Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

583. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig í boði fyrir nafnið á sovéskum marskálki!

583. spurningaþraut: Hér er lárviðarstig í boði fyrir nafnið á sovéskum marskálki!

Fyrri aukaspurning snýst um myndina hér að ofan.

Hver er þetta? Átt er við persónuna, ekki leikarann?

***

Aðalspurningar:

1.  En hver er annars leikarinn?

2.  Á morgun er 1. desember. Á þeim degi árið 1918 hlaut Ísland fullveldi. Hátíðahöld í Reykjavík voru ekki sérlega tilþrifamikil. Hvers vegna?

3.  Hvað eru Sjíar og Súnnítar?

4.  Þann 1. desember árið 1896 fæddist austur í Rússlandi piltur sem átti eftir að verða einn sigursælasti hershöfðingi 20. aldar. Hann tók þátt í að verja Moskvu 1941, skipulagði gagnsókn Sovétríkjanna við Stalíngrad og var svo annar tveggja marskálka Sovétmanna sem tóku Berlín í maí 1945. Hvað hét hann? — Og svo er lárviðarstig í boði fyrir að vita hvað hinn marskálkurinn hét!

5.  Hvað heitir kastali bresku konungsfjölskyldunnar í Skotlandi?

6.  Á hvaða útvarpsstöð var þátturinn Harmageddon árum saman á dagskrá?

7.  Ýmsir tónlistarmenn og plötusnúðar og jafnvel fleiri skemmtikraftar nota orðin MC fyrir framan nafnið sitt, samanber MC Gauta. Hvað þýðir MC í þessu tilfelli?

8.  Hvaða íslenska söngkona gaf út plötuna Butterflies and Elvis í ýmsum Evrópulöndum árið 2009 í kjölfar skyndilegra vinsælda?

9.  Við hvaða þéttbýlisstað er Systrastapi?

10.  Hver leikstýrði kvikmyndum eins og La Dolce Vita, 9 1/2 og Amarcord?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan hér fyrir neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Robert Downey jr.

2.  Vegna spænsku veikinnar sem leikið hafði bæinn grátt.

3.  Tveir helstu trúflokkar múslima.

4.  Sjúkov. Hinn marskálkurinn hét Ívan Konev.

5.  Balmoral.

6.  X-inu.

7.  Master of Ceremonies. Í rappinu er skammstöfunin stundum sögð tákna Microphone Controller, svo líka fæst rétt fyrir það.

8.  Jóhanna Guðrún.

9.  Kirkjubæjarklaustur.

10.  Fellini.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Iron Man.

Á neðri myndinni er Guðrún Helgadóttir rithöfundur og stjórnmálamaður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár