Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

622. spurningaþraut: Bókstafurinn V er í nöfnum 12 evrópskra höfuðborga, auk Reykjavíkur

622. spurningaþraut: Bókstafurinn V er í nöfnum 12 evrópskra höfuðborga, auk Reykjavíkur

Fyrri aukaspurning:

Hvað kallast sú tegund af heimilisketti sem þarna sést?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki tilheyra Kanaríeyjar?

2.  En eyjan Madeira?

3.  Þann 8. júní árið 632 lést karlmaður einn, rúmlega sextugur. Hann hafði þá um alllanga hríð barist fyrir yfirráðum á ákveðnu svæði og hafði síðustu misserin orðið nokkuð ágengt. Svo undarlega brá hins vegar við að eftir að hann dó hófst mikil sigurför arftaka hans. Hvað hét þessi karl?

4.  Lamborghini — hvað er það?

5.  Hvað heitir lang, langstærsta eyjan á Eyjafirði?

6.  Þaðan gengur ferja ... hvert?

7.  Hvað heitir heitkona Mikka Múss?

8.  Árið 1960 var Sirimavo Bandaranaike forsætisráðherra í landi sem þá kallaðist Ceylon. Hvað þótti merkilegt og óvenjulegt við forsætisráðherratign Bandaranaike?

9.  Hvað heitir Ceylon annars núna?

10.  Mér reiknast til að auk Reykjavíkur sé bókstafurinn V í nöfnum tólf höfuðborga sjálfstæðra ríkja í Evrópu — sé notast við venjulega íslenskan rithátt. Þið þurfið að nefna SEX þessara borga til að fá eitt einasta stig! — Og segir sig sjálft að ef þið náið öllum tólf, þá fáiði lárviðarstig með eikarlaufi.

***

Síðari aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Spáni.

2.  Portúgal.

3.  Múhameð.

4.  Lúxusbílar.

5.  Hrísey.

6.  Á Árskógssand.

7.  Minní.

8.  Hún var fyrsta konan í heimi sem varð forsætisráðherra.

9.  Sri Lanka.

10.  Andorra la Vella, Jerevan, Vínarborg, Sarajevo, Vaduz, Vilnius, Valletta, Varsjá, Moskva, Bratislava, Kíev, Vatíkan-borg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Bengalköttur.

Á neðri myndinni er leikkonan Elizabeth Taylor.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Emil Kristjánsson skrifaði
    Það er nú umdeilandlegt hvort Jerevan sé evrópsk borg. Skilji Kákusfjöll milli Evrópu og Asíu hlýtur Armenia að vera Asíumegin.
    Svo er annað. Ef Wien á að heita Vínarborg, sem ég persónulega er fullsáttur við, þá á Kíev náttúrulega að heita Kænugarður... með engu vaffi. En það má bjarga því fyrir horn með því að segja Belgrad vera Hvítaborg, Hvíta virki... eða e-ð þess háttar.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár