Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

570. spurningaþraut: Barátta við geimverur og illþýði ýmislegt

570. spurningaþraut: Barátta við geimverur og illþýði ýmislegt

Hér verður spurt um vísindaskáldskap, geimverur og annað þvíumlíkt.

Fyrri aukaspurning: Þessi fagurhærða kona hér að ofan tók þátt í baráttu gegn illskeyttum geimverum í breskum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á Íslandi fyrir fimm áratugum. Hvað hétu þeir þættir?

***

Aðalspurningar:

1.  Í frægri sögu eftir H.G.Wells, sem fyrst birtist 1897, er lýst innrás geimvera á Jörðina og þær koma frá ... hvaða stað?

2.  Þeir Steve McQueen, Dustin Hoffman, Al Pacino, Jack Nicholson, Gene Hackman og James Caan höfnuðu allir aðalhlutverkinu í kvikmynd einni sem frumsýnd var 1977. Richard Dreyfus tók að lokum að sér hlutverkið sem fól meðal annars í sér að hitta fyrir geimverur. Og varð frægð hans mikil. Hvaða bíómynd var þetta?

3.  Í hvaða bíómynda-bálki koma fyrir Jedíar svonefndir?

4.  Árið 1972 gerði sovéski kvikmyndasnillingurinn Andrei Tarkovskí bíómynd sem fjallaði um hóp geimfara sem verða fyrir einkennilegum áhrifum þegar þeir gista plánetu eina, sem hulin er vatni eða sjó. Hvað hét þessi bíómynd?

5.  Árið 2002 endurgerði bandaríski leikstjórinn Steven Soderberg þessa mynd og þar lék eina skærasta filmstjarna Bandaríkjanna aðalhlutverkið, tiltölulega nýkomin frá því að lækna fólk í sjónvarpsþáttunum ER. Hvaða stjarna var þetta?

6.  Árið 1996 varð afar vinsæl kvikmynd sem lýsti grimmilegri innrás skuggalegra geimvera á Jörðina. Will Smith og Bill Pullman léku þar hvað stærst hlutverk og börðust af hörku gegn illþýðinu utan úr geimnum. Og myndin hét ...?

7.  Mandalorian heitir sjónvarpssería sem sýnd hefur verið síðustu misserin við allmiklar vinsældir og gerist greinilega í sömu veröld og ein allra vinsælasta bíómyndaserían utan úr geimnum. Hver er sú?

8.  Illræmdir geimbúar sem nefndir eru Klingonar koma fyrir í annarri vísindaskáldskaparseríu, sem nefnist ...?

9.  Lalla, Tinkí Vinkí, Dipsí og Pó eru greinilega geimverur af einhveru tagi, þótt meinlaus séu og illt sé að segja til hvar þau búa. Einu nafni eru fjórmenningarnir kallaðir ...?

10.  Árið 1959 var íslenskur kennari á göngu á Esjunni þegar aðvífandi fljúgandi diskur tók hann um borð og flutti hann til plánetunnar Laí, þar sem mjög er fagurt um að litast og allt mjög andlegt. Frásögn af þessu var gefin út undir nafninu Ferðin til stjarnanna og nefndi höfundur sig Ingi Vítalín. Í raun var þetta skáldsaga og höfundurinn var í raun og veru einn þekktasti höfundur Íslands í þá daga. Hann hét ...?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða bíómyndaröð er þetta kvikindi hér óvinurinn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mars.

2.  Close Encounters of the Third Kind.

3.  Star Wars.

4.  Solaris.

5.  George Clooney.

6.  Independence Day.

7.  Star Wars.

8.  Star Trek.

9.  Stubbarnir, Teletubbies.

10.  Kristmann Guðmundsson.

***

Konan á efri myndinni kom fram í sjónvarpsþáttunum FFH eða UFO.

Skrímslið á neðri myndinni er úr Alien-myndunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár