Einar Hermannsson segist í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla í dag hafa svarað vændisauglýsingu á netinu fyrir nokkrum árum. „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu. Sú hegðun er ófyrirgefanleg en ég taldi mér ranglega trú um að þau samskipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er einungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem formaður,“ sagði í yfirlýsingunni.
Yfirlýsing formanns SÁÁ birtist í kjölfar rannsóknarvinnu Stundarinnar vegna umfjöllunar um vændiskaupa hans á árunum 2016-2018, sem studd er gögnum sem sýna meðal annars samskipti konu og Einars í skilaboðum á Facebook. Stundin hefur rætt við konuna sem nú er á batavegi eftir langvarandi fíkniefnaneyslu. Hún segist hafa leiðst út í vændi til að fjármagna eiturlyfjaneyslu …
en frábært að það komst upp , greinilega engum treystandi i þessu þjóðfélagi