Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá útlínur á stóru ríki úti í heimi. Það er rúmlega sex sinnum stærra en Ísland og heitir ...?

***

Aðalspurningar:

1.  Hinar gömlu sýslur eru ekki til lengur sem stjórnsýslueiningar, en í þeirri von að ekki séu allir búnir að gleyma þeim, þá spyr ég: Hver af hinum gömlu sýslum var stærst að flatarmáli? Nákvæmt svar, takk. 

2.  Hver sendi frá sér skáldsöguna Höfundur Íslands fyrir tuttugu árum?

3.  Guðríður Símonardóttir var kona ein á sautjándu öld. Hvert var hennar óvirðulega viðurnefni?

4.  Hún átti frægan eiginmann sem hét ...?

5.  Árið 2007 hóf göngu sína í sjónvarpi þáttaröð sem hefur reynst afar lífseig og vinsæl og þáttaröðin og stjórnandi hennar — sem er einn og hinn sami frá upphafi — hafa iðulega hlotið Edduverðlaun. Hvað heitir þáttaröðin? 

6.  Og hvað heitir umsjónarmaðurinn?

7.  Hvaða stóra eyja eða eyjar voru numin af mönnum SÍÐAST af öllu landflæmi Jarðar? — Sjálfsagt er að taka fram að hér er að sjálfsögðu ekki átt við Suðurskautslandið, enda er ekki hægt að segja að það hafi verið numið enn.

8.  Það er svolítið flókið að segja til um hvar eru flestar bíómyndir framleiddar í heiminum. En svo er mikið er víst að tiltekið land í Afríku er — mörgum Evrópubúum að óvörum — annaðhvort í fyrsta eða öðru sæti yfir flestar framleiddar kvikmyndir á ári. Hvaða land er það?

9.  Í Mið-Asíu má finna ávaxtatré sem heitir á latensku fræðimáli Malus Sieversii. Tréð var tekið í þjónustu mannsins, kynbætt eftir þörfum og vex nú um allan heim undir nafninu Malus domestica. Nú eru til þúsundir undirtegunda og eru alkunnir ávextirnir notaðir á hinn fjölbreytilegasta hátt: étnir hráir, notaðir í allskonar bakstur og matargerð, og pressaðir í drykki. Hvað heita ávextirnir sem vaxa á greinum Malus domestica?

10.  Hvar varð Kim Il-sung forsætisráðherra árið 1948?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi reffilegi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Norður-Múlasýsla.

2.  Hallgrímur Helgason.

3.  Tyrkja-Gudda.

4.  Hallgrímur Pétursson.

5.  Kiljan.

6.  Egill Helgason.

7.  Nýja Sjáland.

8.  Nígería.

9.  Epli.

10.  Norður-Kóreu.

***

Svör við aukaspurningum:

Ríkið er Sómalía.

Karlinn er Pétur mikli Rússakeisari um 1700.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár