Orkufyrirtækið Íslensk orkumiðlun/N1 rafmagn hefur sett nýja viðskiptavini sína á annan og hærri verðtaxta en fyrirtækið hefði átt að gera samkvæmt hugmyndafræðinni í nýlegum lögum og reglugerð um smásölu á rafmagni. Um er að ræða viðskiptavini sem komið hafa til fyrirtækisins í gegnum kerfi sem kennt er við söluaðila til þrautavara (STÞ). Samkvæmt lögunum og reglugerðinni eiga viðskiptavinir orkusala til þrautavara alltaf að greiða lægsta verðið fyrir rafmagn hverju sinni. Orkufyrirtækið segir viðskiptahættina standast lög og reglur og að eðlilegar skýringar séu á verðinu. Ríkisstofnunin Orkustofnun sér um og hefur eftirlit með þessu kerfi um orkusala til þrautavara.
Fyrir vikið hefur Íslensk orkumiðlun/N1 rafmagn hagnast um nokkur hundruð milljónir króna með hætti sem að minnsta kosti einn samkeppnisaðili þess, orkusölufyrirtækið Straumlind, telur að sé ótilhlýðilegur gróði á fölskum forsendum sem brjóti gegn neytendum. „Þetta er eiginlega bara hneyksli. Verðið er allt of hátt. Maður vill bara sjá ákveðna sanngirni og …
Athugasemdir (3)