Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

664. spurningaþraut: Hver er að horfa á mörgæsir?

664. spurningaþraut: Hver er að horfa á mörgæsir?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hversu hátt er undir stöngina í venjulegu fótboltamarki? Eru það 1,68 metrar — 2,00 metrar — 2,44 metrar — eða 3,12 metrar?

2.  Ísafjarðarbær varð til árið 1996 fjórir þéttbýlisstaðir sameinuðust Ísafirði. Nefnið þrjá þeirra!

3.  Árið 1985 var ung íslensk stúlkan valin Ungfrú heimur. Hvað heitir hún?

4.  'Ndrangheta er óformlegt nafn á óformlegum samtökum í tilteknu Evrópulandi. Ýmislegt er á huldu um 'Ndrangheta, en yfirleitt teljast samtökin ein af undirdeildum ... hvaða samtaka?

5.  Hvað heitir forsætisráðherra Svíþjóðar?

6.  Í hverri hinna núverandi heimsálfa bjó Tyrannosaurus Rex?

7.  Árið 1924 var í fyrsta sinn haldinn ákveðinn viðburður og hefur farið mjög reglulega fram síðan. Þetta gerðist í Chamonix í Frakklandi laust eftir áramót. Atburðurinn vekur yfirleitt mikla athygli þótt stöku sinnum blandist stjórnmálaþrætur inn í atburðarásina. Hvaða atburður var þetta sem uphófst þarna?

8.  Hvað kallaðist graðhestaskyr?

9.  Í hvaða landi er borgin Dortmund?

10.  Bing, Buffay, Geller, Green, Scully og Tribbiani. Hvaða nafn á ekki heima í þessari röð?

***

Seinni aukaspurning:

Hvern þekkiði hér að horfa á mörgæsir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  2,44 metrar.

2.  Suðureyri, Þingeyri, Hnífsdalur og Flateyri. Hafa þarf þrjú rétt.

3.  Hólmfríður Karlsdóttir.

4.  Ítölsku mafíunnar. Þessi deild er upprunnin í Kalabríu.

5.  Magdalena Andersson.

6.  Norður-Ameríku.

7.  Fyrstu vetrarólympíuleikarnir.

8.  Kekkjótt skyr.

9.  Þýskalandi.

10.  Scully. — Hin nöfnin fimm eru nöfn á persónum í sjónvarpsþáttaröðinni Friends en Scully kemur úr X-Files. Ekki er þó nauðsynlegt að hafa það allt á hreinu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jill Biden forsetafrú í Bandaríkjunum.

Á neðri myndinni er Elísabet, síðar Bretadrottning, önnur frá hægri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár