Fyrri aukaspurning:
Hvaða kykvendi má sjá hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir helsta, elsta og mesta trúarrit múslima?
2. Purana-bækurnar (eða verkin) og Itihasa-bækurnar eru aftur á móti meðal mikilvægra trúarrita hjá fylgjendum annarra útbreiddra trúarbragða. Hver eru þau trúarbrögð?
3. Hvar bjuggu hinir fornu Etrúrar fyrir eitthvað um 2.500 árum?
4. Ígor Sikorsky hét maður sem fæddist í Kíev í Úkraínu árið 1889. Hann var brautryðjandi í þróun á ... hverju?
5. Hver skrifaði um Oliver Twist?
6. En hver tvistar til að gleyma?
7. Hvaða konu var sagt að hún myndi „hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér“?
8. En hver var „bæði ljúf og góð [og hýr og rjóð] og hún var líka þæg“?
9. Hvaða ár var forseti Íslands síðast sjálfkjörinn í forsetakosningum?
10. Charizard, Onix, Mewtwo, Eevee, Gengar, Mew, Snorlax og síðast en ekki síst Pikachu hafast við í veröld ... ja, hvaða veröld?
***
Seinni aukaspurning:
Hver er þingkonan á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kóran.
2. Hindúasið.
3. Á Ítalíu.
4. Þyrlum.
5. Charles Dickens.
6. Óliver Tvist eða Sæmi Rokk.
7. Evu.
8. Dimmalimm.
9. 2008.
10. Pókemona.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er kamelljón.
Á neðri myndinni er Steinunn Þóra þingmaður VG. Hún er Árnadóttir en eins og venjulega þegar fólk heitir tveim nöfnum og notar bæði, þá er óþarfi að vita það.
Athugasemdir