Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

666. spurningaþraut: Hér er spurt um pokurinn!

666. spurningaþraut: Hér er spurt um pokurinn!

Þar sem 666 er kölluð „tala djöfulsins“ þá snúast spurningarnar hér allar um sitthvað sem lýtur að honum.

Á efri myndinni er hluti af málverki sem hollenskur málari málaði af heimili djöfulsins, sjálfu helvíti. Hvað hét málarinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða bók var það annars sem 666 var fyrst kallað númer andskotans? Svarið þarf að vera nákvæmt.

2.  Í íslenskri þjóðsögu snýr kona nokkur á bæði kölska og handhafa himnisríkisvaldsins, þegar henni tekst að koma látnum eiginmanni sínum í himnaríki þótt kölski hafi ætlað sér hann. Hvað kallast þessi þjóðsaga?

3.  Í frægi skáldsögu segir frá því þegar djöfullinn kemur með föruneyti sitt til Moskvu og setur þar allt upp í loft. Hvað heitir sagan?

4.  Hvað hét ítalska skáldið sem orti um helvíti kringum aldamótin 1300?

5.  Hvað heitir leikarinn sem hér leikur andskotann í kvikmyndinni Angel Heart?

6.  „Skrattinn fór að skapa mann ...“ segir í þjóðvísunni, en honum tókst heldur illa til. Hvað skapaði hann óvart í staðinn?

7.  Hvar á Íslandi var sagt að inngangur helvítis væri?

8.  Hvað er Tasmaníudjöfull? Er það: Hefndarguð Tasmaníumanna — pokadýr — djúpsjávarfiskur — pyntingatæki frá miðöldum — fugl af spörfuglaætt með klofna tungu?

9.  Hvað merkir að gefa dauðann og djöfulinn í eitthvað? 

10. En í hverju gengur djöfullinn? 

***

Seinni aukaspurning:

Hér er dauðinn til vinstri, og ég spyr um hann því hann er svo ansi djöfullegur í þeirri bíómynd sem hér um ræðir. En hvað er hann að gera á þessu skjáskoti?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Opinberunarbók Jóhannesar í Nýja testamentinu.

2.  Sálin hans Jóns míns.

3.  Meistarinn og Margaríta.

4.  Dante.

5.  Robert de Niro.

6.  Kött. Kötturinn var skinnlaus en það þarf ekki að taka fram.

7.  Í Heklu.

8.  Pokadýr.

9.  Gefa skít í eitthvað.

10.  Prada.

***

Á efri myndinni er hluti af málverki Bosch.

Á neðri myndinni er dauðinn að hefja skák í bíómynd Bergmans, Sjöunda innsiglinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár