  Hvalategund.

8.  Bush.

9.  Jan Mayen.

10.  Tölvuleikur.

***

Svör við aukaspurningum:

Þrautin nefnist sudoku.

Konan heitir Páley Borgþórsdóttir. Þið fáið rétt þótt þið segi Bergþórsdóttir en ekki Borgþórs.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
5
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár