Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

567. spurningaþraut: Hver man eftir tvíburunum Cameron og Tyler Winklevoss?

567. spurningaþraut: Hver man eftir tvíburunum Cameron og Tyler Winklevoss?

Fyrri aukaspurning:

Í hvaða borg eru þessar spírur?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fjallgarður skilur að Evrópu- og Asíuhluta Rússlands?

2.  Á hvaða hljóðfæri í Bítlunum spilaði Paul McCartney aðallega?

3.  Árni Magnússon er í Íslandssögunni kunnastur fyrir að hafa safnað ... hverju?

4.  Vinsæll en umdeildur (einkum framan af) tölvuleikur sem til er í mörgum útgáfum gerist meðal annars í borgum sem kallaðar eru Liberty City, Vice City og San Andreas.  Hvaða tölvuleikur er það?

5.  Frances McDormand vann Óskarsverðlaun sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrr á þessu ári. En í hvaða mynd lék hún svo vel?

6.  Þetta var í þriðja sinn sem hún fékk þessi eftirsóttu verðlaun. Hún fékk þau fyrst 1995 og svo 2017. Í fyrri myndinni lék hún óléttan lögreglustjóra, en hvað hét myndin? Þið megið svo sæma ykkur lárviðarstigi ef þið munið hvað myndin frá 2017 hét, stafrétt!

7.  Í Indlandshafi eru nokkur eyríki, og þar af eru þrjú lítil ríki sem tilheyra Afríku. Nefna þarf að minnsta kosti tvö þeirra til að fá stig. Takið eftir orðinu „lítil“ — langstærsta eyríkið við Afríkustrendur Indlandshafs telst ekki með í þessari spurningu.

8.  En meðal annarra orða — hvað heitir það?!

9.  Og hvaða dýr, fjarskyld okkur mönnunum, búa nú aftur þar og hvergi annars staðar?

10.  Bandarísku tvíburarnir Cameron og Tyler Winklevoss eru að ýmsu leyti afreksmenn. Þeir tóku þátt í róðrarkeppni á Ólympíuleikunum 2008 en eru nú kunnari sem athafnamenn, og hafa eignast mikil auðæfi í rafmynt og ýmsu þvíumlíku. Allra kunnastir eru tvíburarnir samt fyrir málarekstur sem þeir hófu árið 2004, aðeins 23 ára gamlir. Þá fóru þeir í mál við kunningja sinn og skólabróður sem þeir töldu hafa hlunnfarið sig illa. Hver var sá?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úralfjöll.

2.  Bassa.

3.  Handritum.

4.  Grand Theft Auto.

5.  Nomadland.

6.  Fargo. Myndin frá 2017 heitir Three Billboards Outside Ebbing, Missouri og þið þurfið að hafa nafnið nákvæmlega rétt til að fá lárviðarstig.

7.  Comoros-eyjar, Seychelles-eyjar og Máritíus. Þið fáið sem sagt stig fyrir að nefna tvö af ríkjunum.

8.  Madagaskar.

9.  Lemúrar.

10.  Zuckerberg forstjóri Facebook. Raunar fór fyrirtæki bræðranna í mál við Facebook en við orðum þetta svona.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á neðri myndinni er Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra.

Hér má sjá myndina í heilu lagi.

Spírurnar á efri myndinni tilheyra Gaudi-dómkirkjunni í Barcelona.

Basílica i Temple Expiatori de la Sagrada Famíliasem Antoni Gaudi teiknaði og rís í Barcelona.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
4
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár