Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

567. spurningaþraut: Hver man eftir tvíburunum Cameron og Tyler Winklevoss?

567. spurningaþraut: Hver man eftir tvíburunum Cameron og Tyler Winklevoss?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg eru þessar spírur?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fjallgarður skilur að Evrópu- og Asíuhluta Rússlands?

2.  Á hvaða hljóðfæri í Bítlunum spilaði Paul McCartney aðallega?

3.  Árni Magnússon er í Íslandssögunni kunnastur fyrir að hafa safnað ... hverju?

4.  Vinsæll en umdeildur (einkum framan af) tölvuleikur sem til er í mörgum útgáfum gerist meðal annars í borgum sem kallaðar eru Liberty City, Vice City og San Andreas.  Hvaða tölvuleikur er það?

5.  Frances McDormand vann Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrr á þessu ári. En í hvaða mynd lék hún svo vel?

6.  Þetta var í þriðja sinn sem hún fékk þessi eftirsóttu verðlaun. Hún fékk þau fyrst 1995 og svo 2017. Í fyrri myndinni lék hún óléttan lögreglustjóra, en hvað hét myndin? Þið megið svo sæma ykkur lárviðarstigi ef þið munið hvað myndin frá 2017 hét, stafrétt!

7.  Í Indlandshafi eru nokkur eyríki, og þar af eru þrjú lítil ríki sem tilheyra Afríku. Nefna þarf að minnsta kosti tvö þeirra til að fá stig. Takið eftir orðinu „lítil“ — langstærsta eyríkið við Afríkustrendur Indlandshafs telst ekki með í þessari spurningu.

8.  En meðal annarra orða — hvað heitir það?!

9.  Og hvaða dýr, fjarskyld okkur mönnunum, búa nú aftur þar og hvergi annars staðar?

10.  Bandarísku tvíburarnir Cameron og Tyler Winklevoss eru að ýmsu leyti afreksmenn. Þeir tóku þátt í róðrarkeppni á Ólympíuleikunum 2008 en eru nú kunnari sem athafnamenn, og hafa eignast mikil auðæfi í rafmynt og ýmsu þvíumlíku. Allra kunnastir eru tvíburarnir samt fyrir málarekstur sem þeir hófu árið 2004, aðeins 23 ára gamlir. Þá fóru þeir í mál við kunningja sinn og skólabróður sem þeir töldu hafa hlunnfarið sig illa. Hver var sá?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úralfjöll.

2.  Bassa.

3.  Handritum.

4.  Grand Theft Auto.

5.  Nomadland.

6.  Fargo. Myndin frá 2017 heitir Three Billboards Outside Ebbing, Missouri og þið þurfið að hafa nafnið nákvæmlega rétt til að fá lárviðarstig.

7.  Comoros-eyjar, Seychelles-eyjar og Máritíus. Þið fáið sem sagt stig fyrir að nefna tvö af ríkjunum.

8.  Madagaskar.

9.  Lemúrar.

10.  Zuckerberg forstjóri Facebook. Raunar fór fyrirtæki bræðranna í mál við Facebook en við orðum þetta svona.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á neðri myndinni er Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra.

Hér má sjá myndina í heilu lagi.

Spírurnar á efri myndinni tilheyra Gaudi-dómkirkjunni í Barcelona.

Basílica i Temple Expiatori de la Sagrada Famíliasem Antoni Gaudi teiknaði og rís í Barcelona.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár