Þar sem 666 er kölluð „tala djöfulsins“ þá snúast spurningarnar hér allar um sitthvað sem lýtur að honum.
Á efri myndinni er hluti af málverki sem hollenskur málari málaði af heimili djöfulsins, sjálfu helvíti. Hvað hét málarinn?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða bók var það annars sem 666 var fyrst kallað númer andskotans? Svarið þarf að vera nákvæmt.
2. Í íslenskri þjóðsögu snýr kona nokkur á bæði kölska og handhafa himnisríkisvaldsins, þegar henni tekst að koma látnum eiginmanni sínum í himnaríki þótt kölski hafi ætlað sér hann. Hvað kallast þessi þjóðsaga?
3. Í frægi skáldsögu segir frá því þegar djöfullinn kemur með föruneyti sitt til Moskvu og setur þar allt upp í loft. Hvað heitir sagan?
4. Hvað hét ítalska skáldið sem orti um helvíti kringum aldamótin 1300?
5. Hvað heitir leikarinn sem hér leikur andskotann í kvikmyndinni Angel Heart?
6. „Skrattinn fór að skapa mann ...“ segir í þjóðvísunni, en honum tókst heldur illa til. Hvað skapaði hann óvart í staðinn?
7. Hvar á Íslandi var sagt að inngangur helvítis væri?
8. Hvað er Tasmaníudjöfull? Er það: Hefndarguð Tasmaníumanna — pokadýr — djúpsjávarfiskur — pyntingatæki frá miðöldum — fugl af spörfuglaætt með klofna tungu?
9. Hvað merkir að gefa dauðann og djöfulinn í eitthvað?
10. En í hverju gengur djöfullinn?
***
Seinni aukaspurning:
Hér er dauðinn til vinstri, og ég spyr um hann því hann er svo ansi djöfullegur í þeirri bíómynd sem hér um ræðir. En hvað er hann að gera á þessu skjáskoti?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Opinberunarbók Jóhannesar í Nýja testamentinu.
2. Sálin hans Jóns míns.
3. Meistarinn og Margaríta.
4. Dante.
5. Robert de Niro.
6. Kött. Kötturinn var skinnlaus en það þarf ekki að taka fram.
7. Í Heklu.
8. Pokadýr.
9. Gefa skít í eitthvað.
10. Prada.
***
Á efri myndinni er hluti af málverki Bosch.
Á neðri myndinni er dauðinn að hefja skák í bíómynd Bergmans, Sjöunda innsiglinu.
Athugasemdir