Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

572. spurningaþraut: Napoleon, Oregon, Mordor, Melville, bongó, Chisholm, metan

572. spurningaþraut: Napoleon, Oregon, Mordor, Melville, bongó, Chisholm, metan

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fáni blaktir hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað var móðurmál Napóleons Bónapartes?

2.  Hvaða fyrirbæri í landafræði nefnist Oregon?

3.  Hvað af eftirtöldum tungumálum er EKKI rómanskt mál: Franska, króatíska, portúgalska, rúmenska, spænska?

4.  Hvaða ríki er styst frá Suðurskautslandinu?

5.  Hvar er landið Mordor?

6.  Í hvaða borg var frægasta bókasafn fornaldarinnar?

7.  Hermann Melville var bandarískur rithöfundur sem gaf út nokkrar þykkar bækur. Langfrægastur er hann fyrir bók sem heitir ...?

8.  Fyrst spyrst til bongó-tromma á ofanverðri 19. öld á eyju nokkurri býsna stórri, þótt svipaðar trommur hafi vissulega verið til víðar en á þessari einu eyju. En hvaða eyja er það sem sé þar sem hinar einu sönnu bongó-trommur komu fyrst fram?

9.  Shirley Chisholm hét kona ein sem fæddist í Bandaríkjunum 1924. Foreldrar hennar voru frá Gyuana og Barbados. Hún lærði til kennara en fór fljótlega að taka þátt í pólitísku starfi og árið 1968 var hún kosin á Bandaríkjaþing fyrir hverfi í New York. Hún sat á þingi til 1983 en hélt áfram pólitískri baráttu fram í andlátið 2005. Fyrir hvað er Chisholm einkum minnst vestan hafs?

10.  Hvaða dýrategund, fyrir utan manninn, er sögð skipta mestu máli ef draga á úr metan-magni í andrúmsloftinu?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ítalska. Nákvæmt svar væri ítölsk mállýska á Korsíku en ítalska dugar.

2.  Ríki í Bandaríkjunum.

3.  Króatíska.

4.  Tjíle.

5.  Í sagnaheimi J.R.R.Tolkien.

6.  Alexandríu í Egiftalandi.

7.  Moby Dick.

8.  Kúba.

9.  Fyrsta svarta konan sem var kosin á þing þar vestra.

10.  Nautgripir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er írski fáninn.

Á neðri mynd er Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár