Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

574. spurningaþraut: Hve margir voru borgarstjórar 2003-2010?

574. spurningaþraut: Hve margir voru borgarstjórar 2003-2010?

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan sem prýddi þessa frægu auglýsingamynd frá árinu 1976?

***

Aðalspurningar:

1.  Á þessum degi árið 1965 fæddist tónlistarmaður sem gaf út á sinni fyrstu hljómplötu lög eins og Fúsa hreindýr, Arabadrenginn og Búkollu. Hver er tónlistarmaðurinn?

2.  Annar tónlistarmaður sendi hins vegar núna í sumar frá sér lagið Bad Habits sem náði gríðarlegum vinsældum og nýtur jafnvel enn. Hver er þessi músíkant?

3.  Árið 1402 barst afar skæð sótt til landsins með skipi frá útlöndum. Sóttin drap þúsundir manna, en hvað var hún kölluð?

4.  En hvar barst hún að landi?

5.  Í hvaða borg er Louvre-safnið?

6.  Í annarri borg í Evrópu er hins vegar annað frægt safn, Guggenheim-safnið, í frægri byggingu sem opnuð var 1997. Hvaða borg er hér um að ræða?  

7.  Drykkjarvöruframleiðandi einn frá Austurríki framleiðir vinsælan orkudrykk með ensku nafni, en er líka þekkt fyrir að styrkja mjög myndarlega fjölda íþróttaliða í mörgum löndum, ekki síst í fótbolta og kappakstri. Liðin, sem fyrirtækið heldur úti, taka sér yfirleitt nafn fyrirtækisins. Hvað heitir drykkurinn — og fyrirtækið?

8.  Fangelsið að Litla-Hrauni er í útjaðri hvaða þéttbýlisstaðar?

9.  Tzatziki er ídýfa og/eða smáréttur sem búinn er til úr hvítlauk, agúrku, ólífuolíu, dilli og stundum sítrónusafa. En hér vantar reyndar aðalatriðið í tzatziki, sem er ...?

10.  Árið 2003 lét Ingibjörg Sólrún af starfi sem borgarstjóri Reykjavíkur. Næstu árin kom fólk og fór í embætti borgarstjóra. Hve margir einstaklingar gegndu borgmeistarastarfinu þangað til Jón Gnarr tók við 2010?

***

Seinni aukaspurning:

Árið 1986 var myndin hér að neðan tekin á blaðamannafundi. Af hvaða tilefni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Björk.

2.  Ed Sheerean.

3.  Svarti dauði.

4.  Í Hvalfirði.

5.  Í París.

6.  Bilbao.  

7.  Red Bull.

8.  Eyrarbakka.

9.  Jógúrt.

10.  Sex — Þórólfur Árnason, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Farrah Fawcett.

Neðri myndin var tekin á blaðamannafundi sænsku lögreglunnar vegna morðsins á Olov Palme. Lögreglumaðurinn sem veifar byssunum tveim hét Hans Holmér en óþarfi er að muna nafn hans. „Morðið á Palme“ þarf að koma fram.

***

Hér að neðan eru hlekkir á fyrri þrautir, athugið það!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár