Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

562. spurningaþraut: Hver er frægasti og ríkasti afkomandi danskra innflytjenda nú um stundir?

562. spurningaþraut: Hver er frægasti og ríkasti afkomandi danskra innflytjenda nú um stundir?

Fyrri aukaspurning:

Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan.

***

1.  Á dögunum vakti athygli þegar fótboltaframherjinn Salah hafði skorað í 10 leikjum í röð. Það var þó fjarri metinu sem fótboltamaður einn setti leiktíðina 2013-2014 þegar hann skoraði í 21 leik í röð. Hvaða fótbotakarl var svona duglegur að skora?

2.  Hver skrifaði skáldsöguna Íslandsklukkuna?

3.  Önnur skáldsaga, víðfræg, heitir Lord of the Flies, eða Flugnahöfðinginn og var höfundur hennar William Golding. Um hvað er sú bók í sem einföldustum dráttum?

4.  Hvað er Leyndarmál Viktoríu?

5.  Garðinn hennar vöktuðu sex ... sex hverjir?

6.  Árið 1054 varð afar afdrifaríkur atburður í kristindómnum. Hvað gerðist?

7.  Sidse Babett Knudsen heitir dönsk leikkona sem kunnust er fyrir leik í sjónvarpsþáttum sem heita ...?

8.  Hvar á Íslandi er Árneshreppur?

9.  Sámsey heitir ein af hinum minnstu eyjum við Danmerkurstrendur. Um 1900 fluttust ung hjón þaðan, John og Ida Jørgensen, til Bandaríkjanna og eignuðust soninn Theodore Jorgensen árið 1917. Theodore eignaðist soninn Ted Jorgensen árið 1944 og hann eignaðist svo líka son í fyllingu tímans með unnustu sinni Jacklyn Gise. Jacklyn skildi hins vegar á endanum við Ted og giftist öðrum manni sem ættleiddi son hennar. Undir sínu nýja nafni varð sonurinn einn frægasti og ríkasti maður heimsins. Hver er þessi forríki sonarsonardóttursonur Sámseyjar“?

10.  Við hvaða haf stendur rússneska borgin Vladivostok?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða fugl er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Messi.

2.  Halldór Laxness.

3.  Samskipti innan drengjahóps sem verður innlyksa á eyðieyju. Meira þarf í rauninni ekki.

4.  Undirfataframleiðandi.

5.  Japanskir vígamenn. Sjá þennan hlekk.

6.  Full vinslit urðu með kaþólsku kirkjunni og grísku rétttrúnaðarkirkjunni.

7.  Borgen.

8.  Á Ströndum, á Vestfjörðum, við Húnaflóa — allt rétt.

9.  Jeff Bezos.

10.  Kyrrahafið. Nákvæmara væri að segja Kínahaf en Kyrrahafið er alveg nóg.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hillary Rodham, síðar Clinton.

Á neðri myndinni er spói.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár