Bókin um það sem foreldrar gera þegar börn eru sofnuð er, eins og titillinn gefur til kynna, um það sem foreldrar gera þegar börn eru sofnuð og að sögn höfundarins, Heiðrúnar Ólafsdóttur, æsispennandi saga um systkini sem eiga að fara að sofa en fara ekki að sofa og þá gerist ýmislegt æsilegt.
„Ég átti einhvern tímann lítil börn sem vildu ekki fara að sofa þegar þau áttu að fara að sofa og voru voða upptekin af því að foreldrarnir væru að gera eitthvað spennandi á kvöldin. Eftir að þau hættu að fara að sofa klukkan átta eins og börn eiga að gera, stillt og prúð börn, þá saknaði ég þeirra stunda mjög mikið, sem ég átti áður ein á kvöldin við að gera það sem mér hugnaðist. Þannig að þaðan er eiginlega sagan komin.“
Vill vinna með skriffæri
Þegar Heiðrún er að skrifa finnst henni best að handlanga skriffæri. „Það …
Athugasemdir