Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá útlínur á stóru ríki úti í heimi. Það er rúmlega sex sinnum stærra en Ísland og heitir ...?

***

Aðalspurningar:

1.  Hinar gömlu sýslur eru ekki til lengur sem stjórnsýslueiningar, en í þeirri von að ekki séu allir búnir að gleyma þeim, þá spyr ég: Hver af hinum gömlu sýslum var stærst að flatarmáli? Nákvæmt svar, takk. 

2.  Hver sendi frá sér skáldsöguna Höfundur Íslands fyrir tuttugu árum?

3.  Guðríður Símonardóttir var kona ein á sautjándu öld. Hvert var hennar óvirðulega viðurnefni?

4.  Hún átti frægan eiginmann sem hét ...?

5.  Árið 2007 hóf göngu sína í sjónvarpi þáttaröð sem hefur reynst afar lífseig og vinsæl og þáttaröðin og stjórnandi hennar — sem er einn og hinn sami frá upphafi — hafa iðulega hlotið Edduverðlaun. Hvað heitir þáttaröðin? 

6.  Og hvað heitir umsjónarmaðurinn?

7.  Hvaða stóra eyja eða eyjar voru numin af mönnum SÍÐAST af öllu landflæmi Jarðar? — Sjálfsagt er að taka fram að hér er að sjálfsögðu ekki átt við Suðurskautslandið, enda er ekki hægt að segja að það hafi verið numið enn.

8.  Það er svolítið flókið að segja til um hvar eru flestar bíómyndir framleiddar í heiminum. En svo er mikið er víst að tiltekið land í Afríku er — mörgum Evrópubúum að óvörum — annaðhvort í fyrsta eða öðru sæti yfir flestar framleiddar kvikmyndir á ári. Hvaða land er það?

9.  Í Mið-Asíu má finna ávaxtatré sem heitir á latensku fræðimáli Malus Sieversii. Tréð var tekið í þjónustu mannsins, kynbætt eftir þörfum og vex nú um allan heim undir nafninu Malus domestica. Nú eru til þúsundir undirtegunda og eru alkunnir ávextirnir notaðir á hinn fjölbreytilegasta hátt: étnir hráir, notaðir í allskonar bakstur og matargerð, og pressaðir í drykki. Hvað heita ávextirnir sem vaxa á greinum Malus domestica?

10.  Hvar varð Kim Il-sung forsætisráðherra árið 1948?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi reffilegi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Norður-Múlasýsla.

2.  Hallgrímur Helgason.

3.  Tyrkja-Gudda.

4.  Hallgrímur Pétursson.

5.  Kiljan.

6.  Egill Helgason.

7.  Nýja Sjáland.

8.  Nígería.

9.  Epli.

10.  Norður-Kóreu.

***

Svör við aukaspurningum:

Ríkið er Sómalía.

Karlinn er Pétur mikli Rússakeisari um 1700.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu