Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

572. spurningaþraut: Napoleon, Oregon, Mordor, Melville, bongó, Chisholm, metan

572. spurningaþraut: Napoleon, Oregon, Mordor, Melville, bongó, Chisholm, metan

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fáni blaktir hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað var móðurmál Napóleons Bónapartes?

2.  Hvaða fyrirbæri í landafræði nefnist Oregon?

3.  Hvað af eftirtöldum tungumálum er EKKI rómanskt mál: Franska, króatíska, portúgalska, rúmenska, spænska?

4.  Hvaða ríki er styst frá Suðurskautslandinu?

5.  Hvar er landið Mordor?

6.  Í hvaða borg var frægasta bókasafn fornaldarinnar?

7.  Hermann Melville var bandarískur rithöfundur sem gaf út nokkrar þykkar bækur. Langfrægastur er hann fyrir bók sem heitir ...?

8.  Fyrst spyrst til bongó-tromma á ofanverðri 19. öld á eyju nokkurri býsna stórri, þótt svipaðar trommur hafi vissulega verið til víðar en á þessari einu eyju. En hvaða eyja er það sem sé þar sem hinar einu sönnu bongó-trommur komu fyrst fram?

9.  Shirley Chisholm hét kona ein sem fæddist í Bandaríkjunum 1924. Foreldrar hennar voru frá Gyuana og Barbados. Hún lærði til kennara en fór fljótlega að taka þátt í pólitísku starfi og árið 1968 var hún kosin á Bandaríkjaþing fyrir hverfi í New York. Hún sat á þingi til 1983 en hélt áfram pólitískri baráttu fram í andlátið 2005. Fyrir hvað er Chisholm einkum minnst vestan hafs?

10.  Hvaða dýrategund, fyrir utan manninn, er sögð skipta mestu máli ef draga á úr metan-magni í andrúmsloftinu?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ítalska. Nákvæmt svar væri ítölsk mállýska á Korsíku en ítalska dugar.

2.  Ríki í Bandaríkjunum.

3.  Króatíska.

4.  Tjíle.

5.  Í sagnaheimi J.R.R.Tolkien.

6.  Alexandríu í Egiftalandi.

7.  Moby Dick.

8.  Kúba.

9.  Fyrsta svarta konan sem var kosin á þing þar vestra.

10.  Nautgripir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er írski fáninn.

Á neðri mynd er Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár