Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

570. spurningaþraut: Barátta við geimverur og illþýði ýmislegt

570. spurningaþraut: Barátta við geimverur og illþýði ýmislegt

Hér verður spurt um vísindaskáldskap, geimverur og annað þvíumlíkt.

Fyrri aukaspurning: Þessi fagurhærða kona hér að ofan tók þátt í baráttu gegn illskeyttum geimverum í breskum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á Íslandi fyrir fimm áratugum. Hvað hétu þeir þættir?

***

Aðalspurningar:

1.  Í frægri sögu eftir H.G.Wells, sem fyrst birtist 1897, er lýst innrás geimvera á Jörðina og þær koma frá ... hvaða stað?

2.  Þeir Steve McQueen, Dustin Hoffman, Al Pacino, Jack Nicholson, Gene Hackman og James Caan höfnuðu allir aðalhlutverkinu í kvikmynd einni sem frumsýnd var 1977. Richard Dreyfus tók að lokum að sér hlutverkið sem fól meðal annars í sér að hitta fyrir geimverur. Og varð frægð hans mikil. Hvaða bíómynd var þetta?

3.  Í hvaða bíómynda-bálki koma fyrir Jedíar svonefndir?

4.  Árið 1972 gerði sovéski kvikmyndasnillingurinn Andrei Tarkovskí bíómynd sem fjallaði um hóp geimfara sem verða fyrir einkennilegum áhrifum þegar þeir gista plánetu eina, sem hulin er vatni eða sjó. Hvað hét þessi bíómynd?

5.  Árið 2002 endurgerði bandaríski leikstjórinn Steven Soderberg þessa mynd og þar lék eina skærasta filmstjarna Bandaríkjanna aðalhlutverkið, tiltölulega nýkomin frá því að lækna fólk í sjónvarpsþáttunum ER. Hvaða stjarna var þetta?

6.  Árið 1996 varð afar vinsæl kvikmynd sem lýsti grimmilegri innrás skuggalegra geimvera á Jörðina. Will Smith og Bill Pullman léku þar hvað stærst hlutverk og börðust af hörku gegn illþýðinu utan úr geimnum. Og myndin hét ...?

7.  Mandalorian heitir sjónvarpssería sem sýnd hefur verið síðustu misserin við allmiklar vinsældir og gerist greinilega í sömu veröld og ein allra vinsælasta bíómyndaserían utan úr geimnum. Hver er sú?

8.  Illræmdir geimbúar sem nefndir eru Klingonar koma fyrir í annarri vísindaskáldskaparseríu, sem nefnist ...?

9.  Lalla, Tinkí Vinkí, Dipsí og Pó eru greinilega geimverur af einhveru tagi, þótt meinlaus séu og illt sé að segja til hvar þau búa. Einu nafni eru fjórmenningarnir kallaðir ...?

10.  Árið 1959 var íslenskur kennari á göngu á Esjunni þegar aðvífandi fljúgandi diskur tók hann um borð og flutti hann til plánetunnar Laí, þar sem mjög er fagurt um að litast og allt mjög andlegt. Frásögn af þessu var gefin út undir nafninu Ferðin til stjarnanna og nefndi höfundur sig Ingi Vítalín. Í raun var þetta skáldsaga og höfundurinn var í raun og veru einn þekktasti höfundur Íslands í þá daga. Hann hét ...?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða bíómyndaröð er þetta kvikindi hér óvinurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mars.

2.  Close Encounters of the Third Kind.

3.  Star Wars.

4.  Solaris.

5.  George Clooney.

6.  Independence Day.

7.  Star Wars.

8.  Star Trek.

9.  Stubbarnir, Teletubbies.

10.  Kristmann Guðmundsson.

***

Konan á efri myndinni kom fram í sjónvarpsþáttunum FFH eða UFO.

Skrímslið á neðri myndinni er úr Alien-myndunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vilja einfalda lífið
2
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár