Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

564. spurningaþraut: Hvar er þessi kirkja, með leyfi?

564. spurningaþraut: Hvar er þessi kirkja, með leyfi?

Fyrri aukaspurning: 

Hvar er kirkjan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Úllen dúllen doff ... hvað kemur svo?

2.  Í hvaða þjóðsögu segir frá hyskinni húsmóður sem nennti ekki að vefa og reyndi að koma vinnunni yfir á aðra? 

3.  Fjarðará fellur til sjávar í kunnum firði — eins og nafn árinnar gefur raunar til kynna. Fjörðurinn er fyrir austan. Hvað heitir hann?

4.  Í hvaða landi er Fumio Kishida nýorðinn forsætisráðherra?

5.  Rodin hét franskur myndhöggvari sem andaðist 77 ára árið 1917. Hvað heitir langfrægasta höggmynd hans?

6.  Við hvaða innhaf stendur borgin Arkhangelsk í Rússlandi?

7.  Hvar andaðist Napóleon Bónaparte fyrir réttum 200 árum?

8.  Jóhanna af Örk — eins og hún er gjarnan kölluð á Íslandi — var frönsk stúlka sem brennd var á báli fyrir afskipti sín af stríðsrekstri í ... hvaða stríði?

9.  Kryddið kanill er unnið úr hvaða jurtahluta?

10.  München er höfuðborg hvaða fylkis í Þýskalandi?

***

Síðari aukaspurning:

Hvaða starfi gegnir þetta fólk?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kikke lane koff.

2.  Gilitrutt.

3.  Seyðisfjörður.

4.  Japan.

5.  Hugsuðurinn.

Hugsuður Rodins

6.  Hvítahafið.

7.  St.Helenu.

8.  Hundrað ára stríðinu. 

9.  Trjáberki.

10.  Bæjaralandi.

***

Svör við aukaspurningum:

Þetta er Selfosskirkja!

Þetta eru bandarískir Hæstaréttardómarar. Þau heita Gorsuch og Barrett en óþarfi er að vita það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár