Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

578. spurningaþraut: Hvernig skip var Graf Zeppelin? Já, hugsið nú

578. spurningaþraut: Hvernig skip var Graf Zeppelin? Já, hugsið nú

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki á hinn fallega fána hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er millinafn Baracks Obama, sem pólitískir andstæðingar reyndu stundum að nýta gegn honum?

2.  Í hvaða landi er Gautaborg?

3.  Í líkama hvers okkar eru 206 fyrirbæri af ákveðinni gerð. Þau eru okkur lífsnauðsynleg en reyndar ekki alveg hvert þeirra fyrir sig. Við þolum sem sagt að missa nokkur þessara fyrirbæra án þess að týna endilega lífinu. Hvaða fyrirbæri eru þetta?

4.  Hvað nefnist neðanjarðarlestakerfið í París?

5.  Yifei Liu lék aðalhlutverkið í kvikmynd sem frumsýnd var á síðasta ári í Bandaríkjunum, og var endurgerð af rúmlega 20 ára gamalli teiknimynd, líka bandarískri, þótt sagan gerist annars staðar. Myndin heitir eftir kvenhetjunni sem Yfiei Liu leikur. Og þá heitir myndin sem sagt ... hvað?

6.  Stella McCartney er fimmtug kona á Bretlandi og þykir afar frambærileg í sínu starfi, þótt ekki sé hún kannski alveg í allra, allra fremstu röð. Hvað gerir hún?

7.  Hluta af frægð sinni á Stella að þakka föður sínum. Hver er hann?

8.  Hver er frægasti leiðtogi þrælauppreisnar sem braust út í Rómaveldi árið 73 fyrir Krist?

9.  Út í hvaða haf gengur Krímskagi?

10.  Mestalla síðari heimsstyrjöldina var þýski flotinn að basla við að klára stórt og myndarlegt skip sem skírt hafði verið Graf Zeppelin. Það tókst ekki og Graf Zeppelin komst aldrei í notkun. Hvers konar skip var Graf Zeppelin eða átti að verða?

***

Seinni aukaspurning:

Hinn brosmildi piltur á myndinni hér að neðan var táknmynd tímarits sem gefið var út í Bandaríkjunum 1952-2018 og var selt víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi. Hvað nefndist tímaritið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hussein.

2.  Svíþjóð.

3.  Bein.

4.  Metró.

5.  Mulan.

6.  Hún er fatahönnuður, tískuteiknari.

7.  Paul McCartney.

8.  Spartacus.

9.  Svartahaf.

10.  Flugmóðurskip. Þar sem Zeppelin smíðaði loftskip á þetta að liggja beint við.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Albaníu.

Pilturinn var tákn grínritsins MAD Magazine. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár