Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

566. spurningaþraut: Hvaða skötuhjú eru annáluð fyrir flærð og lygar?

566. spurningaþraut: Hvaða skötuhjú eru annáluð fyrir flærð og lygar?

Fyrri aukaspurning:

Hver er fyrirsætan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Svo má spyrja líka: Hver málaði myndina?

2.  Nafnið á þéttbýlisstað nokkrum fjölmennum hér í nágrenni við okkur bendir til þess að þar hafi verið bækistöðvar verslunarmanna. Hann heitir nefnilega ...?

3.  Hvaða kvenpersóna í Njálu er annáluð fyrir flærð, undirferli og lygar?

4.  Þrátt fyrir óorð það sem af kvenpersónunni fer, þá á hún sér þó formælendur ýmsa. Sú er ekki raunininn um þá karlkyns persónu í Njálu sem líka er annáluð fyrir flærð, undirferli og lygar — því fáir hafa orðið til að halda uppi vörnum fyrir hann. Hvað heitir þessi annálaði lygari?

5.  Nadime Gordimer fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1991 og J. M.Coetzee tólf árum síðar. Þau eru frá sama landinu. Hvaða land er það?

6.  Fyrst við erum komin út í Nóbelsverðlaun, þá hafa eftirtaldir bandarískir höfundar allir fengið Nóbelinn: Sinclair Lewis, Eugene O'Neill, Ernst Hemingway, John Steinbeck og Toni Morrison. Hver af þessum fimm höfundum er fyrst og fremst kunnur fyrir leikrit?

7.  Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn?

8.  Hver leikur lögregluforingjann Þorgerði í kvikmyndinni Cop Secret eða Leynilögga?

9.  Árið 1964 kom skipið Siglfirðingur til landsins. Skipið var af nýrri gerð sem átti eftir að ryðja sér almennilega til rúms fáeinum árum síðar þegar sannkallað kapphlaup hófst á Íslandi um slík skip. Hvers konar skip var Siglfirðingur?

10.  Veirusjúkdóm einn er hægt að rekja til óvenju margra veirutegunda og eru nokkrar þeirra svokallaðar kórónaveirur, eins og sú sem veldur Covid-19. En aðrar tegundir valda líka þessum sama sjúkdómi, svo sem adenóvírus (eitlaveira), enterovírus (iðraveira) og þó alveg sérstaklega rhínóvírus (nasaveira). Hvaða sjúkdóm er hér um að ræða?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Warhol.

2.  Kaupmannahöfn.

3.  Hallgerður.

4.  Mörður.

5.  Suður-Afríka.

6.  O'Neill.

7.  Rauður.

8.  Steinunn Ólína.

9.  Skuttogari.

10.  Kvef.

***

Svör við aukaspurningum:

Marilyn Monroe er fyrirmynd Warhols á efri myndinni.

Á neðri myndinni Jóhann heitinn Jóhannsson tónskáld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár