Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Þingkona lýsir misnotkun manns sem tók á móti henni í meðferð

„Þetta er mín saga,“ seg­ir Jó­dís Skúla­dótt­ir, þing­kona Vinstri grænna, sem kall­ar eft­ir að­gerð­um varð­andi starf­semi SÁÁ. „Ég hef heyrt ótelj­andi aðr­ar, orð­ið vitni af enn öðru.“

Þingkona lýsir misnotkun manns sem tók á móti henni í meðferð
Jódís Skúladóttir Eftir reynslu sína af SÁÁ ákvað hún að taka þátt í að stofna Rótina, félag um velferð og lífsgæði kvenna. Mynd: VG

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, lýsir því þegar maður sem misnotaði yfirburðastöðu sína gagnvart henni tók síðan á móti henni þegar hún var send á Staðarfell í eftirmeðferð. Hún segir að nú sé nóg komið og kallar eftir aðgerðum því „hvert ömurlega málið hafi rekið annað árum saman innan SÁÁ“.

„Þegar ég mætti með rútunni í eftirmeðferð á Staðarfell í Dölum tók á móti mér maður sem var kanóna innan SÁÁ, sá sami hafði misnotað yfirburðaðstöðu sína gagnvart mér þrem árum fyrr. Ég hafði þá verið 17 ára, hann 30 ára. Hann, edrú, gaf mér áfengi, káfaði á mér og tróð tungunni upp í mig. Ég forðaði mér en hann mætti heim til mín um nóttina og vildi komast inn.“

Hún segir að þegar fundum þeirra hafi borið saman á sólríkum sumardegi í Dölunum þremur árum síðar hafi maðurinn kallað hana afsíðis og spurt hvort þau „væru ekki bara ok?“ Það kæmi sér illa fyrir þau bæði að vera eitthvað að ræða þetta. „Þetta er mín saga. Ég hef heyrt óteljandi aðrar, orðið vitni af enn öðru.“

„Mér blöskraði svo óendanlega margt í starfsemi og hugmyndafræði innan SÁÁ.“
Jódís Skúladóttir

Þetta kemur fram í Facebook-færslu sem Jódís birti í gærkvöldi. Þar segist hún þekkja vel til, sem skjólstæðingur, aðstandandi og starfsmaður til skamms tíma, en hún er jafnframt stofnfélagi í Rótinni - félagi um velferð og lífsgæði kvenna. „Ástæðan fyrir því að ég mætti á stofnfund var fyrst og fremst að mér blöskraði svo óendanlega margt í starfsemi og hugmyndafræði innan SÁÁ. Fyrst og fremst það sem snýr að konum og börnum og þau rótgrónu kvenfjandsamlegu og karllægu gildi sem ríktu innan samtakanna.“

Þá segir hún að margir eigi SÁÁ margt að þakka, þar á meðal hún sjálf. Um sé að ræða öflugt meðferðarúrræði en þegar fólk eigi líf sitt að launa úrræði sem það hefur leitað til í góðri trú sé erfitt og sárt að taka undir gagnrýni á starfsemina. Starfsfólk mæti til starfa af heilindum og sinni sjúklingum af alúð á hverjum degi. En yfirmannahrókeringar dugi hins vegar ekki til á meðan menningin breytist ekki. „Eins og aðra heilbrigðisþjónustu eigum við á Íslandi að reka öflugt opinbert kerfi hvar byggt er á klínískri menntun og nýjustu rannsóknum og vísindum. Opinbert eftirlit, opinber fjármál, opinber rannsókn ásakana um ofbeldi,“ segir Jódís. „Það er bara tímabært að við sem samfélag horfumst í augu við að heilbrigðisþjónustu ætti ekki að reka af frjálsum félagasamtökum án þess að nokkurra spurninga sé spurt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    joiragg, þú ert kjáni. Það er ekki þannig sem hlutirnir gerast.
    0
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    joiragg ertu enn ekkert farinn að fatta að þetta er ekki lengur í boði til að þagga niður umræðu?
    0
  • BS
    Bylgja Sigurjónsdóttir skrifaði
    Joiragg,hún er ekki “þingkona” hún er þingkona .

    Væntanlega kemur meira fram á næstunni svo þú skalt ekki örvænta.
    0
  • Jóhannes Ragnarsson skrifaði
    Það minnsta sem þessi ,,þingkona" getur gert er nafngreina meintan dólg svo aðrir starfsmenn Staðarfells liggi ekki undir grun.
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rannsókn á SÁÁ

Stjórnendur SÁÁ bera ábyrgð á þjónustunni en ekki starfsfólkið segir forstjóri SÍ
Fréttir

Stjórn­end­ur SÁÁ bera ábyrgð á þjón­ust­unni en ekki starfs­fólk­ið seg­ir for­stjóri SÍ

María Heim­is­dótt­ir, for­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir að nið­ur­staða í máli SÁÁ sé feng­in eft­ir ít­ar­lega skoð­un og SÍ hafi ver­ið skylt að til­kynna mál­ið til hér­aðssak­sókn­ara. Ábyrgð á þjón­ust­unni sé al­far­ið stjórn­enda SÁÁ en ekki ein­stakra starfs­manna. Hún seg­ir af­ar ómak­legt að Ari Matth­ías­son, starfs­mað­ur Sjúkra­trygg­inga hafi ver­ið dreg­inn inn í um­ræð­una og sak­að­ur um ómál­efna­leg sjón­ar­mið.
Stjórn SÁÁ lýsir fullu trausti til framkvæmdastjórnar SÁÁ
Fréttir

Stjórn SÁÁ lýs­ir fullu trausti til fram­kvæmda­stjórn­ar SÁÁ

Auka­fundi stjórn­ar SÁÁ sem boð­að var til vegna nið­ur­stöðu Sjúkra­trygg­inga Ís­lands lauk rétt í þessu. Á fund­in­um var lýst yf­ir fullu trausti á fram­kvæmda­stjórn SÁÁ, stjórn­end­ur og starfs­fólk sam­tak­anna. Í álykt­un sem sam­þykkt var seg­ir með­al ann­ars, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar, að að­gerð­ir SÍ gegn SÁÁ hafi ver­ið yf­ir­drifn­ar og rýri traust al­menn­ings á sam­tök­un­um.
Segja yfirlýsinguna ekki í nafni alls starfsfólks SÁÁ
Fréttir

Segja yf­ir­lýs­ing­una ekki í nafni alls starfs­fólks SÁÁ

Yf­ir­lýs­ing frá starfs­fólki SÁÁ var ekki bor­in und­ir allt starfs­fólk sam­tak­anna áð­ur en hún var send til fjöl­miðla í gær, sam­kvæmt heim­ild­um Stund­ar­inn­ar. „Hún var skrif­uð fyr­ir okk­ar hönd án okk­ar vit­und­ar,“ seg­ir starfs­mað­ur sem Stund­in ræddi við. Fleira starfs­fólk sem rætt var við tók í sama streng en aðr­ir sögð­ust treysta stjórn SÁÁ til að tala fyr­ir hönd starfs­fólks enda sé það gert í góðri trú.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár