Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

Með­ferð SÁÁ snýst um að lækna „lífs­hættu­leg­an heila­sjúk­dóm,“ en kon­ur hafa upp­lif­að ógn­an­ir og áreitni frá dæmd­um brota­mönn­um í með­ferð­inni. Ung stúlka lýs­ir því hvernig hún hætti í með­ferð vegna ógn­ana og áreit­is. Vin­kona móð­ur henn­ar var vik­ið fyr­ir­vara­laust úr með­ferð án skýr­inga, eft­ir að hún til­kynnti um áreitni, og ekki vís­að í önn­ur úr­ræði þrátt fyr­ir al­var­leika sjúk­dóms­ins. For­svars­menn SÁÁ segja gagn­rýni ógna ör­yggi og heilsu annarra sjúk­linga og vísa henni á bug.

Það sem SÁÁ vill ekki tala um

„Mig langar til að leika með þér í klámmynd,“ sagði hann og horfði á hana, elti hana um og reyndi að færa henni gjafir. Hún kærði sig ekki um athyglina, eftir allt sem á undan var gengið, ofbeldi og áföll, var Frigg Ragnarsdóttir komin inn á spítala til að leita sér lækninga við vanda sem læknar höfðu skilgreint sem lífshættulegan heilasjúkdóm. Hún átti samt erfitt með að forðast manninn í þessum aðstæðum og á endanum gafst hún upp og fór heim án þess að ljúka meðferðinni.

Þetta var á Vogi, einkareknu sjúkrahúsi SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnafíkla. Frigg hafði lent í því áður að þurfa að yfirgefa meðferðina þar vegna þess að hún óttaðist mann þar inni. Hún er ekki ein. Móðir hennar, Kolbrá Bragadóttir, fylgdi vinkonu sinni í gegnum þá reynslu að vera fyrirvaralaust rekin úr meðferð eftir að hafa kvartað undan áreitni og árangurslaust reynt að leita skýringa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár