Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslenska plastsyndin fundin í Svíþjóð

Stund­in fann allt að 1.500 tonn af ís­lensku plasti sem hef­ur leg­ið óhreyft í um fimm ár í vöru­húsi í Sví­þjóð. Allt plast­ið var sagt end­urunn­ið eða end­ur­nýtt sam­kvæmt töl­fræði Úr­vinnslu­sjóðs og var ís­lensk­um end­ur­vinnslu­fyr­ir­tækj­um greitt um hundrað millj­ón­ir króna fyr­ir að senda það í end­ur­vinnslu. Fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráð­herra seg­ir Úr­vinnslu­sjóð bera ábyrgð á að ís­lenskt plast sé í raun end­urunn­ið. Plast­ið slig­ar palestínska flótta­manna­fjöl­skyldu í Sví­þjóð sem greið­ir nú fyr­ir úr­vinnslu á því.

Meira en helmingur alls plasts sem flutt var frá Íslandi til Svíþjóðar og átti að fara í endurvinnslu árið 2016 situr enn óendurunnið í niðurníddu vöruhúsi í smábænum Påryd í Suður-Svíþjóð, skammt frá Kalmar, eins og Stundin hefur nú sannreynt. Áætlað er að að minnsta kosti 1.500 tonn af íslensku plasti sé í húsinu og sjást vörumerki eins og Bónus, Krónan, MS og Kaffitár, sem starfa eftir strangri umhverfisstefnu, í haugnum. Sænska endurvinnslufyrirtækið Swerec fékk allt íslenska plastið til sín og sendi í gegnum millilið beint í vöruhúsið.

Plastið var sagt hafa verið endurunnið, samkvæmt Úrvinnslusjóði, og fengu íslensku endurvinnslufyrirtækin Íslenska gámafélagið og Terra hátt í hundrað milljónir króna greiddar út úr sjóðnum fyrir verkið, þó svo plastið hafi aldrei ratað á réttan stað, ólíkt því sem sænska fyrirtækið hélt fram. Samkvæmt þeim var allt að 80% af plastinu endurunnið, en það reyndist byggja á blekkingum. Íslenski plasthaugurinn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Hvernig í ósköpunum getur gamla LÍÚ átt fultrúa í í Úrvinslusjóði starsgrein sems tendur ekki skil á sínu til samfélagsins,en sjólfboðaliðar þrífa upp eftir þá Guðmund vinalausa og Máa hin geðprúða?
    0
  • AV
    Arndís Valgarðsdóttir skrifaði
    Hvers vegna í ósköpunum ætti fólk að flokka plast miðað við þessar upplýsingar?
    Vel gert hjá Srundinni.
    0
  • Friðrik Brekkan skrifaði
    Sorglegt sorglegt sorglegt og takk fyrir að upplýsa þetta. Það VERÐUR að koma upp sorpbrennslustöðvum hér á landi sem framleiða orku úr úrgangi, rafmagn og hita. Vélar til þessa eru miklu fullkomnari nú en þegar til dæmis stöðin á Ísafirði gekk með fullum afköstum. Skora á stjórnvöld að vina að heilindum við að koma slíkum st-ðvum í gagnið sem allra fyrst. Ekki er hægt að blekkja sífellt vel meinandi fólk sem er að flokka og safna rusli í góðri trú.
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það er sama hver er stigið niður fæti, spilling íslendinga eykst og eykst.
    0
  • Íslenska Sjalla-Kerfis-spillingin er á heimsmælikvarða.

    Það er ekki eitt heldur allt að þessu spillta samfélagi sem FLokkurinn hefur mótað á liðnum áratugum.

    Spillingin er góð....kjósum XD.
    0
  • Gunnar Leifsson skrifaði
    Sorpblaðamennska
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Plastið fundið

Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Terra losaði plast ólöglega á náttúruminjasvæði í mörg ár
AfhjúpunPlastið fundið

Terra los­aði plast ólög­lega á nátt­úru­m­inja­svæði í mörg ár

End­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra hef­ur urð­að plast á nátt­úru­m­inja­svæði í tæp­an ára­tug, þvert á lög. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð hef­ur rek­ið urð­un­ar­stað­inn án leyf­is í fjölda ára. Úr­gang­ur­inn var skil­inn þar eft­ir þrátt fyr­ir að ekk­ert starfs­leyfi sé til stað­ar fyr­ir urð­un­ar­stað­inn.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár