Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

584. spurningaþraut: Menningarstofnun, Eurovision, kvikmyndir, Grímsvötn, Ó guð vors lands!

584. spurningaþraut: Menningarstofnun, Eurovision, kvikmyndir, Grímsvötn, Ó guð vors lands!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hljómsveitin sem gaf fyrir allmörgum áratugum út plötu með því umslagi sem hér sést brot af?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2000 tók Margrét Hallgrímsdóttir við mikilvægu starfi sem hún hefur gegnt síðan. Hún stýrir ákveðinni menningarstofnun. Hver er sú stofnun?

2.  Hvaða rithöfundur fékk á dögunum verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu?

3. En hver fékk við sama tækifæri sérstaka viðurkenningu fyrir útvarps- og hlaðvarpagerð?

4.  Chloé Zhao er kínverskur kvikmyndaleikstjóri. Hún hefur gert flestar myndir sínar í Bandaríkjunum og mynd hennar frá í fyrra fékk flest helstu kvikmyndaverðlaun vestanhafs. Um hvað er sú kvikmynd?

5.  Zhao sneri hins vegar rækilega við blaðinu í nýjustu mynd sinni, sem frumsýnd var í nóvember. Hún heitir Eternals og er um ... hvað?

6.  Hvaða söngkona stóð þvívegis fyrir Íslands hönd á sviði Eurovision á árunum 1990-1994? Og hér er ekki átt við bakraddasöngkonur. 

7.  Hvar á Íslandi eru Grímsvötn?

8.  Ole Gunnar Solskjaer er sögufrægur leikmaður Manchester United, ekki síst vegna þess að hann skoraði sigurmark liðsins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 1999 rétt fyrir leikslok. Hverrar þjóðar er hann?

9.  En gegn hvaða fræga evrópska liði skoraði hann þetta annálaða sigurmark fyrir 22 árum?

10.  Íslenski þjóðsöngurinn hefst, eins og allir vita, á orðunum: „Ó, guð vors lands.“ En hvað heitir þetta ljóð í raun og veru?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fáni er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þjóðminjasafnið.

2.  Arnaldur Indriðason.

3.  Vera Illugadóttir.

4.  Förufólk, heimilislaust fólk.

5.  Ofurhetjur.

6.  Sigríður Beinteinsdóttir.

7.  Í Vatnajökli.

8.  Norskur.

9.  Bayern München.

10.  Lofsöngur.

***

Svör við aukaspurningum:

Bítlarnir gáfu út þá hljómplötu sem hér um ræðir.

Hér er umslagið allt.

Fáninn er fáni Ísraels.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár