Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
Ný ríkisstjórn Stillir sér upp fyrir myndatöku við Bessastaði eftir fyrsta ríkisstjórnarfundinn. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Ég vil segja ykkur það líka að það verða töluverðar breytingar á fyrirkomulagi Stjórnarráðsins. Það er ekki alltaf svo þegar ný ríkisstjórn er stofnuð,“ sagði Katrín Jakobsdóttir við kynningu á nýrri ríkisstjórn rétt í þessu. 

Miklar tilfærslur verða gerðar á málaflokkum milli ráðuneyta. Nánar er fjallað um nýja stjórnarsáttmálann hér.

Bæði heilbrigðisráðuneytið og umhverfisráðuneytið færast frá Vinstri grænum í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur, sem telur fimm konur og sjö karlmenn.

Ásmundur Einar DaðasonNýr ráðherra skóla- og barnamála.

Vinstri græn hafa verið með umhverfisráðuneytið síðustu fjögur ár og var fyrrverandi framkvæmdastjóri Landverndar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, skipaður ráðherra utan þings. Hans í stað kemur nú Guðlaugur Þór Þórðarson, einn reynslumesti ráðherra landsins, en hann hefur verið utanríkisráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson er gerður að félags- og vinnumálaráðherra, í stað Ásmundar Einars Daðasonar framsóknarmanns, sem tekur við nýju ráðuneyti skóla- og barnamála.

Þannig verða málefni barna klofin frá menntamálum og félagsmálum og flutt yfir í nýtt ráðuneyti Ásmundar. Menntamálin munu að öðru leyti flytjast yfir í nýtt nýsköpunar- og menntamálaráðuneyti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Nýsköpunarmálin voru áður í ráðuneyti Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, sem var þá ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar.

Vinstri græn munu á móti fá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, sem mun innifela málaflokkin matvælamál. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem VG hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin, því Steingrímur J. Sigfússon stýrði á tímabili málalfokknum í vinstri stjórn með Samfylkingunni áður en Jón Bjarnason tók við af honum.

Kátir ráðherrarRáðherrar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gleðjast á tröppunum á Bessastöðum.

Viðskipti og menning í sama ráðuneyti

Rétt eins og ráðuneyti um málefni barna virðist sniðið að áherslum Ásmundar Einars Daðasonar fær Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, nýtt, blandað ráðuneyti menningarmála, ferðaþjónustu og viðskipta. Lilja var áður mennta- og menningarmálaráðherra, en sem fyrr segir fóru menntamálin í tvö önnur ráðuneyti: Annars vegar nýsköpunarmál og hins vegar skóla- og barnamála.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, verður ráðherra innviðamála, sem er annað nafn yfir samgönguráðuneytið.

Áfram verður Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

Nýr dómsmálaráðherraJón Gunnarsson tekur við innanríkisráðuneytinu af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.

Nýir ráðherrar: Willum og Jón

Í stað Áslaugar Örnu, sem verður nýsköpunar- og menntamálaráðherra, verður Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í 18 mánuði, en ráðuneytið mun aftur verða kallað innanríkisráðuneyti. Jón var samgönguráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar árið 2016.

Fráfarandi ríkisstjórn mun funda klukkan 3 í dag. Við svo búið yfirgefa þeir ráðherrar sem hætta fund og ný ríkisstjórn kemur saman, þar sem Willum Þór Þórsson, Jón Gunnarsson bætast í hópinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Bless fagra Ísland ég vildi þér vel en þjóðin valdi.
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    umboðslausir ólögmætir gjörningar valdstjórnarinnar hafa ekkert gildi enda trúðarnir patt úti í skurði . . .
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár