„Fyrst ætla ég að segja ykkur að ótemjur eru kannski flokkuð sem unglingaleg fullorðinsbók eða fullorðinsleg unglingabók eða bara fjölskyldubók, þetta er allavega mjög dramatísk fjölskyldusaga um unglingsstúlku sem er að skríða upp á unglingsárin frá mölbrotnu heimili,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. „Þessi saga hefur sérstöðu af mínum bókum vegna þess að venjulega kannski þróast bækur yfir í kvikmyndahandrit en ég skrifaði drög að kvikmyndahandriti ásamt vini mínum, Ottó Geir Borg, og þessi bók byggir á þeim drögum. Þannig að handritið varð til á undan.“
Könnuðust ekki lengur við eigið verk
Upprunalega fór hún að vinna í handritinu því að það komu konur að máli við þau Ottó sem vildu gera sögur um hesta. „Við byrjuðum að vinna í því og við vorum búin að gera alls konar persónur, skrifa og endurskrifa og hætta við og umturna og snúa við og snara, og á endanum fannst okkur við ekki …
Athugasemdir