Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er búin að vera með þessar sögur heima hjá mér“

Krist­ín Óm­ars­dótt­ir seg­ir frá Borg bróð­ur míns, stutt­um smá­sög­um sem ger­ast í borg. Per­són­urn­ar koma oft þeg­ar hún fer í göngu­túr eða hjól­ar um.

Bók

Borg bróð­ur míns

Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
208 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Þetta er nýja bókin mín, hún heitir Borg bróður míns,“ segir Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. „Nafnið fékk ég af mynd sem heitir sama nafni. Og flestar sögurnar gerast í borg, ekki í sveit. Ég tók þá sögu út sem gerðist í sveit. Þær eiga það sameiginlegt, en ég vildi samt ekki kalla þetta borgarsögur. Þetta eru líka nokkrar sögur sem eru svolítið eins og Senur úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Nokkrar sögur eru eins og senur. Aðrar eru eins og við álítum að sögur séu. En flestar eru þær stuttar, þær eru allar stuttar, þetta eru ekki langar smásögur, þetta eru stuttar smásögur.“

Sögurnar tengjast teikningum

Hún byrjaði að skrifa þessar sögur stuttu eftir að skáldsaga kom út fyrir tveimur árum og heimsfaraldurinn fór af stað. „Þær tengjast líka mjög mikið teikningunum sem ég var að teikna á sama tíma. Ég var eins og að búa til borg. Eins og ég væri að leika mér í einhverjum tölvuleik. Að búa til borg og skrifa svo inn sögur fyrir þessa borg. Sögur sem eru sagðar með orðum.“

Henni finnst skemmtilegt að skrifa heima við skrifborðið sitt, „eða ég veit ekki hvort ég eigi það. Og mér finnst best að skrifa í höndunum en ég geri það ekki alltaf. Sumar sögurnar eru skrifaðar fyrst í höndunum. Hugmyndirnar koma ekkert endilega þegar ég sit við skrifborðið. Oft í göngutúr eða hjólatúr þá koma persónurnar. Og einhverjar kannski persónur eða þessi persóna og ég veit hvað hún vill og svo fer ég heim og skrifa um hana.“ 

Verður vör við óraunveruleika

„Mér finnst ég taka betur eftir því núna hvernig mér líður þegar þessi bók kemur út heldur en áður. Mér fannst ég verða vör við einhvers konar óraunveruleika. Það er líka náttúrlega það að ég er búin að vera með þessar sögur heima hjá mér bara í hausnum á mér. Og á tölvunni og í pappírum og handritum. Og það er dálítið plat. Það er svona ímyndaður heimur. Þetta er eins og kannski ef að dúkkuhúsið manns myndi vera allt í einu gefið út. Þegar þetta er orðið allt í einu að hlut, að fyrirbæri, að bók. Þá er allt í einu hægt að koma við hana og aðrir geta lesið. Þá þarf maður einhvern veginn að brúa þennan óraunveruleika og raunveruleika saman eða sauma það saman og ég hef verið að labba yfir þessa brú. Og ég fékk smá svimaköst á leiðinni. Ég held að ég sé alveg að koma yfir inn í raunveruleikann. Átta mig á að hún er til í alvörunni, bókin.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár