Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

566. spurningaþraut: Hvaða skötuhjú eru annáluð fyrir flærð og lygar?

566. spurningaþraut: Hvaða skötuhjú eru annáluð fyrir flærð og lygar?

Fyrri aukaspurning:

Hver er fyrirsætan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Svo má spyrja líka: Hver málaði myndina?

2.  Nafnið á þéttbýlisstað nokkrum fjölmennum hér í nágrenni við okkur bendir til þess að þar hafi verið bækistöðvar verslunarmanna. Hann heitir nefnilega ...?

3.  Hvaða kvenpersóna í Njálu er annáluð fyrir flærð, undirferli og lygar?

4.  Þrátt fyrir óorð það sem af kvenpersónunni fer, þá á hún sér þó formælendur ýmsa. Sú er ekki raunininn um þá karlkyns persónu í Njálu sem líka er annáluð fyrir flærð, undirferli og lygar — því fáir hafa orðið til að halda uppi vörnum fyrir hann. Hvað heitir þessi annálaði lygari?

5.  Nadime Gordimer fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum 1991 og J. M.Coetzee tólf árum síðar. Þau eru frá sama landinu. Hvaða land er það?

6.  Fyrst við erum komin út í Nóbelsverðlaun, þá hafa eftirtaldir bandarískir höfundar allir fengið Nóbelinn: Sinclair Lewis, Eugene O'Neill, Ernst Hemingway, John Steinbeck og Toni Morrison. Hver af þessum fimm höfundum er fyrst og fremst kunnur fyrir leikrit?

7.  Hvernig er bíll Andrésar Andar á litinn?

8.  Hver leikur lögregluforingjann Þorgerði í kvikmyndinni Cop Secret eða Leynilögga?

9.  Árið 1964 kom skipið Siglfirðingur til landsins. Skipið var af nýrri gerð sem átti eftir að ryðja sér almennilega til rúms fáeinum árum síðar þegar sannkallað kapphlaup hófst á Íslandi um slík skip. Hvers konar skip var Siglfirðingur?

10.  Veirusjúkdóm einn er hægt að rekja til óvenju margra veirutegunda og eru nokkrar þeirra svokallaðar kórónaveirur, eins og sú sem veldur Covid-19. En aðrar tegundir valda líka þessum sama sjúkdómi, svo sem adenóvírus (eitlaveira), enterovírus (iðraveira) og þó alveg sérstaklega rhínóvírus (nasaveira). Hvaða sjúkdóm er hér um að ræða?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er maðurinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Warhol.

2.  Kaupmannahöfn.

3.  Hallgerður.

4.  Mörður.

5.  Suður-Afríka.

6.  O'Neill.

7.  Rauður.

8.  Steinunn Ólína.

9.  Skuttogari.

10.  Kvef.

***

Svör við aukaspurningum:

Marilyn Monroe er fyrirmynd Warhols á efri myndinni.

Á neðri myndinni Jóhann heitinn Jóhannsson tónskáld.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
4
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu