Logi Einarsson, arkitekt og formaður Samfylkingarinnar, segir að hamingjan sé auðvitað frekar óáþreifanleg og að það sem skapi einum hamingju nægi ekki öðrum. Hann segist halda að félagslegt og efnahagslegt öryggi hljóti að vera góður grunnur fyrir hamingjusamt líf.
„Ég var gæfusamur að alast upp án stórra áfalla og í öryggi hjá góðum foreldrum, í fjörugum systkinahópi og í umhverfi sem bauð upp á talsvert frelsi. Hamingja mín byggist vafalaust á því.“
Logi segist reyna að taka sig ekki of hátíðlega og njóta þess að hlæja og að það geti stuðlað að hamingju og bætir við að fátt sé sennilega vanmetnara en það að velja að umgangast skemmtilegt fólk með húmor. „Samvistir við konuna og börnin eins mikið og hægt er tryggir að hamingjutankurinn klárast ekki. Ég finn það eftir frí með þeim einum að það eru líklega þau sem gera mig hamingjusaman á þessu æviskeiði.“
Logi er spurður hvað …
Athugasemdir