Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Þessi bók er á endanum tileinkuð systkinum mínum“

Mey­dóm­ur eft­ir Hlín Agn­ars­dótt­ur er lýs­ing á leið frá sak­leysi barnæsk­unn­ar yf­ir í upp­reisn unglings­ár­anna.

Bók

Mey­dóm­ur

Höfundur Hlín Agnarsdóttir
Ormstunga
184 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Þessi bók hérna, hún heitir Meydómur, er hugsuð sem einhvers konar bréf sem aðalpersóna bókarinnar er að skrifa til föður síns,“ segir rithöfundurinn Hlín Agnarsdóttir. „Þetta er lítil stúlka sem er að lýsa því fyrir föður sínum hvernig það var að vera stelpa. Þetta er lítil stelpa sem þekkti aldrei pabba sinn þegar hún var lítil og hann þekkti ekki hana. Svo þegar hann er dáinn finnst henni svo leiðinlegt að hann hafi aldrei kynnst henni þegar hún var lítil.

Eins finnst henni mjög leiðinlegt að hafa aldrei kynnst pabba sínum þegar hún var lítil, þegar hún er orðin fullorðin. Þegar hún er orðin fullorðin skrifar hún látnum föður sínum þetta bréf. Meydómur er lýsing á ferð hennar eða leið frá sakleysi barnæskunnar yfir í það sem við getum kallað uppreisn unglingsáranna. Því hún gerir síðan uppreisn gegn föður sínum vegna þess að þessi faðir var frekar strangur, ekki bara strangur, hann var á köflum ofbeldisfullur. Hún er í raun og veru að ávarpa hann í gegnum þetta bréf. Í leiðinni er hún að reyna að átta sig á því hvers konar persóna hann var.“

Bók sem var fjórtán ár í smíðum

„Ég er búin að vera fjórtán ár að skrifa bókina. Ég byrjaði að skrifa hana sem ljóðabálk, eiginlega ljóð sem fjölluðu um allt þetta sama, um föðurinn og um systkinin því þessi bók er á endanum tileinkuð systkinum mínum, þessum systkinahóp sem er nefndur hérna. Og þessi ljóðabálkur varð til fyrir fjórtán árum síðan. Síðan kom ég honum aldrei frá mér þannig að ég fór að skrifa nokkrum árum seinna prósa, texta sem síðan varð smátt og smátt að þessari sögu um þennan meydóm sem öll bókin snýst um. Þetta er nokkurs konar afmeyjunarferli. Það er að segja, að afmeyjun er ekki bara kynferðislegt orð, það er ekki bara kynferðisleg afmeyjun, heldur afmeyjun í margs konar merkingu. Það er að segja, maður er smátt og smátt sem barn og lítil stúlka afmeyjuð, maður er hertur í því að vera til. Þetta er svona viss herðing sem maður þarf að harka af sér og vera duglegur. Það var allavega í minni æsku þannig að það var mikil áhersla lögð á að börn væru dugleg og hörkuðu af sér og þess vegna voru þau beitt miklu harðræði og jafnvel ofbeldi.

Bókin varð sem sagt til svona, hún er búin að vera í fæðingu í fjórtán ár. Ég er búin að gera ýmislegt annað í millitíðinni og hef skrifað aðrar bækur, skáldsögur og ljóð og fleira. En loksins er hún komin.“

Alltaf viss spenna í kringum viðbrögðin

„Um leið og maður er búinn að skila bókinni af sér til útgáfunnar sem síðan tekur við, þá er ekkert aftur snúið. Ég þurfti að bíða í tvo mánuði eftir bókinni þar til hún kom í hendurnar á mér af því að það urðu smá tafir og það var dálítið erfitt að bíða eftir henni fannst mér. Hún fór fram yfir tímann. Núna er hún komin og hún er komin í búðirnar og ég er ekki búin að fá nein viðbrögð enn þá, og það er alltaf viss spenna í kringum viðbrögðin, hvernig verður henni tekið, hvernig verður skrifað eða fjallað um hana og svo framvegis.“

Vinnuferlið er fastmótað. „Ég er orðin það rútíneruð og vön að ég er tilbúin að taka við hverju sem er, þannig séð. En auðvitað vonast ég alltaf til þess að það sem maður er að senda frá sér hitti í mark. Eða fólk hafi áhuga á að kynna sér það sem maður hefur verið að hugsa um í öll þessi ár. Og sérstaklega í þessu tilviki, þetta er svokölluð sannsaga, sem er íslenskt orð sem er notað yfir skáldskap eða skrif þar sem maður beitir skáldlegum aðferðum til að koma sannri sögu á framfæri. Mikið af þessu byggir í raun og veru á minni eigin æsku og þetta fjallar um systkini mín og foreldra en ég set þetta í skáldlegan búning af því að ég er til dæmis með ljóðaflokkinn sem ég skrifaði upphaflega sem er eiginlega felldur inn í allan textann. Hann er dálítið falinn og birtist allt í einu inni í miðjum textanum.

Þegar ég er að skrifa finnst mér best að vera eins og ég er núna, hérna. Ég vil hafa allt frekar skýrt og hreint í kringum mig, ég vil hafa næði. Ég vil vera úthvíld þegar ég byrja að skrifa á morgnana. Ég vil lifa og ég reyni að lifa heilbrigðu lífi og passa mig mjög mikið á því að hafa alla mína orku alveg óskerta. Ég get ekki gert neitt annað meðan ég er að skrifa en að skrifa. Ég get aldrei verið lengur við tölvuna en þrjá til fjóra tíma á dag. Ofboðslega stór hluti af því að skrifa er að lesa yfir það sem maður hefur gert. Og í raun og veru að ritstýra sjálfum sér, að strika út og bæta við og lesa aftur yfir og leyfa hlutum að gerjast. Þannig að þetta er ekkert flókið umhverfi, ég þarf bara tölvu og skrifborð og kannski eitt herbergi sem er lokað.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár