Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Þessi bók er á endanum tileinkuð systkinum mínum“

Mey­dóm­ur eft­ir Hlín Agn­ars­dótt­ur er lýs­ing á leið frá sak­leysi barnæsk­unn­ar yf­ir í upp­reisn unglings­ár­anna.

Bók

Mey­dóm­ur

Höfundur Hlín Agnarsdóttir
Ormstunga
184 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Þessi bók hérna, hún heitir Meydómur, er hugsuð sem einhvers konar bréf sem aðalpersóna bókarinnar er að skrifa til föður síns,“ segir rithöfundurinn Hlín Agnarsdóttir. „Þetta er lítil stúlka sem er að lýsa því fyrir föður sínum hvernig það var að vera stelpa. Þetta er lítil stelpa sem þekkti aldrei pabba sinn þegar hún var lítil og hann þekkti ekki hana. Svo þegar hann er dáinn finnst henni svo leiðinlegt að hann hafi aldrei kynnst henni þegar hún var lítil.

Eins finnst henni mjög leiðinlegt að hafa aldrei kynnst pabba sínum þegar hún var lítil, þegar hún er orðin fullorðin. Þegar hún er orðin fullorðin skrifar hún látnum föður sínum þetta bréf. Meydómur er lýsing á ferð hennar eða leið frá sakleysi barnæskunnar yfir í það sem við getum kallað uppreisn unglingsáranna. Því hún gerir síðan uppreisn gegn föður sínum vegna þess að þessi faðir var frekar strangur, ekki bara strangur, hann var á köflum ofbeldisfullur. Hún er í raun og veru að ávarpa hann í gegnum þetta bréf. Í leiðinni er hún að reyna að átta sig á því hvers konar persóna hann var.“

Bók sem var fjórtán ár í smíðum

„Ég er búin að vera fjórtán ár að skrifa bókina. Ég byrjaði að skrifa hana sem ljóðabálk, eiginlega ljóð sem fjölluðu um allt þetta sama, um föðurinn og um systkinin því þessi bók er á endanum tileinkuð systkinum mínum, þessum systkinahóp sem er nefndur hérna. Og þessi ljóðabálkur varð til fyrir fjórtán árum síðan. Síðan kom ég honum aldrei frá mér þannig að ég fór að skrifa nokkrum árum seinna prósa, texta sem síðan varð smátt og smátt að þessari sögu um þennan meydóm sem öll bókin snýst um. Þetta er nokkurs konar afmeyjunarferli. Það er að segja, að afmeyjun er ekki bara kynferðislegt orð, það er ekki bara kynferðisleg afmeyjun, heldur afmeyjun í margs konar merkingu. Það er að segja, maður er smátt og smátt sem barn og lítil stúlka afmeyjuð, maður er hertur í því að vera til. Þetta er svona viss herðing sem maður þarf að harka af sér og vera duglegur. Það var allavega í minni æsku þannig að það var mikil áhersla lögð á að börn væru dugleg og hörkuðu af sér og þess vegna voru þau beitt miklu harðræði og jafnvel ofbeldi.

Bókin varð sem sagt til svona, hún er búin að vera í fæðingu í fjórtán ár. Ég er búin að gera ýmislegt annað í millitíðinni og hef skrifað aðrar bækur, skáldsögur og ljóð og fleira. En loksins er hún komin.“

Alltaf viss spenna í kringum viðbrögðin

„Um leið og maður er búinn að skila bókinni af sér til útgáfunnar sem síðan tekur við, þá er ekkert aftur snúið. Ég þurfti að bíða í tvo mánuði eftir bókinni þar til hún kom í hendurnar á mér af því að það urðu smá tafir og það var dálítið erfitt að bíða eftir henni fannst mér. Hún fór fram yfir tímann. Núna er hún komin og hún er komin í búðirnar og ég er ekki búin að fá nein viðbrögð enn þá, og það er alltaf viss spenna í kringum viðbrögðin, hvernig verður henni tekið, hvernig verður skrifað eða fjallað um hana og svo framvegis.“

Vinnuferlið er fastmótað. „Ég er orðin það rútíneruð og vön að ég er tilbúin að taka við hverju sem er, þannig séð. En auðvitað vonast ég alltaf til þess að það sem maður er að senda frá sér hitti í mark. Eða fólk hafi áhuga á að kynna sér það sem maður hefur verið að hugsa um í öll þessi ár. Og sérstaklega í þessu tilviki, þetta er svokölluð sannsaga, sem er íslenskt orð sem er notað yfir skáldskap eða skrif þar sem maður beitir skáldlegum aðferðum til að koma sannri sögu á framfæri. Mikið af þessu byggir í raun og veru á minni eigin æsku og þetta fjallar um systkini mín og foreldra en ég set þetta í skáldlegan búning af því að ég er til dæmis með ljóðaflokkinn sem ég skrifaði upphaflega sem er eiginlega felldur inn í allan textann. Hann er dálítið falinn og birtist allt í einu inni í miðjum textanum.

Þegar ég er að skrifa finnst mér best að vera eins og ég er núna, hérna. Ég vil hafa allt frekar skýrt og hreint í kringum mig, ég vil hafa næði. Ég vil vera úthvíld þegar ég byrja að skrifa á morgnana. Ég vil lifa og ég reyni að lifa heilbrigðu lífi og passa mig mjög mikið á því að hafa alla mína orku alveg óskerta. Ég get ekki gert neitt annað meðan ég er að skrifa en að skrifa. Ég get aldrei verið lengur við tölvuna en þrjá til fjóra tíma á dag. Ofboðslega stór hluti af því að skrifa er að lesa yfir það sem maður hefur gert. Og í raun og veru að ritstýra sjálfum sér, að strika út og bæta við og lesa aftur yfir og leyfa hlutum að gerjast. Þannig að þetta er ekkert flókið umhverfi, ég þarf bara tölvu og skrifborð og kannski eitt herbergi sem er lokað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
4
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
5
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Ármann um Ortus: „Hef aldrei gætt neinna annarra hagsmuna en bankans“
7
Fréttir

Ár­mann um Ort­us: „Hef aldrei gætt neinna annarra hags­muna en bank­ans“

Ár­mann Þor­valds­son, for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku banka, seg­ist hafa selt hluta­bréf sín í breska fast­eigna­fé­lag­inu Ort­us til Stoða ár­ið 2018. Tveim­ur ár­um síð­ar komu Stoð­ir inn í hlut­hafa­hóp Kviku og Ár­mann kom að því sem stjórn­andi hjá Kviku að kaupa hluta­bréf­in í Ort­us til baka af Stoð­um á upp­sprengdu verði.
Nauðung getur haft skelfilegar afleiðingar: „Þetta bara má ekki“
9
Fréttir

Nauð­ung get­ur haft skelfi­leg­ar af­leið­ing­ar: „Þetta bara má ekki“

Formað­ur ÖBÍ rétt­inda­sam­taka seg­ir beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk vera íþyngj­andi úr­ræði sem að­eins skuli beita þeg­ar allt ann­að hef­ur ver­ið reynt til þraut­ar. Bæj­ar­full­trúi á Ak­ur­eyri hef­ur kall­að eft­ir gögn­um vegna máls Sveins Bjarna­son­ar sem um ára­bil var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
2
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
4
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
7
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Bankasýslan getur ekki gert grein fyrir tug milljóna kaupum á þjónustu
4
Viðskipti

Banka­sýsl­an get­ur ekki gert grein fyr­ir tug millj­óna kaup­um á þjón­ustu

Frá því að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Hún get­ur ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Mest af því sem stofn­un­in get­ur gert grein fyr­ir fór til Logos, eða alls 15,3 millj­ón­ir króna á átta mán­uð­um í fyrra.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
5
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár