Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

578. spurningaþraut: Hvernig skip var Graf Zeppelin? Já, hugsið nú

578. spurningaþraut: Hvernig skip var Graf Zeppelin? Já, hugsið nú

Fyrri aukaspurning:

Hvaða ríki á hinn fallega fána hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er millinafn Baracks Obama, sem pólitískir andstæðingar reyndu stundum að nýta gegn honum?

2.  Í hvaða landi er Gautaborg?

3.  Í líkama hvers okkar eru 206 fyrirbæri af ákveðinni gerð. Þau eru okkur lífsnauðsynleg en reyndar ekki alveg hvert þeirra fyrir sig. Við þolum sem sagt að missa nokkur þessara fyrirbæra án þess að týna endilega lífinu. Hvaða fyrirbæri eru þetta?

4.  Hvað nefnist neðanjarðarlestakerfið í París?

5.  Yifei Liu lék aðalhlutverkið í kvikmynd sem frumsýnd var á síðasta ári í Bandaríkjunum, og var endurgerð af rúmlega 20 ára gamalli teiknimynd, líka bandarískri, þótt sagan gerist annars staðar. Myndin heitir eftir kvenhetjunni sem Yfiei Liu leikur. Og þá heitir myndin sem sagt ... hvað?

6.  Stella McCartney er fimmtug kona á Bretlandi og þykir afar frambærileg í sínu starfi, þótt ekki sé hún kannski alveg í allra, allra fremstu röð. Hvað gerir hún?

7.  Hluta af frægð sinni á Stella að þakka föður sínum. Hver er hann?

8.  Hver er frægasti leiðtogi þrælauppreisnar sem braust út í Rómaveldi árið 73 fyrir Krist?

9.  Út í hvaða haf gengur Krímskagi?

10.  Mestalla síðari heimsstyrjöldina var þýski flotinn að basla við að klára stórt og myndarlegt skip sem skírt hafði verið Graf Zeppelin. Það tókst ekki og Graf Zeppelin komst aldrei í notkun. Hvers konar skip var Graf Zeppelin eða átti að verða?

***

Seinni aukaspurning:

Hinn brosmildi piltur á myndinni hér að neðan var táknmynd tímarits sem gefið var út í Bandaríkjunum 1952-2018 og var selt víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi. Hvað nefndist tímaritið?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hussein.

2.  Svíþjóð.

3.  Bein.

4.  Metró.

5.  Mulan.

6.  Hún er fatahönnuður, tískuteiknari.

7.  Paul McCartney.

8.  Spartacus.

9.  Svartahaf.

10.  Flugmóðurskip. Þar sem Zeppelin smíðaði loftskip á þetta að liggja beint við.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Albaníu.

Pilturinn var tákn grínritsins MAD Magazine. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár