Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum

Eng­ar sér­stak­ar ráð­staf­an­ir eru gerð­ar fyr­ir þau fylgd­ar­lausu börn sem dvelja í bú­setu­úr­ræði Út­lend­inga­stofn­unn­ar fyr­ir jól­in. Þetta stað­fest­ir upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar. Í svör­um frá stofn­un­inni seg­ir að börn­in fái des­em­berupp­bót upp á 5 þús­und krón­ur. Flest þess­ara barna þurfa að und­ir­gang­ast ald­urs­grein­ingu og sá sem fram­kvæm­ir hana fær 260 þús­und krón­ur fyr­ir hverja grein­ingu.

Engar ráðstafanir gerðar fyrir fylgdarlaus börn á jólunum
Börn á flótta Tólf börn eru skráð í íslenska verndarkerfinu sem fylgdarlaus börn, það eru börn sem koma hingað til lands eins síns liðs eða í fylgd þeirra sem fara ekki með þeirra forsjá. Engar sérstakar ráðstafanir eru í búsetuúrræðum Útlendingastofnunnar yfir hátíðarnar yfir jólin. Mynd: Unicef

Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunnar, segir að ekki verði gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir fylgdarlaus börn í búsetuúrræðinu fyrir jólin. „Útlendingastofnun hefur ekki aðkomu að því að „halda“ jólin í búsetuúrræðum. Í úrræðunum dvelur fólk sem er ólíkrar trúar og ekki allir sem „halda“ jólin yfir höfuð,“ segir Þórhildur í skriflegu svari við fyrirspurn Stundarinnar. Enginn eiginlegur starfsmaður vinnur í húsnæðinu fyrir utan öryggisvörð á vegum stofnunarinnar.

Tólf fylgdarlaus börn eru nú í íslenska verndarkerfinu. Níu þeirra búa í búsetuúrræðum á vegum Útlendingastofnunnar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, eða á sama stað og móttökumiðstöð útlendingastofnunnar er staðsett, tvö þeirra á vegum barnaverndarnefndar Suðurnesjabæjar og eitt þeirra á Ásbrú. Þetta staðfestir Þórhildur.

Varðandi barnið sem dvelur nú á Ásbrú ásamt fullorðnum segir hún:

„Á Ásbrú dvelur einstaklingur sem kveðst nú yngri en 18 ára en gerði það ekki þegar umsókn var lögð fram. Í þessu tilviki eins og öðrum er það hlutverk barnaverndar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HG
    Hlédís Guðmundsdóttir skrifaði
    " Í úrræðunum dvelur fólk sem er ólíkrar trúar og ekki allir sem „halda“ jólin yfir höfuð,“ segir Þórhildur upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar sem skýringu á fullkonu sinnuleysi Stofnunarinnar um hælisleitendur um jólin, þar á meðal fjölda barna. Sannast hefur að eitt barnið (af tæplega 20) er orðið 18 ára segir kona einnig til skýringar. - ALDEILIS kristileg afstaða!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár