Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

569. spurningaþraut: „Upp, upp mín sál og allt mitt geð“

569. spurningaþraut: „Upp, upp mín sál og allt mitt geð“

Fyrri aukaspurning:

Hér er þekkt kona þegar hún var aðeins tíu ára gömul. Hver er þetta?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða kvæðabálkur hefst svo: „Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, / upp mitt hjarta og rómur með“?

2.  Í hvaða bæjarfélagi hefur íþróttafélagið Afturelding aðsetur?

3.  Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Pawel Bartoszek í borgarstjórn Reykjavíkur?

4.  Halldór Baldursson heitir einn vinsælasti myndlistarmaður landsins og altént koma verk hans daglega fyrir sjónir fleiri en flestra kollega hans. Hvar birtast þau?

5.  Í hvaða sögu kemur Helvítisgjáin við sögu?

6.  Í hvaða landi eru Renault-bílar upprunnir? 

7.  Undir hvaða nafni er Clark Kent þekktastur?

8.  Hvað heitir höfuðborgin í Panama?

9.  Virginia Guiffre heitir kona tæplega fertug en stendur nú í málarekstri við frægðarmann einn vegna atburða sem gerðust fyrir rúmum tuttugu árum. Hver er sá frægðarmaður?

10.  Fyrirbæri eitt var einu sinni brúkað á Íslandi en var svo lagt niður fyrir rúmri hálfri öld eins og í meirihluta heimsins. Þetta fyrirbæri er þó enn við lýði á Bretlandseyjum og á Írlandi, sem og í nærri allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sunnan- og suðaustanverðri Afríku er fyrirbærið allvíða notað enn og sömuleiðis á Indlandi. Það er og notað víðar í Asíu, þar á meðal í Japan og Tælandi. Það þekkist og í einstaka löndum Mið- og Suður-Ameríku. Fyrir Íslendinga tekur oft svolitla stund að venjast fyrirbærinu þegar þeir koma til landa þar sem það er notað, en það tekst þó jafnan stórslysalítið. Hvaða fyribæri er þetta?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað vex hér á greinum?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Passíusálmarnir.

2.  Mosfellsbæ.

3.  Viðreisn.

4.  Í Fréttablaðinu. Raunar einnig í Viðskiptablaðinu.

5.  Ronju ræningjadóttur.

6.  Frakklandi.

7.  Superman.

8.  Panama eða Panamaborg.

9.  Andrés prins.

10.  Vinstri umferð.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Diana Spencer, síðar prinsessa.

Á neðri myndinni má sjá avokadó, öðru nafni lárperur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár