Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Þrjár konur segja frá ofbeldi fjallaleiðsögumanns

Styrktarað­il­ar hafa hver á fæt­ur öðr­um snú­ið baki við fjalla­leið­sögu­manni í kvöld eft­ir að fyrr­ver­andi kær­asta sagði frá of­beld­is­reynslu af hon­um, sem aðr­ar kon­ur taka und­ir. „Í tvö ár var ég í of­beld­is­sam­bandi með manni sem um þess­ar mund­ir fer mik­ið fyr­ir í fjalla­heim­in­um,“ seg­ir kon­an.

Þrjár konur segja frá ofbeldi fjallaleiðsögumanns
Jöklaferð Myndin tengist ekki efni fréttarinnar með beinum hætti. Mynd: Shutterstock

Fjöldi fyrirtækja hefur dregið til baka samstarf sitt við Instagram-ljósmyndara og fjallaleiðsögumanns í kvöld eftir að kona sagði frá reynslu sinni af alvarlegu ofbeldi. 

Konan lýsti því að hann hefði nálgast hana og fleiri konur sem fararstjóri í fjallaferðum, að hann hafi setið um hana, beitt hana líkamlegu ofbeldi og hótað ítrekað að svipta sig lífi. Hún kallar þennan tíma þann myrkasta í sínu lífi og aðrar taka undir. Stundin vísar í frásögn hennar af umræðuhópi á Facebook um útivist fyrir konur með hennar leyfi.

„Í tvö ár var ég í ofbeldissambandi með manni sem um þessar mundir fer mikið fyrir í fjallaheiminum. Ég var beitt miklu andlegu ofbeldi sem einnig var á tímum líkamlegt og kynferðislegt.  Þessi aðili hefur upp á síðkastið hrökklast úr starfi sem leiðsögumaður frá tveimur fyrirtækjum og er nú að því er virðist að einbeita sér að sínu eigin fyrirtæki. Þar bíður hann upp á verkefni og ferðir ásamt því að vera styrktur af ýmis fyrirtækjum út í bæ,“ segir konan. 

Hún naut velgengni í störfum sínum og stóð styrkum fótum í lífinu, en eftir sambandið hefur hún þurft að byggja sig upp að nýju. Hluti af þeirri vinnu er að segja söguna.

„Ég og aðrar konur - við erum fleiri en ein, tvær og þrjár - höfum síðustu ár þurft að horfa upp á ofbeldismann okkar taka ítrekað fyrir ný fórnarlömb ásamt því að sjá bæði andlit hans og nafn prýða hina ýmsu miðla og koma fram í auglýsingum. Slíkt vekur eðlilega upp slæmar tilfinningar, og sem dæmi í mínu tilfelli áfallastreitu. Þá hef ég einnig óttast öryggi mitt og öryggi fjölskyldu og vina og því kosið að segja mína sögu á annan hátt en opinberlega.

Þekktar aðferðir í ofbeldissamböndum

Hún kynntist honum í fjallaferð á hans vegum.  Fljótlega bar á því að hann sakaði hana ítrekað um framhjáhald, og jafnvel vændi.

Hann beitti þekktum aðferðum við að einangra hana og hótaði meðal annars að svipta sig lífi ef hún kæmi ekki að hitta hann strax.

„Þessa tækni notaði hann oft, sérstaklega ef ég var að fara að umgangast annað fólk. Hann vildi stjórna nákvæmlega hver var í mínu lífi og hvar ég var. Helst átti ég ekki að umgangast neinn nema hann. Sú var oft raunin þar sem ég einangraðist mikið á tímabili og hætti að hitta ákveðna vini af ótta við hans viðbrögð. Mér fannst ég vera að gera eitthvað rangt ef ég hitti góða vina mína sem hann kunni ekki við.“

Hún segir manninn hafa meinað henni að setja myndir af honum á Instagram, jafnvel eftir eins og hálfs árs samband. Síðar átti hún eftir að átta sig á ástæðunni. „Þarna var hann með mig blockaða - sturlað ég veit – kærastinn minn blockaði mig á Instagram svo ég gæti ekki séð hvað hann var að gera -  en samt sá hann story-ið mitt innan 10 sekúndna og gekk á mig. Við rifumst og ég spurði af hverju, eftir eitt og hálft ár, það væri nú ekki í lagi. Þarna var ég og viðhaldið hans að followa hvor aðra.“

Sjálfsvígshótun eftir Instagramfærslu

Afleiðing myndbirtingarinnar var sjálfsvígshótun. „Hann hótaði að drepa sig ef ég myndi ekki taka þetta strax út. Ég held að ég hafi á þessum tíma sett myndina inn til að komast nær sannleikanum, vildi fá viðbrögð ef það væru fleiri konur sem hann væri að sækja í,“ segir hún.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár