Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

572. spurningaþraut: Napoleon, Oregon, Mordor, Melville, bongó, Chisholm, metan

572. spurningaþraut: Napoleon, Oregon, Mordor, Melville, bongó, Chisholm, metan

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fáni blaktir hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað var móðurmál Napóleons Bónapartes?

2.  Hvaða fyrirbæri í landafræði nefnist Oregon?

3.  Hvað af eftirtöldum tungumálum er EKKI rómanskt mál: Franska, króatíska, portúgalska, rúmenska, spænska?

4.  Hvaða ríki er styst frá Suðurskautslandinu?

5.  Hvar er landið Mordor?

6.  Í hvaða borg var frægasta bókasafn fornaldarinnar?

7.  Hermann Melville var bandarískur rithöfundur sem gaf út nokkrar þykkar bækur. Langfrægastur er hann fyrir bók sem heitir ...?

8.  Fyrst spyrst til bongó-tromma á ofanverðri 19. öld á eyju nokkurri býsna stórri, þótt svipaðar trommur hafi vissulega verið til víðar en á þessari einu eyju. En hvaða eyja er það sem sé þar sem hinar einu sönnu bongó-trommur komu fyrst fram?

9.  Shirley Chisholm hét kona ein sem fæddist í Bandaríkjunum 1924. Foreldrar hennar voru frá Gyuana og Barbados. Hún lærði til kennara en fór fljótlega að taka þátt í pólitísku starfi og árið 1968 var hún kosin á Bandaríkjaþing fyrir hverfi í New York. Hún sat á þingi til 1983 en hélt áfram pólitískri baráttu fram í andlátið 2005. Fyrir hvað er Chisholm einkum minnst vestan hafs?

10.  Hvaða dýrategund, fyrir utan manninn, er sögð skipta mestu máli ef draga á úr metan-magni í andrúmsloftinu?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ítalska. Nákvæmt svar væri ítölsk mállýska á Korsíku en ítalska dugar.

2.  Ríki í Bandaríkjunum.

3.  Króatíska.

4.  Tjíle.

5.  Í sagnaheimi J.R.R.Tolkien.

6.  Alexandríu í Egiftalandi.

7.  Moby Dick.

8.  Kúba.

9.  Fyrsta svarta konan sem var kosin á þing þar vestra.

10.  Nautgripir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er írski fáninn.

Á neðri mynd er Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár