„Í okkar skilningi er ekki um ofrukkanir að ræða,“ segir Eggert Þór Kristófersson, forstjóri almenningshlutafélagsins Festar, í svari við þeirri spurningu af hverju N1 Rafmagn ætli bara að endurgreiða ákveðnum viðskiptavinum sínum hluta rafmagnskostnaðar þeirra fyrir síðustu tvo mánuði. Festi á N1 og N1 Rafmagn sem selur neytendum rafmagn í smásölu.
Um er að ræða þá viðskiptavini N1 Rafmagns sem komið hafa til fyrirtækisins í gegnum þrautavaraleiðina svokölluðu. Þeir hafa greitt allt að 75 prósent hærra verð fyrir rafmagn en lægsta, birta verð fyrirtækisins, eins og Stundin hefur fjallað um.
Það er einmitt á grundvelli þessa verðs sem N1 Rafmagn hefur fengið þessa viðskiptavini til sín í gegnum Orkustofnun þar sem N1 Rafmagn hefur verið valinn orkusali til þrautavara þrívegis frá miðju ári 2020. Þeir neytendur …
Athugasemdir (3)