Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá útlínur á stóru ríki úti í heimi. Það er rúmlega sex sinnum stærra en Ísland og heitir ...?

***

Aðalspurningar:

1.  Hinar gömlu sýslur eru ekki til lengur sem stjórnsýslueiningar, en í þeirri von að ekki séu allir búnir að gleyma þeim, þá spyr ég: Hver af hinum gömlu sýslum var stærst að flatarmáli? Nákvæmt svar, takk. 

2.  Hver sendi frá sér skáldsöguna Höfundur Íslands fyrir tuttugu árum?

3.  Guðríður Símonardóttir var kona ein á sautjándu öld. Hvert var hennar óvirðulega viðurnefni?

4.  Hún átti frægan eiginmann sem hét ...?

5.  Árið 2007 hóf göngu sína í sjónvarpi þáttaröð sem hefur reynst afar lífseig og vinsæl og þáttaröðin og stjórnandi hennar — sem er einn og hinn sami frá upphafi — hafa iðulega hlotið Edduverðlaun. Hvað heitir þáttaröðin? 

6.  Og hvað heitir umsjónarmaðurinn?

7.  Hvaða stóra eyja eða eyjar voru numin af mönnum SÍÐAST af öllu landflæmi Jarðar? — Sjálfsagt er að taka fram að hér er að sjálfsögðu ekki átt við Suðurskautslandið, enda er ekki hægt að segja að það hafi verið numið enn.

8.  Það er svolítið flókið að segja til um hvar eru flestar bíómyndir framleiddar í heiminum. En svo er mikið er víst að tiltekið land í Afríku er — mörgum Evrópubúum að óvörum — annaðhvort í fyrsta eða öðru sæti yfir flestar framleiddar kvikmyndir á ári. Hvaða land er það?

9.  Í Mið-Asíu má finna ávaxtatré sem heitir á latensku fræðimáli Malus Sieversii. Tréð var tekið í þjónustu mannsins, kynbætt eftir þörfum og vex nú um allan heim undir nafninu Malus domestica. Nú eru til þúsundir undirtegunda og eru alkunnir ávextirnir notaðir á hinn fjölbreytilegasta hátt: étnir hráir, notaðir í allskonar bakstur og matargerð, og pressaðir í drykki. Hvað heita ávextirnir sem vaxa á greinum Malus domestica?

10.  Hvar varð Kim Il-sung forsætisráðherra árið 1948?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi reffilegi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Norður-Múlasýsla.

2.  Hallgrímur Helgason.

3.  Tyrkja-Gudda.

4.  Hallgrímur Pétursson.

5.  Kiljan.

6.  Egill Helgason.

7.  Nýja Sjáland.

8.  Nígería.

9.  Epli.

10.  Norður-Kóreu.

***

Svör við aukaspurningum:

Ríkið er Sómalía.

Karlinn er Pétur mikli Rússakeisari um 1700.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar
6
Fréttir

Mennt­að­ar ung­ar kon­ur í Reykja­vík lík­leg­ast­ar til að vilja banna hval­veið­ar

Reyk­vík­ing­ar, há­skóla­borg­ar­ar, kon­ur, ungt fólk og stuðn­ings­menn flokka sem eru ekki á þingi og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eru þeir hóp­ar í sam­fé­lag­inu sem helst vilja banna hval­veið­ar með lög­um. Ný könn­un um veið­arn­ar sýn­ir að meiri­hluti lands­manna var óánægð­ur með að Bjarni Bene­dikts­son veitti Hval hf. leyfi til lang­reyða­veiða á síð­ustu dög­um valda­tíð­ar sinn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár