Meira en helmingur alls plasts sem flutt var frá Íslandi til Svíþjóðar og átti að fara í endurvinnslu árið 2016 situr enn óendurunnið í niðurníddu vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð, skammt frá Kalmar, eins og Stundin hefur nú sannreynt. Áætlað er að að minnsta kosti 1.500 tonn af íslensku plasti sé í húsinu og sjást vörumerki eins og Bónus, Krónan, MS og Kaffitár, sem starfa eftir strangri umhverfisstefnu, í haugnum. Sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec fékk allt íslenska plastið til sín og sendi í gegnum millilið beint í vöruhúsið.
Plastið var sagt hafa verið endurunnið, samkvæmt Úrvinnslusjóði, og fengu íslensku endurvinnslufyrirtækin Íslenska gámafélagið og Terra hátt í hundrað milljónir króna greiddar út úr sjóðnum fyrir verkið, þó svo plastið hafi aldrei ratað á réttan stað, ólíkt því sem sænska fyrirtækið hélt fram. Samkvæmt þeim var allt að 80% af plastinu endurunnið, en það reyndist byggja á blekkingum. Íslenski plasthaugurinn …
Vel gert hjá Srundinni.
Það er ekki eitt heldur allt að þessu spillta samfélagi sem FLokkurinn hefur mótað á liðnum áratugum.
Spillingin er góð....kjósum XD.