Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

561. spurningaþraut: Anna, Elísabet, Katrín, María, Viktoría — hver þeirra var EKKI drottning?

561. spurningaþraut: Anna, Elísabet, Katrín, María, Viktoría — hver þeirra var EKKI drottning?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða fána má sjá hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Um miðja 20. öld kom út í nokkrum bindum ævisaga Árna prófasts Þórarinssonar og í einu bindinu lýsti hann m.a. dvöl sinni á tilteknum stað á landinu og nefndist það bindi: „Hjá vondu fólki.“ Hvar á landinu bjó þetta meinta „vonda fólk“?

2.  Einn fremsti rithöfundur og stílisti þjóðarinnar á 20. öld skráði minningar Árna. Hver var sá?

3.  Hvaða ungi íslenski rapptónlistarmaður gaf fyrir þrem árum út plötuna Matador og svo á dögunum plötu sem hann nefnir Bushido?

4.  Hver var fyrsta konan sem gegndi starfi Þjóðleikhússtjóra á Íslandi?

5.  Hvað heitir hinn umdeildi formaður yfirkjörstjórnar í norðvesturkjördææmi?

6.  Anna, Elísabet, Katrín, María, Viktoría. Konur með þessum fimm nöfnum hafa allar setið í hásæti Englands/Bretlands sem drottningar í eigin nafni. Sem raunverulegir valdamenn, semsé. En reyndar er eitt nafnið fals. Engin kona með því nafni hefur verið drottning þar í landi nema þá sem kona mannsins síns. Hvað af þessum nöfnum er hér um að ræða?

7.  Hvers kona fugl er álka?

8.  Á hvaða skaga er ríkið Kosovo?

9.  Hvaða bandaríski tónlistarmaður rak í áratug (1964-1975) hina tilraunakenndu en glaðhlakkalegu rokkhljómsveit The Mothers of Invention?

10.  Hvað heitir nyrsta eyja Íslands?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er sú hin íslenska kona á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Snæfellsnesi.

2.  Þórbergur Þórðarson.

3.  Birnir.

4.  Tinna Gunnlaugsdóttir.

5.  Ingi Tryggvason.

6.  Katrín. 

7.  Svartfugl.

8.  Balkanskaga.

9.  Zappa.

10.  Kolbeinsey.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er fáni Rússlands.

Á neðri myndinni er Kristín Ingólfsdóttir fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár