Fyrri aukaspurning: Hver er konan sem prýddi forsíðu tímaritsins Vogue í haust?
***
Aðalspurningar:
1. Doktor Jekyll og ... hver?
2. Hver skrifaði um þá?
3. Í hvaða firði er Æðey?
4. Skoffín og skuggabaldrar eru afkvæmi ... hverra?
5. Kaþólska kirkjan í Reykjavík er yfirleitt kölluð Landakotskirkja. En formlegt heiti hennar er eða var ...?
6. Hver samdi lagið Imagine?
7. Í því lagi syngur höfundurinn: „Imagine there's no countries / It isn't hard to do / Nothing to kill or die for / and no ...“ No hvað?
8. Miðjarðarhafi tengjast nokkur innhöf, svokölluð. Nefnið tvö þeirra til að fá stig.
9. Sjálfsagt eru til fleiri en ein borg sem heitir Casablanca. En í hvaða landi er sú frægasta þeirra?
10. Hvað fékkst Forn-Grikkinn Platon við í lífinu?
***
Seinni aukaspurning:
Hvern er verið að syrgja á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Mister Hyde.
2. Stevenson.
3. Ísafjarðardjúpi. Að nefna bara Ísafjörð er ekki rétt.
4. Refs og kattar.
5. Kristskirkja. Alveg fullt er Dómkirkja (eða Basilíka) Krists konungs, en Kristskirkja dugar.
6. John Lennon.
7. „... religion too.“
8. Svartahaf, Marmarahaf, Eyjahaf og Adríahaf. Einnig gef ég rétt fyrir Tyrreníuhaf, þótt það sé hafsvæði frekar en innhaf.
9. Marokkó.
10. Heimspeki.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er söngkonan unga, Billie Eilish.
Á neðri myndinni er verið að syrgja Eggert Ólafsson varalögmann.
Athugasemdir (1)