Lífeyrissjóðir sinntu ekki nauðsynlegu eftirliti með samningi sínum við hugbúnaðarfyrirtækið Init. Fyrirtækið sá um að þróa og reka kerfi sem var í eigu ellefu lífeyrissjóða sem heldur utan um réttindi og lán tugþúsunda sjóðfélaga margra íslenskra sjóða.
Þetta eru niðurstöður skýrslu sem endurskoðendaskrifstofan EY vann fyrir hönd Reiknistofu lífeyrissjóðanna, eignarhaldsfélagsins sem heldur utan um eign sjóðanna ellefu í kerfinu. Áður hafa sjóðirnir sjálfir greint frá því sem EY telur vera margvísleg brot Init á sama samningi.
Stundin hefur séð eintak af lokaútgáfu skýrslunnar en Reiknistofan ákvað að birta aðeins hluta hennar opinberlega.
Óskýr samningur
EY gagnrýnir einnig samningsgerðina, sem starfsmenn endurskoðendafyrirtækisins telja að hafi ekki verið nægilega skýr og ósamræmi hafi verið um hvaða aðila væri verið að vísa í í einstaka greinum hans. Á það til að mynda við um ábyrgðaraðila vinnslu persónuupplýsinga en Jóakim heldur meðal annars utan um gögn sem skilgreind eru í lögum sem …
Athugasemdir