Björg Fríður Elíasdóttir talar um atvik sem varð til þess að hún upplifði óhamingju á tímabili og komst síðar að því að það væri enginn betri en hún sjálf til þess að finna hamingjuna á ný.
„Ég var nýkomin til Reykjavíkur eftir að hafa verið að vinna við verkefni uppi á hálendinu. Ég var á stórum bíl sem var með löngu skotti og ætlaði að fylla á hann á bensínstöð áður en ég skilaði honum. Ég var örþreytt og búin á því. Ég þurfti að færa bílinn fram og til baka til að hann rækist ekki í bensíndæluna þegar ég var að fara. Þá kom bíll upp að hliðinni og flautaði bílstjórinn og ég komst ekki í burtu. Ég nennti þessu ekki þannig að ég fór út úr bílnum og bað hann með ákveðinni handarhreyfingu um að bakka. Hann gerði það og ég lyfti báðum þumalfingrum upp sem átti að …
Athugasemdir (4)