Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

576. spurningaþraut: Hvaða ávextir spretta á Malus domestica?

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá útlínur á stóru ríki úti í heimi. Það er rúmlega sex sinnum stærra en Ísland og heitir ...?

***

Aðalspurningar:

1.  Hinar gömlu sýslur eru ekki til lengur sem stjórnsýslueiningar, en í þeirri von að ekki séu allir búnir að gleyma þeim, þá spyr ég: Hver af hinum gömlu sýslum var stærst að flatarmáli? Nákvæmt svar, takk. 

2.  Hver sendi frá sér skáldsöguna Höfundur Íslands fyrir tuttugu árum?

3.  Guðríður Símonardóttir var kona ein á sautjándu öld. Hvert var hennar óvirðulega viðurnefni?

4.  Hún átti frægan eiginmann sem hét ...?

5.  Árið 2007 hóf göngu sína í sjónvarpi þáttaröð sem hefur reynst afar lífseig og vinsæl og þáttaröðin og stjórnandi hennar — sem er einn og hinn sami frá upphafi — hafa iðulega hlotið Edduverðlaun. Hvað heitir þáttaröðin? 

6.  Og hvað heitir umsjónarmaðurinn?

7.  Hvaða stóra eyja eða eyjar voru numin af mönnum SÍÐAST af öllu landflæmi Jarðar? — Sjálfsagt er að taka fram að hér er að sjálfsögðu ekki átt við Suðurskautslandið, enda er ekki hægt að segja að það hafi verið numið enn.

8.  Það er svolítið flókið að segja til um hvar eru flestar bíómyndir framleiddar í heiminum. En svo er mikið er víst að tiltekið land í Afríku er — mörgum Evrópubúum að óvörum — annaðhvort í fyrsta eða öðru sæti yfir flestar framleiddar kvikmyndir á ári. Hvaða land er það?

9.  Í Mið-Asíu má finna ávaxtatré sem heitir á latensku fræðimáli Malus Sieversii. Tréð var tekið í þjónustu mannsins, kynbætt eftir þörfum og vex nú um allan heim undir nafninu Malus domestica. Nú eru til þúsundir undirtegunda og eru alkunnir ávextirnir notaðir á hinn fjölbreytilegasta hátt: étnir hráir, notaðir í allskonar bakstur og matargerð, og pressaðir í drykki. Hvað heita ávextirnir sem vaxa á greinum Malus domestica?

10.  Hvar varð Kim Il-sung forsætisráðherra árið 1948?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þessi reffilegi karl?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Norður-Múlasýsla.

2.  Hallgrímur Helgason.

3.  Tyrkja-Gudda.

4.  Hallgrímur Pétursson.

5.  Kiljan.

6.  Egill Helgason.

7.  Nýja Sjáland.

8.  Nígería.

9.  Epli.

10.  Norður-Kóreu.

***

Svör við aukaspurningum:

Ríkið er Sómalía.

Karlinn er Pétur mikli Rússakeisari um 1700.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
4
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
5
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár