Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

564. spurningaþraut: Hvar er þessi kirkja, með leyfi?

564. spurningaþraut: Hvar er þessi kirkja, með leyfi?

Fyrri aukaspurning: 

Hvar er kirkjan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Úllen dúllen doff ... hvað kemur svo?

2.  Í hvaða þjóðsögu segir frá hyskinni húsmóður sem nennti ekki að vefa og reyndi að koma vinnunni yfir á aðra? 

3.  Fjarðará fellur til sjávar í kunnum firði — eins og nafn árinnar gefur raunar til kynna. Fjörðurinn er fyrir austan. Hvað heitir hann?

4.  Í hvaða landi er Fumio Kishida nýorðinn forsætisráðherra?

5.  Rodin hét franskur myndhöggvari sem andaðist 77 ára árið 1917. Hvað heitir langfrægasta höggmynd hans?

6.  Við hvaða innhaf stendur borgin Arkhangelsk í Rússlandi?

7.  Hvar andaðist Napóleon Bónaparte fyrir réttum 200 árum?

8.  Jóhanna af Örk — eins og hún er gjarnan kölluð á Íslandi — var frönsk stúlka sem brennd var á báli fyrir afskipti sín af stríðsrekstri í ... hvaða stríði?

9.  Kryddið kanill er unnið úr hvaða jurtahluta?

10.  München er höfuðborg hvaða fylkis í Þýskalandi?

***

Síðari aukaspurning:

Hvaða starfi gegnir þetta fólk?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kikke lane koff.

2.  Gilitrutt.

3.  Seyðisfjörður.

4.  Japan.

5.  Hugsuðurinn.

Hugsuður Rodins

6.  Hvítahafið.

7.  St.Helenu.

8.  Hundrað ára stríðinu. 

9.  Trjáberki.

10.  Bæjaralandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Þetta er Selfosskirkja!

Þetta eru bandarískir Hæstaréttardómarar. Þau heita Gorsuch og Barrett en óþarfi er að vita það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár