„Mig langar til að leika með þér í klámmynd,“ sagði hann og horfði á hana, elti hana um og reyndi að færa henni gjafir. Hún kærði sig ekki um athyglina, eftir allt sem á undan var gengið, ofbeldi og áföll, var Frigg Ragnarsdóttir komin inn á spítala til að leita sér lækninga við vanda sem læknar höfðu skilgreint sem lífshættulegan heilasjúkdóm. Hún átti samt erfitt með að forðast manninn í þessum aðstæðum og á endanum gafst hún upp og fór heim án þess að ljúka meðferðinni.
Þetta var á Vogi, einkareknu sjúkrahúsi SÁÁ fyrir áfengis- og vímuefnafíkla. Frigg hafði lent í því áður að þurfa að yfirgefa meðferðina þar vegna þess að hún óttaðist mann þar inni. Hún er ekki ein. Móðir hennar, Kolbrá Bragadóttir, fylgdi vinkonu sinni í gegnum þá reynslu að vera fyrirvaralaust rekin úr meðferð eftir að hafa kvartað undan áreitni og árangurslaust reynt að leita skýringa …
Athugasemdir