Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

566. spurningaþraut: Hvaða skötuhjú eru annáluð fyrir flærð og lygar?

566. spurningaþraut: Hvaða skötuhjú eru annáluð fyrir flærð og lygar?

Fyrri aukaspurning:

Hver er fyrirsætan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Svo má spyrja líka: Hver málaði myndina?

2.  Nafnið á þéttbýlisstað nokkrum fjölmennum hér í nágrenni við okkur bendir til þess að þar hafi verið bækistöðvar verslunarmanna. Hann heitir nefnilega ...?

3.  Hvaða kvenpersóna í Njálu er annáluð fyrir flærð, undirferli og lygar?

4.  Þrátt fyrir óorð það sem af kvenpersónunni fer, þá á hún sér þó formælendur ýmsa. Sú er ekki raunininn um þá karlkyns persónu í Njálu sem líka er annáluð fyrir flærð, undirferli og lygar — því fáir hafa orðið til að halda uppi vörnum fyrir hann. Hvað heitir þessi annálaði lygari?

5.  Nadime Gordimer fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1991 og J. M.Coetzee tólf árum síðar. Þau eru frá sama landinu. Hvaða land er það?

6.  Fyrst við erum komin út í Nóbelsverðlaun, þá hafa eftirtaldir bandarískir höfundar allir fengið Nóbelinn: Sinclair Lewis, Eugene O'Neill, Ernst Hemingway, John Steinbeck og Toni Morrison. Hver af þessum fimm höfundum er fyrst og fremst kunnur fyrir leikrit?

7.  Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn?

8.  Hver leikur lögregluforingjann Þorgerði í kvikmyndinni Cop Secret eða Leynilögga?

9.  Árið 1964 kom skipið Siglfirðingur til landsins. Skipið var af nýrri gerð sem átti eftir að ryðja sér almennilega til rúms fáeinum árum síðar þegar sannkallað kapphlaup hófst á Íslandi um slík skip. Hvers konar skip var Siglfirðingur?

10.  Veirusjúkdóm einn er hægt að rekja til óvenju margra veirutegunda og eru nokkrar þeirra svokallaðar kórónaveirur, eins og sú sem veldur Covid-19. En aðrar tegundir valda líka þessum sama sjúkdómi, svo sem adenóvírus (eitlaveira), enterovírus (iðraveira) og þó alveg sérstaklega rhínóvírus (nasaveira). Hvaða sjúkdóm er hér um að ræða?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Warhol.

2.  Kaupmannahöfn.

3.  Hallgerður.

4.  Mörður.

5.  Suður-Afríka.

6.  O'Neill.

7.  Rauður.

8.  Steinunn Ólína.

9.  Skuttogari.

10.  Kvef.

***

Svör við aukaspurningum:

Marilyn Monroe er fyrirmynd Warhols á efri myndinni.

Á neðri myndinni Jóhann heitinn Jóhannsson tónskáld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
6
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár