Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

622. spurningaþraut: Bókstafurinn V er í nöfnum 12 evrópskra höfuðborga, auk Reykjavíkur

622. spurningaþraut: Bókstafurinn V er í nöfnum 12 evrópskra höfuðborga, auk Reykjavíkur

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast sú tegund af heimilisketti sem þarna sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki tilheyra Kanaríeyjar?

2.  En eyjan Madeira?

3.  Þann 8. júní árið 632 lést karlmaður einn, rúmlega sextugur. Hann hafði þá um alllanga hríð barist fyrir yfirráðum á ákveðnu svæði og hafði síðustu misserin orðið nokkuð ágengt. Svo undarlega brá hins vegar við að eftir að hann dó hófst mikil sigurför arftaka hans. Hvað hét þessi karl?

4.  Lamborghini — hvað er það?

5.  Hvað heitir lang, langstærsta eyjan á Eyjafirði?

6.  Þaðan gengur ferja ... hvert?

7.  Hvað heitir heitkona Mikka Múss?

8.  Árið 1960 var Sirimavo Bandaranaike forsætisráðherra í landi sem þá kallaðist Ceylon. Hvað þótti merkilegt og óvenjulegt við forsætisráðherratign Bandaranaike?

9.  Hvað heitir Ceylon annars núna?

10.  Mér reiknast til að auk Reykjavíkur sé bókstafurinn V í nöfnum tólf höfuðborga sjálfstæðra ríkja í Evrópu — sé notast við venjulega íslenskan rithátt. Þið þurfið að nefna SEX þessara borga til að fá eitt einasta stig! — Og segir sig sjálft að ef þið náið öllum tólf, þá fáiði lárviðarstig með eikarlaufi.

***

Síðari aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Spáni.

2.  Portúgal.

3.  Múhameð.

4.  Lúxusbílar.

5.  Hrísey.

6.  Á Árskógssand.

7.  Minní.

8.  Hún var fyrsta konan í heimi sem varð forsætisráðherra.

9.  Sri Lanka.

10.  Andorra la Vella, Jerevan, Vínarborg, Sarajevo, Vaduz, Vilnius, Valletta, Varsjá, Moskva, Bratislava, Kíev, Vatíkan-borg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Bengalköttur.

Á neðri myndinni er leikkonan Elizabeth Taylor.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Það er nú umdeilandlegt hvort Jerevan sé evrópsk borg. Skilji Kákusfjöll milli Evrópu og Asíu hlýtur Armenia að vera Asíumegin.
    Svo er annað. Ef Wien á að heita Vínarborg, sem ég persónulega er fullsáttur við, þá á Kíev náttúrulega að heita Kænugarður... með engu vaffi. En það má bjarga því fyrir horn með því að segja Belgrad vera Hvítaborg, Hvíta virki... eða e-ð þess háttar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár