Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum

Nýtt raf­orku­sölu­kerfi á Ís­landi fel­ur með­al ann­ars í sér hug­mynd­ina um sölu­að­ila til þrauta­vara. Við­skipta­vin­ir fara sjálf­krafa í við­skipti við það raf­orku­fyr­ir­tæki sem er með lægsta kynnta verð­ið. Ís­lensk orkumiðl­un hef­ur ver­ið með lægsta kynnta verð­ið hing­að til en rukk­ar þrauta­vara­við­skipti sína hins veg­ar fyr­ir hærra verð. Orku­stofn­un á að hafa eft­ir­lit með kerf­inu um orku­sala til þrauta­vara.

Íslensk orkumiðlun hefur selt þúsundum neytenda rafmagn á gölluðum forsendum

Orkufyrirtækið Íslensk orkumiðlun/N1 rafmagn hefur sett nýja viðskiptavini sína á annan og hærri verðtaxta en fyrirtækið hefði átt að gera samkvæmt hugmyndafræðinni í  nýlegum lögum og reglugerð um smásölu á rafmagni.  Um er að ræða viðskiptavini sem komið hafa til fyrirtækisins í gegnum kerfi sem kennt er við söluaðila til þrautavara (STÞ). Samkvæmt lögunum og reglugerðinni eiga viðskiptavinir orkusala til þrautavara alltaf að greiða lægsta verðið fyrir rafmagn hverju sinni. Orkufyrirtækið segir viðskiptahættina standast lög og reglur og að eðlilegar skýringar séu á verðinu. Ríkisstofnunin Orkustofnun sér um og hefur eftirlit með þessu kerfi um orkusala til þrautavara. 

Fyrir vikið hefur Íslensk orkumiðlun/N1 rafmagn hagnast um nokkur hundruð milljónir króna með hætti sem að minnsta kosti einn samkeppnisaðili þess, orkusölufyrirtækið Straumlind, telur að sé ótilhlýðilegur gróði á fölskum forsendum sem brjóti gegn neytendum. „Þetta er eiginlega bara hneyksli. Verðið er allt of hátt. Maður vill bara sjá ákveðna sanngirni og …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Svavar Friðriksson skrifaði
    Ég bý í Noregi og núna hefur rafmagnsverðið verið í hæstu hæðum. Fólk er að deyja úr kulda og verður fyrir miklum lífskjaramissi. Sumir hreinlega geta ekki greitt rafmagnsreikning upp á 200 þús kr. fyrir einn mánuð. Það er greinilegt að svipuð þróun muni eiga sér stað á Íslandi ef rafmagnið verður selt út og Norðmenn gerðu um árið. Það má allavega ekki missa forræðið yfir rafmagnið sem þarfnast í viðkomandi landi. Núna er norska ríkisstjórnin að hlaupa undir bagga og hjálpa til við að greiða rafmagnsreikningana en slíkur stuðningur eru margir milljarðar. Ekki má gleyma því að Noregur er gríðarlega stór framleiðandi á rafmagni eða sá sjöundi stærsti í heiminum. Samt er ástandið svona.
    0
  • Bjarni Hjarðar skrifaði
    Já, það væri nú munur að borga 8,82 kr./KWst hjá ON í stað 6,44 kr./KWst hjá N1.
    0
  • Birgir Steingrimsson skrifaði
    Afleiðing að orkupökkum ESB sem m.a. Stundin mærði. Allt er að rætast sem Orkan Okkar spáði fyrir um. Hægt og rólega eru Íslendingar að missa forræði yfir orkumarkaðnum yfir til orkubraskara. Afleiðingarnar eru ljósar eins og sjá má frá Evrópu þar sem raforkuverð hefur allt að tífaldast á stuttum tíma. Norðmenn eru að vakna upp við vondan draum. Vonandi eru stjórnvöld á Íslandi farin að átta sig á hverskonar skaða orkupakkar ESB geta valdið íslensku efnahagslífi og á lífskjörum almennings.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Viðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
ViðtalViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Raf­magns: Við­skipta­vild í boði líf­eyr­is­sjóða og of­rukk­an­ir gegn al­menn­ingi

Sag­an af Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni er saga sem snýst í grunn­inn um það hvernig al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóða greiddi fjár­fest­um mörg hundruð millj­ón­ir króna fyr­ir óefn­is­leg­ar eign­ir, við­skipta­vild lít­ils raf­orku­fyr­ir­tæk­is. Þetta fyr­ir­tæki hóf svo að of­rukka neyt­end­ur fyr­ir raf­magn í gegn­um þetta al­menn­ings­hluta­fé­lag og er nú til rann­sókn­ar vegna þess. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Eggert Þór Kristó­fers­son, svar­ar hér spurn­ing­um um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í við­tali.
Festi segir N1 Rafmagn ekki hafa ofrukkað neytendur og endurgreiðir bara tvo mánuði
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Festi seg­ir N1 Raf­magn ekki hafa of­rukk­að neyt­end­ur og end­ur­greið­ir bara tvo mán­uði

Al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Festi, sem með­al ann­ars á olíu­fé­lag­ið N1 og N1 Raf­magn, seg­ist ekki ætla að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um sem komu í gegn­um þrauta­vara­leið­ina nema fyr­ir tvo síð­ustu mán­uði. N1 Raf­magn baðst af­sök­un­ar á því í síð­ustu viku að hafa rukk­að þessa við­skipta­vini um hærra verð en lægsta birta verð fyr­ir­tæk­is­ins. N1 Raf­magn tel­ur sig hins veg­ar ekki hafa stund­að of­rukk­an­ir.
N1 Rafmagn baðst loks afsökunar á ofrukkunum í þriðju atrennu
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

N1 Raf­magn baðst loks af­sök­un­ar á of­rukk­un­um í þriðju at­rennu

N1 Raf­magn rétt­lætti of­rukk­an­ir á raf­magni til við­skipta­vina sinna tví­veg­is áð­ur en fyr­ir­tæk­ið baðst af­sök­un­ar. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur ekki út­skýrt af hverju það ætl­ar ekki að end­ur­greiða við­skipta­vin­um sín­um mis­mun­inn á inn­heimtu verði raf­magns og aug­lýstu frá sumr­inu 2020 þeg­ar það varð sölu­að­ili til þrauta­vara.
Orkustofnun rannsakar viðskiptahætti N1 Rafmagns
FréttirViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Orku­stofn­un rann­sak­ar við­skipta­hætti N1 Raf­magns

Rík­is­stofn­un­in Orku­stofn­un hef­ur haf­ið rann­sókn á því hvort fyr­ir­tæk­inu Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni sé heim­ilt að rukka suma við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins eins og gert hef­ur ver­ið. Um er að ræða við­skipta­vini sem kom­ið hafa til fyr­ir­tæk­is­ins í gegn­um hina svo­köll­uðu þrauta­vara­leið. Rann­sókn­in er byggð á kvört­un sem barst þann 16. des­em­ber síð­ast­lið­inn.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár