Fyrri aukaspurning:
Hvað heitir hljómsveitin sem gaf fyrir allmörgum áratugum út plötu með því umslagi sem hér sést brot af?
***
Aðalspurningar:
1. Árið 2000 tók Margrét Hallgrímsdóttir við mikilvægu starfi sem hún hefur gegnt síðan. Hún stýrir ákveðinni menningarstofnun. Hver er sú stofnun?
2. Hvaða rithöfundur fékk á dögunum verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu?
3. En hver fékk við sama tækifæri sérstaka viðurkenningu fyrir útvarps- og hlaðvarpagerð?
4. Chloé Zhao er kínverskur kvikmyndaleikstjóri. Hún hefur gert flestar myndir sínar í Bandaríkjunum og mynd hennar frá í fyrra fékk flest helstu kvikmyndaverðlaun vestanhafs. Um hvað er sú kvikmynd?
5. Zhao sneri hins vegar rækilega við blaðinu í nýjustu mynd sinni, sem frumsýnd var í nóvember. Hún heitir Eternals og er um ... hvað?
6. Hvaða söngkona stóð þvívegis fyrir Íslands hönd á sviði Eurovision á árunum 1990-1994? Og hér er ekki átt við bakraddasöngkonur.
7. Hvar á Íslandi eru Grímsvötn?
8. Ole Gunnar Solskjaer er sögufrægur leikmaður Manchester United, ekki síst vegna þess að hann skoraði sigurmark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 1999 rétt fyrir leikslok. Hverrar þjóðar er hann?
9. En gegn hvaða fræga evrópska liði skoraði hann þetta annálaða sigurmark fyrir 22 árum?
10. Íslenski þjóðsöngurinn hefst, eins og allir vita, á orðunum: „Ó, guð vors lands.“ En hvað heitir þetta ljóð í raun og veru?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða fáni er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Þjóðminjasafnið.
2. Arnaldur Indriðason.
3. Vera Illugadóttir.
4. Förufólk, heimilislaust fólk.
5. Ofurhetjur.
6. Sigríður Beinteinsdóttir.
7. Í Vatnajökli.
8. Norskur.
9. Bayern München.
10. Lofsöngur.
***
Svör við aukaspurningum:
Bítlarnir gáfu út þá hljómplötu sem hér um ræðir.
Hér er umslagið allt.
Fáninn er fáni Ísraels.
Athugasemdir