Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er búin að vera með þessar sögur heima hjá mér“

Krist­ín Óm­ars­dótt­ir seg­ir frá Borg bróð­ur míns, stutt­um smá­sög­um sem ger­ast í borg. Per­són­urn­ar koma oft þeg­ar hún fer í göngu­túr eða hjól­ar um.

Bók

Borg bróð­ur míns

Höfundur Kristín Ómarsdóttir
Benedikt bókaútgáfa
208 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Þetta er nýja bókin mín, hún heitir Borg bróður míns,“ segir Kristín Ómarsdóttir rithöfundur. „Nafnið fékk ég af mynd sem heitir sama nafni. Og flestar sögurnar gerast í borg, ekki í sveit. Ég tók þá sögu út sem gerðist í sveit. Þær eiga það sameiginlegt, en ég vildi samt ekki kalla þetta borgarsögur. Þetta eru líka nokkrar sögur sem eru svolítið eins og Senur úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman. Nokkrar sögur eru eins og senur. Aðrar eru eins og við álítum að sögur séu. En flestar eru þær stuttar, þær eru allar stuttar, þetta eru ekki langar smásögur, þetta eru stuttar smásögur.“

Sögurnar tengjast teikningum

Hún byrjaði að skrifa þessar sögur stuttu eftir að skáldsaga kom út fyrir tveimur árum og heimsfaraldurinn fór af stað. „Þær tengjast líka mjög mikið teikningunum sem ég var að teikna á sama tíma. Ég var eins og að búa til borg. Eins og ég væri að leika mér í einhverjum tölvuleik. Að búa til borg og skrifa svo inn sögur fyrir þessa borg. Sögur sem eru sagðar með orðum.“

Henni finnst skemmtilegt að skrifa heima við skrifborðið sitt, „eða ég veit ekki hvort ég eigi það. Og mér finnst best að skrifa í höndunum en ég geri það ekki alltaf. Sumar sögurnar eru skrifaðar fyrst í höndunum. Hugmyndirnar koma ekkert endilega þegar ég sit við skrifborðið. Oft í göngutúr eða hjólatúr þá koma persónurnar. Og einhverjar kannski persónur eða þessi persóna og ég veit hvað hún vill og svo fer ég heim og skrifa um hana.“ 

Verður vör við óraunveruleika

„Mér finnst ég taka betur eftir því núna hvernig mér líður þegar þessi bók kemur út heldur en áður. Mér fannst ég verða vör við einhvers konar óraunveruleika. Það er líka náttúrlega það að ég er búin að vera með þessar sögur heima hjá mér bara í hausnum á mér. Og á tölvunni og í pappírum og handritum. Og það er dálítið plat. Það er svona ímyndaður heimur. Þetta er eins og kannski ef að dúkkuhúsið manns myndi vera allt í einu gefið út. Þegar þetta er orðið allt í einu að hlut, að fyrirbæri, að bók. Þá er allt í einu hægt að koma við hana og aðrir geta lesið. Þá þarf maður einhvern veginn að brúa þennan óraunveruleika og raunveruleika saman eða sauma það saman og ég hef verið að labba yfir þessa brú. Og ég fékk smá svimaköst á leiðinni. Ég held að ég sé alveg að koma yfir inn í raunveruleikann. Átta mig á að hún er til í alvörunni, bókin.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár