Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

598. spurningaþraut: Í fyrsta sinn (held ég) er lárviðarstig fyrir aukaspurningu!

598. spurningaþraut: Í fyrsta sinn (held ég) er lárviðarstig fyrir aukaspurningu!

Fyrri aukaspurning:

Útlínur hvaða lands má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fræðibók ein eftir Bergsvein Birgisson komst í sviðsljósið um daginn. Hvað heitir bókin — nákvæmlega?

2.  Í hvaða ríki er fyrst minnst á núðlur? Þetta var skömmu eftir Krists burð.

3.  Hverrar þjóðar var Eva Braun?

4.  Í hvaða borg er helsta minnismerkið um Lincoln í Bandaríkjunum?

5.  Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir heitir nýr þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður. Henni hefur auðvitað ekki unnist mikill tími til að láta að sér kveða, en komst þó í fréttirnar um daginn. Vegna hvers?

6.  Bróðir Arndísar Önnu lét af þingmennsku um leið og hún settist á þing. Hver er það?

7.  Og fyrir hvaða flokk sátu og sitja þau systkinin bæði á þingi?

8.  Fræg skáldsaga eftir kólumbískan höfund heitir Hundrað ára ... hvað?

9.  Hvað er amaba?

10.  Rómverskur keisari fæddist á þessum degi fyrir 1.984 árum. Hann svipti sig að lokum lífi þegar óvinir sóttu að honum, og mun þá hafa sagt: „Æ, hvílíkur listamaður deyr nú með mér!“ Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða landi ríkti þjóðarleiðtoginn hér að neðan? Tekið skal fram að þetta er erfið spurning og sárafá ykkar munu í raun þekkja manninn í sjón. Þokkalega glúrin ágiskun í bland við rannsókn á myndinni gæti þó skilað réttu svari. Og það er lárviðarstig í boði fyrir að vita hvað karlinn heitir!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Leitin að svarta víkingnum.

2.  Kína.

3.  Þýsk.

4.  Washington

5.  Hún fékk alltof löngu netfangi úthlutað frá Alþingi.

6.  Helgi Hrafn.

7.  Pírata.

8.  Einsemd.

9.  Einfrumungur, örvera, eitthvað þvíumlíkt er allt rétt.

10.  Neró.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni eru útlínur Indlands.

Á neðri myndinni er einræðisherra Albaníu til margra ára, Enver Hoxha.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár